27.04.2009 18:56
Bilun og bílabreytingar!!
Yngri bóndinn er dálítill dótafíkill í sér og sést ekki alltaf fyrir í þeim efnum.
Eftir að hafa breytt Forennernum í Pickup taldi ég víst að nú hefði hann fengið sig fullsaddann af slíkum ævintýrum í bráð.
Eftir að hann rakst svo á framhásingu úr Toyota jeppa í bílskúr hjá vini sínum á Austurbakkanum var ekki aftur snúið.( Varasamir austurbakkamennirnir).
Pikkinn lagði undir sig verkstæðið eina ferðina enn og þar var hægt að ganga að bóndanum vísum í tíma og ótíma.

Klafadraslinu og kögglinum fyrir framdrifið var hent undan og hásingin smíðuð undir í staðinn eftir að Kristján rennismiður hafði farið um hana mildum höndum.

Það voru smíðuð sæti fyrir loftpúðana en hægt er að stjórna þrýstingnum á þeim frá mælaborði. Þannig að þá verður hægt að lyfta bílnum á alla kanta, þar sem það eru líka púðar að aftan. Reyndar þurfti að færa þessa aðeins utar að ofan, eftir að þessi mynd var tekin, vegna plássleysis.

Svo voru smíðaðar stífufestingar en miðað var við að hásingin færi um 5cm framar, til að vera alveg laus við að dekkin narti í brettin þegar mikið er lagt á hann, því þurfti að lengja drifskaftið um 5cm líka.

Já, og vökvastýrið svínvirkaði meira að segja, þegar það var komið á sinn stað.

Og var það ekki hann Einar Sæm. sem sagði hin fleygu orð, " Enn á Blesa eru mér/ allir vegir færir" ?
Já, þetta er náttúrulega bilun, en hann er ekki " fjarska " fallegur lengur heldur þvert á móti.

(Sjá myndaalbúm í myndaflokknum, Atli myndir.)
Skrifað af svanur
26.04.2009 08:22
Fín kosningarúrslit. Nema hvað.
Eins og alltaf eftir snarpar kosningar unnu allir sigur með einhverjum hætti.
Sjálfstæðismennirnir lönduðu einum á síðustu metrunum og eru þakklátir fyrir að ekki fór verr. Það verður síðan fróðlegt að sjá hverju útstrikanirna skila hjá þeim og hinum. Ekki er ólíklegt að þær ýti einhverjum alla leið út aftur.
Ég hafði á tilfinningunni, að stórstyrkjunum og hruninu slepptu, að kvótakerfið væri þeim verulega erfitt, allavega á landsbyggðinni.
Einhverra hluta vegna sluppu frammararnir betur útúr kvótaumræðunni. Nýja lúkkið þeirra bjargaði heilmiklu fyrir þá og meira að segja mér, fannst og finnst lánaleiðin þeirra virkilega skoðunarverð.
Þó Samfylkingin komi vel út úr þessu má þó segja að aukingin hafi orðið minni en búist var við sem veikir þau aðeins í ESB málunum. Það er þó ljóst að allt bendir til þess að farið verði í aðildarviðræður á árinu sem eru náttúrulega heilmikil tíðindi.
Og VG unnu stórt en samt sem áður er ég fullviss um að umræðan sem ástkær umhverfisráðherra vor, kom af stað um Helguvík og olíuleitina varð til þess að þau misstu flugið og trúlega nokkuð harkalega.
Vegna þess hvað þessi umræða hennar var gjörsamlega óþörf á þessu stigi málsins, var þetta dálítið dapurlegt fyrir þau, enda farin að máta forsætisráðherrastólinn í huganum, fyrir Steingrím.
Þeir sem ekki vildu skila auðu en gátu ekki hugsað sér að kjósa gamla flokkadótið, virðast síðan hafa splæst sínu atkvæði á Borgarahreyfinguna með ágætum árangri. Þetta er þó sundurleitur og hálf stefnulaus hópur en aldrei að vita nema reyni á málefnin hjá þeim .
Nú á nefnilega eftir að koma saman stjórn, og verður fróðlegt að sjá hvernig Steingrímur og félagar snúa sér í evrópumálunum.
Það verður þó að ætla það, að samkomulag verði um að þau mál verði skoðuð.
Og síðan byrja skelfingarnar hjá vesalings stjórnarliðunum fyrir alvöru. Að reka þetta þjóðfélag okkar með stórlöskuðum tekjustofnum og í botnlausu skuldafeni með handónýtan gjaldmiðil og nefndu það bara.
Já, hvað skyldi svo vera langt í næstu kosningar??
Bjartsýnin lengi lifi.

Skrifað af svanur
23.04.2009 05:28
Sumardagurinn fyrsti.
Gleðilegt sumar ágætu síðugestir og takk fyrir veturinn.
Þó ekki frysi saman sumar og vetur er ekki hægt að kvarta yfir veðrinu.
Hér er stafalogn, sól, og hiti eftir því.
Lambakóngsarnir eru orðnir hinir státnustu og bíða óþreyjufullir eftir að komast út..
Nú er að koma litur á túnin , aðeins lítilsháttar klaki í jörð enn og allt lítur vel út.
Von er á sáðbygginu í sveitina í dag og síðan styttist hratt í, að einhverju af því verði komið í jörðina.
Í gær og í dag er verið að flytja að skeljasand, fyrir þá akra þar sem þarf aðeins að hressa upp á sýrustigið.
Smiðirnir mínir tímdu ekki að sleppa svona góðu veðri og því glymja hamarshöggin um sveitina í logninu.
Annar þeirra, sem ekki vissi hvað hann átti að kjósa í fyrradag, kaus í gær svo nú verður dagurinn tekinn í að sannfæra hann um að hann hafi gert vitleysu. Hann getur nefnilega enn kosið"rétt" en það getið þið ekki á sunnudaginn. Eins gott að þið vitið hvað þið eruð að gera.

Atli frændi er nýbúinn að henda klafadraslinu undan Toyotunni og setja alvöru hásingu svo maður er ósköp lítill við þetta fjallaferðadót.
Já þetta lítur allt vel út og þessi kreppa sem allir eru að tala um er nú bara eitthvað fár, gert af mannavöldum og ekkert annað að gera en vinda ofan af því.
Bara að það hefði nú verið boðið upp á eitthvað lið í kosningunum sem maður treysti til þess.

En tengdamamma er búin að taka stefnuna. Henni verður ekki breytt.

Skrifað af svanur
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334