09.05.2009 13:17
Lögbrotin , sáningin og samningurinn hennar Jóhönnu.
Loksins þornaði upp og þá var tekið á því í akuryrkjunni. Mér þótti slæmt mál að hætta sáningunni núna um miðjan dag, í logni og blíðu , en þá voru þeir akrar þrotnir sem nokkur glæta var að sá í vegna bleytu.

Hér er verið að sá í þurrlendi og það mátti ekki þurrara vera. Já hér er gæðunum misskipt eins og annarsstaðar.

Sáðvélin tekur áburð og byggfræ fyrir 1- 2 ha. og yngri bóndinn sem fær oft að baslast einn í áburðinum og fræinu lestar sáðvélina vönum handbrögðum.
Við Yrkjamenn, eigum eftir að sá í um 30 ha. í bygginu og ljóst að þeir munu bíða a.m.k.frameftir næstu viku.

Það gengur stundum mikið á og hér hefur tvöföldun verið snarað undan með látum.

Hér er hún komin undir aftur og Fegginn klár í völtunina.
Það sem er þó komið niður róar okkur umtalsvert og nú fá neglurnar að gróa að nýju og magasýrurnar komast í nokkuð eðlilegt ástand.
Það er sexraðabyggið sem sáð er fyrst en því er illa treystandi í golunni sem gerir stundum hér á haustdögum.
Vandamálið við Íslensku yrkin sem þola hitt og þetta á haustin, er hvað hálmuppskeran er rýr en nú er hún farin að spila inn í afkomuna í þessu lotteríi.
Það stefnir svo í að akuryrkja og sauðburður rekist illilega á annað árið í röð hjá mér og trúlega mun ég velta fyrir mér hvort annað verði ekki að víkja.
Þar sem hvorug búgreinin, byggið eða sauféð er að skila vinnulaunum, þarf að spá í hvort sé lífvænlegra til framtíðar.
Og þar er óvissan meiri en oft áður, því nú er spurningin hvað við gerum við samninginn frá Brussel sem hún Jóhanna er ólm í að sýna okkur sem fyrst. Ef guð og þingmenn lofa??
Já, hann Steingrímur ætlar svo bara að horfa á, og vita hvað gerist!
06.05.2009 22:13
Hvít með loðnar tær!
Ég veit ekki hvor okkar, ég eða smiðurinn vorum ánægðari þegar hann tók saman í gær og yfirgaf svæðið í bili.
Það er búið að skipta um alla glugga í húsinu og endurnýja þakjárnið. Síðan verður það klætt utan í sumar og þar með verður öllu utanhússviðhaldi lokið a.m.k. næstu 30 +, árin. Pottþétt einhvers annars höfuðverkur en minn þegar þar að kemur.
Smiðurinn fer þó ekki langt því næsta verkefni bíður hans á Rauðkollstöðum þar sem skipta á um þakjárn og bæta við kvistherbergi . Félagi hans er að fara illa útúr flensunni þrátt fyrir góða umönnun Frúarinnar og er svo illa komið fyrir honum að hann fór til læknis í vikunni. Þá er ástandið alvarlegt.
Þessi sat svo fyrir utan eldhúsgluggann hjá mér rétt fyrir sex í morgun og leit íhugul á mig.
Hún lét sér fátt um finnast þó ég tæki af henni margar myndir og væri á hreyfingu í innan við tveggja m fjarlægð. Annaðhvort hefur hún fundið á sér að hjá mér væru allar rjúpur friðaðar, alltaf, eða einhver meiri ógn hefur steðjað að henni frá öðrum en mér.
Og nú styttist í að ég geti óskað ykkur til hamingju með alvöru ríkisstjórnina ykkar.

04.05.2009 20:33
Mannskepnan, vorið og vætutíðin.
Það hefur lengi fylgt mannskepnunni að hún er kannski ekki alltaf ánægð með það sem hún hefur.
Grasið er alltaf grænna hinumegin ( Ja, nema ekki hjá okkur á vesturbakkanum) og okkur finnst tilveran kannski ekki alveg eins og hún ætti að vera.
Ef við sauðfjár og kúabændur í Dalsmynni værum spurðir hvernig vorið væri, myndum við bera okkur vel. Tún að verða algræn og kæmu ókalin umdan vetri. Jörðin orðin eða um það að verða klakalaus og úrkoma flesta daga til að skerpa á sprettunni.
Ef hinsvegar byggræktendurnir í Dalsmynni væru spurðir sömu spurningar yrðu þeir daufir í dálkinn. Stöðugar and....... rigningar, aldrei þurr dagur og allt í uppnámi með sáninguna. Og komið fram á sumar.
Það dugar ekki að vera með rétta dótið og græja það almennilega. Það leynast víða hætturnar í henni veröld og eins gott að Söðulsholtsbóndinn er ýmsu vanur á lífins ólgusjó.
Hérna er sáðvélin ofan á tætaranum og allt gert í sömu ferðinni. Áburður, fræ og tæting. Það gengur ekki þegar rakastigið er komið í óefni eins og þetta vorið.
Allt skraufaþurrt og fínt við plæginguna í haust en nú þarf akurinn nokkra þurra daga fyrir sáninguna.
Já, lífið er lotterí.
Svo það verður bara að taka þátt í því, með brosi á vör.
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334