21.08.2009 21:49
Að breyta hvolpi í fjárhund er stundum löng leið.
Ég var með stressaðra móti við að múga há á sunnudaginn, þegar ég var beðinn að kíkja á 5 mán hvolp svona uppá grín!
Hvolparnir hjá okkur í sveitinni eru nú aldir upp með ýmsum hætti, allt frá því að vera svona nokkurn veginn sjálfala og uppí það að agast eftir bókinni þar sem öllu klúðri er sleppt.
Þeir sem gera þetta í alvöru gæta þess að halda verðandi fjárhundi sem mest frá búpeningi þar til farið er að temja hann.
Þegar þeir eru orðnir nokkurra mán. er samt stundum prófað hvort áhuginn sé vaknaður með því að sleppa þeim í kindur. Ef áhuginn er kominn er gaman að spá í taktana hjá þeim, en þeir geta gefið mjög ákveðnar vísbendingar um framhaldið.
Þrátt fyrir stressið féll ég umsvifalaust fyrir þessu, enda fátt skemmtilegra en spá í ótamda efnilega Border Collie hvolpa.
Píla litla frá Háleggstöðum hafði trúlega aldrei séð kind áður og var því hin rólegasta meðan Vaskur sótti kindurnar.
Pílu leist svo ekkert á þessi fyrirbrigði frekar en nokkrum skógræktarbændum sem ég þekki. Það risu á henni hárin og hún gelti að þeim. Það er reyndar meira en skógræktarbændurnir geta enda ekki allir hárprúðir.
Þetta tók á og Píla var orðin móð í æsingnum þót lítið yrði úr hlaupunum í þetta sinn. Enginn áhugi kominn enn.
Ég spái því nú samt að hún eigi eftir að verða liðtækur smalahundur áður en lýkur.
Tveir mánuðir í viðbót og þá gæti eitthvað áhugavert verið að koma í ljós.
Og tveir mánuðir eru stuttur tími í uppeldi og tamningu góðs fjárhunds.
20.08.2009 20:34
Langþráð rigning og byggið.
Mér leið ákaflega vel þar sem ég stóð við eldhúsgluggann sem rigningin dundi á, með kaffibollann í hendinni og horfði á vatnið streyma eftir veginum.
Nú koma haustlægðirnar hver á fætur annarri og skraufaþurr jörðin gleypir í sig vatnið án þess að finna fyrir því.

Svona leit endinn á akrinum út þrátt fyrir hellirigningu fyrr um daginn. Við sáninguna í vor var hann illfær þarna vegna bleytu.
Svo er það spurningin hversu langur tími líður þar til við bændurnir gnístum tönnum í vanmætti okkar, þegar veðurguðirnir verði lagstir í rigningu, allt orðið ófært og uppskeran í uppnámi.

Hér er Lómur til vinstri en Judith hægra megin (á þurra akrinum hér fyrir ofan). Lómurinn er óvanalega hávaxinn og þetta er hvanngrænt enn , enda seint sáð.
Það lítur út fyrir metuppskeri í bygginu hjá okkur þetta árið, þó stórir áhættuþættir eigi því miður eftir að koma eitthvað niður á henni.

Hér á svæðinu er verið að sá Judith, Erkki, Pilvi, Olsok, Skegglu og Lóm. Þetta lítur allt vel út og fróðlegt að sjá hvernig útkoman verður í lokin þegar haustið og veðurguðirnir eru búnir að fara um akrana höndum.
Já, það er svo stefnt að þreskingu í byrjun sept.

19.08.2009 20:48
Stóðhestar og læknisráð.
Hefði einhver sagt mér það fyrir nokkrum árum að ég ætti eftir að fara að fjárfesta í hrossarækt hefði ég hlegið að honum.
Líklega hefði ég ráðlagt honum að leita sér læknis eða spurt hvort hann hefði gleymt að taka lyfin sín.
Í Dalsmynni eru nú í gangi tvær stóðhestagirðingar og síðan 4 tittir í þriðja hólfinu.
Það eru hálfbræðurnir, Parkerssynirnir Sigur frá Hólabaki og Funi frá Dalsmynni sem halda uppi merki stóðhestanna hér í ár.

Sigur er alveg rosaflottur á litinn og svo er vonandi eitthvað meira gott til í honum, sem kannski erfist áfram.

Hann er alveg einstaklega rólegur í girðingunni. Hinsvegar er maður með lífið í lúkunum yfir umferðinni því hólfið er samliggjandi Þjóðveginum og það eru alveg ótrúlega margir sem stoppa og skoða folöldin og hrossin. Ekki hefur samt orðið óhapp enn, þó umferðin sé mikil og hröð þar sem bílarnir stoppa í vegkantinum.

Funi frá Dalsmynni er stór þrevetlingur og maður fær aldrei nóg af því að horfa á hann hreyfa sig.
Hann ætti að virka vel á fjörunum, þegar náðst hefur samkomulag um að fjarlægja úr honum kúlurnar. Það lítur nú samt ekki vel út með það samkomulag.

Hann er ekki eins slakur í skapinu og stóri bróðir og hér er hann að hraða sér í merarnar eftir að hafa þurft að umbera tittina sér til mikilla leiðinda frameftir sumri.

Hjá hestamiðstöðinni er svo Sindri frá Keldudal í nokkrum hryssum.

Sindri er fjögra vetra og er í sumarfríi frá tamningarstússinu.
Rétt er að taka fram að tittirnir tilheyra Hestamiðstöðinni.

Það er gaman að þessu, en heimurinn er harður í stóðhestabísnisinum.
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334