14.04.2009 21:47
Slakað á um páskana. Eða þannig.
Eftir að Maggi í Ásgarði hringdi í mig á fimmtudaginn. lá ljóst fyrir að við feðgarnir myndum ekki þurfa að láta okkur leiðast um páskana.
Nokkrum klukkutímum seinna var skilin eftir á hlaðinu hjá mér mykjudreifarinn hans, ásamt mykjuhræru sem mig hefur lengi langað til að prófa í haughúsinu hjá mér.
Já , nú var tekið á því í upphræringunni. Hér voru að sjálfsögðu alvöru dótamerki í vinnu. Fjær Valtra, N141 með Duun mykjudælu sem er ykkur að segja alveg að svínvirka, og nær er það Ferguson við Duun mykjuhræruna. Nú varð ljóst að þessi skrúfuhræra gengur vel niður í brunnana hér og ef svo næðist í nokkra hluthafa til að fjárfesta í svona hræru með okkur, færi að verða gaman að þessu. Reyndar þyrfti að fá Óla vin okkar Mýrum til að saga tvö snyrtileg göt á hina hlið kjallarans svo þetta yrði fullkomið, en það væri minnsta málið.
Þarna í kjallaranum biðu um 1000 rúmm. af eðalmykju svo það var eins gott að vera með rétta dótið í höndunum. Jafnhliða upphræringunni var legið á bæn og beðið um næturfrost sem var forsenda þess að hægt væri að komast um túnið án þess að tjóna þau.
Laugardagurinn var tekinn snemma og það var keyrt og keyrt.
Húsfreyjurnar settu nú samt hnefann í borðið þegar sunnudagurinn rann upp svo við fengum ekki að njóta okkur þá, enda gekk þetta vel og næturfrostin klikkuðu ekki, nema hvað.
Um 10 á mánudagsmorguninn var fullur sigur unninn á stóra kjallaranum og þá var Dælan umsvifalaust færð í gamla fjósið þar sem biðu um 300 rúmm.
Það eru ekki svo ýkja mörg ár síðan það var nokkurra daga puð að tæma þann kjallara. Nú var búið að þurrvinda hann á 5 tímum.
Reyndar hafði staðið til að fá sunnlendingana (Skarna ehf), sem munu væntanlega koma hér í sveitina með niðurfellingargræjuna, til að koma mykjunni niður í jörðina, en þó við feðgarnir séum fæddir áhættufíklar tókum við ekki sénsinn á því í þetta sinn.
Það verður gaman að fylgjast með því hjá sveitungunum hvernig það gengur og vonandi að allt gangi upp þar.
Ferðamenninrnir sem voru að yfirgefa Nesið seinnipart mánudags hafa ábyggilega dregið djúpt andann þegar þeir brunuðu framhjá Dalsmynnistúnunum dökkum yfir að líta í norðanáttinni.
Og mikið rosalega er gott að þetta skuli vera búið.
11.04.2009 15:14
Páskagestir.
Uppáhalds fótboltakappinn og skáksnillingurinn minn í Vestmanneyjum, brá sér til meginlandsins um páskana. Eða upp á eyjuna eins og Vestmanneyingar segja.
Hann brá sér að sjálfsögðu í sveitina til að heilsa upp á lömbin, hundana og náttúrulega hina vini sína í sveitinni.
Svo komu góðir gestir á tjörnina. Þau koma oft við hjá mér og stoppa gjarnan yfir nótt en leggja ekki í fasta búsetu hér yfir varptímann.
Þau eru velkomin á tjörnina en þau mættu gjarna láta akrana og túnin vera.
Þessi höfðingi hér fyrir neðan er frjáls og óháður þó hann eigi að njóta ákveðinnar verndar stóra bróður og okkar allra.
Hann er kannski svona pínulítil áminning um fallvaltleik lífsins og þá sorgarsögu sem er í gangi í pólitíkinni í dag.
En bráðum kemur betri tíð með blóm í haga.
Það er svo búið að bæta við fallegum myndum í albúmið " andirnar á Tjörninni."
09.04.2009 20:58
Dottað á rebbaveiðum.
Ég hrökk alltí einu upp, þar sem ég hafði dottað í skothúsinu. Þó aðeins væri farið að skíma dugði það mér ekki til að sjá almennilega yfir á ætið sem var í um 80 m fjarlægð. Það var hálfauð jörð og snjóhraflið var ekki til að bæta málin en tunglið hafði brugðist mér að mestu um nóttina.
Ég seildist í kíkirinn og fannst eitthvað öðruvísi en það átti að vera við ætið. Og viti menn þarna hreyfði sig refur og gamla góða adrenalinkikkið helltist yfir mig.

Rebbabúð, einföld og látlaus. Efnið í hana kostaði undir 25.ooo kalli á sínum tíma og manni fannst þetta vera 5 stjörnu svíta, eftir það sem á undan var gengið í skothúsamálum.
Ég hafði mætt í Rebbabúð um ellefu og byrjað á að leggja mig, því ég átti ekki von á umgangi fyrr en seint um nóttina, en 1 - 2 dýr voru farin að sniglast í kring um ætið síðustu næturnar. Það hafði verið logn um kvöldið en stöðugt bætt í vindinn og nú lá við að tæki í kofann í rokunum.
Mér fannst það skárra en lognið, því ofurheyrnin í rebbanum nýtur sín ekki eins.

Já, það eru ár og dagar síðan maður gat átt von að ná nokkrum dýrum sömu nóttina við æti í Eyja 0g Miklaholtshreppnum..
Þó áttatíu m séu stutt riffilfæri í björtu er það ógnarlangt í skuggsýnu og mér gekk illa að koma rebbanum ínn á kíkinn hjá mér. Þegar krossinn kom á mórautt dýrið hvarf hann, en þar sem ég gat lýst krossinn rauðan, bjargaði það málunum. Þetta dýr var frekar rólegt en við svona skilyrði er erfitt að ráða við hlutina þegar dýrin eru á fleygiferð um svæðið.
Þegar Móri var allur, leit ég á klukkuna. Hún var að verða hálf fimm. Þó það væri verulegur hrollur í mér, ákvað ég að doka við til sex, kveikti á gasprímusnum og dottaði ekki meira. Nú fór að birta og ekki þurfti að grípa til kíkisins meira. Um 6 leitið var tekið saman . Það tók því ekki að leggja sig fyrir fjós og til að taka endanlega úr mér hrollinn var farið í pottinn. Það hef ég ekki gert fyrr á þessum tíma sólarhringsins.
Ætli ég fari ekki að verða of gamall fyrir þetta.?
´
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334