08.06.2009 21:58
Slett ærlega úr klaufunum .
Það gekk mikið á þegar kýrnar brugðu sér aðeins út til að kanna vorveðrið og gróðurfarið. Reyndar kynnast þær nú ekki gróðurfarinu fyrr en á morgun en þetta var allavega mikið fjör.

Lóa var eins os rodeohestur og hefði verið vandsetin í því hlutverki.


Kvísl og Sveskja eru nú í yfirvigtarflokknum og Sveskja rétt óborin svo þær létu loftköstin eiga sig..

Hrefna að takast á loft og hún kom síðan niður a<ftur áður en lauk..

Einhverjar þeirra verða trúleg með strengi á morgun en þær verða þó ekki með höfuðverk eins og sumir tvífætlingarnir þegar þeir sletta ærlega r klaufunum.
Svo er fullt af líflegum myndum í albúmi fyrir Ransý.
06.06.2009 23:33
Funi folaldapabbi.
Nú eru tvö fyrstu folöldin undan Funa komin í heiminn og það eru að sjálfsögðu hreyfingarfallegir glæsigripir.
Hér er folald no 2 með frambyggingu föðursins og náttúrulega dúllar það á tölti í fyrstu myndatökunni.
Og liturinn skemmir ekki fyrir. Ég ætla nú samt ekki að vera svo ósvífinn að segja hann frá föðurnum.
Folald no. 1 er kannski ekki eins flott en það er samt flott og svona er það í framan.
Ekki frá pabbanum en samt!!
Og einu sinni var hann Funi svona lítill en samt furðu brattur.
Svona lítur hann út núna og rétt að taka fram að það er fullt af faxi hinumegin.
Já, er ekki komið mikið meira en nóg um hann Funa sem er að verða þriggja ára.
05.06.2009 22:59
Dýrðardagar í sveitinni.
Og erfiðustu næturnar í sauðburðinum þegar maginn var orðinn svartur af kaffidrykkjunni, augun hætt að haldast opin og þrílembingarnir sem voru á leiðinni í heiminn höfðu ákveðið að koma allir í einu, eru steingleymdar.
Hér eru lambakóngsarnir á leið til fjalls og eru rétt að verða grilltækir. ( Segi nú bara svona.)
Það er alltaf jafn skemmtilegt að tína féð uppfyrir og horfa á eftir þeim léttstígum á leið í sumarfrelsið á fjöllunum, enda eru ærnar snöggar að hverfa inná dal og sjást ekki meira.
Vaskur og Snilld sjá um hlaupin og nú eru kindurnar mun þjálli en þegar þær voru á leiðinni niðurfyrir með unglömbin.
Hérna er fjórði hópurinn á leið til fjalls en þetta er tekið í smáskömmtum og þær sleppa fyrst sem eru að sækja inná akrana og friðuðu túnin.
Snilld sparar sig hvergi og þetta getur orðið dálítið erfitt í hitanum. Ég ætla nú reyndar að splæsa heilu bloggi á hana einhverntíma fljótlega.
Kuldakastið sem hefur verið árviss hluti af maímánuði eins lengi og elstu menn muna kom ekki þetta árið og megi svo vera framvegis.
Lokayfirferðin í girðingarviðhaldinu tekur næstu tvo daga og geldneyti og kýr fara að sleppa úr húsi á næstunni.
Já, það er engin þörf að kvarta, þegar blessuð sólin skín.

- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334