11.04.2009 15:14

Páskagestir.

 

 
  Uppáhalds fótboltakappinn og skáksnillingurinn minn í Vestmanneyjum, brá sér til meginlandsins um páskana. Eða upp á eyjuna eins og Vestmanneyingar segja.

  Hann brá sér að sjálfsögðu í sveitina til að heilsa upp á lömbin, hundana og náttúrulega hina vini sína í sveitinni.


 Svo komu góðir gestir á tjörnina. Þau koma oft  við hjá mér og stoppa gjarnan yfir nótt en leggja ekki í fasta búsetu hér yfir varptímann.
 Þau eru velkomin á tjörnina en þau mættu gjarna láta akrana og túnin vera.





  Þessi höfðingi hér fyrir neðan er frjáls og óháður þó hann eigi að njóta ákveðinnar verndar stóra bróður og okkar allra.




  Hann er kannski svona pínulítil áminning um fallvaltleik lífsins og þá sorgarsögu sem er í gangi í pólitíkinni í dag.


 En bráðum kemur betri tíð með blóm í haga.emoticon

Það er svo búið að bæta við fallegum myndum í albúmið " andirnar á Tjörninni."

Flettingar í dag: 1462
Gestir í dag: 52
Flettingar í gær: 2486
Gestir í gær: 103
Samtals flettingar: 448763
Samtals gestir: 41430
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 22:38:48
clockhere