09.12.2016 20:35

Fjárhundar og verðráðgjöf.

  
 Stundum , - ekki oft emoticon er ég spurður um hversu mikils virði einhver tiltekinn hundur gæti verið ? 

              Kannski verið að spá í sölu,  nú eða kaup á hundi á mismunandi tamninga og gæðastigi.   
  
              Flestar eru þó fyrirspurninrnar  þegar slys verður og viðkomandi eigandi er kominn í viðræður við tryggingarfélag um bætur. 

 Óþarft er að taka fram að ég verð mjög var um mig við slíkar spurningar.

  Sérstaklega ef um kaup eða sölu á lifandi dýri er að ræða emoticon .
 Stórhættulegt að lenda þar  á milli steins og sleggju ef svo má að orði komast emoticon   

   Ef um tryggingarbætur er að ræða er þetta kannski einfaldara. 

 Sum tryggingarfélaganna  samþykkja að verðmæti hunds séu  kostnaður með kaupverði hvolps,tamningu og annars sem færð eru rök fyrir.  

   Fullyrðingar um að hundurinn hafi verið ómetanlegur  vegna afburða hæfleika og sv. frv.. ganga verr..  Áætlað  markaðsverð  er þá  vinsælt markmið hjá félögunum og geta orðið nokkur skoðunarskipti um það. emoticon .

   Þá er gott ef t.d er til  myndband af hundinum í vinnu, reikningar fyrir tamningavinnu, - og kannski fengin umsögn tamningamanns þ.,e.a.s. ef hún er jákvæð emoticon ..
 Þrautaráðið getur samt verið að setja upp kostnaðinn frá upphafi.
   
        Kaupin, uppeldið ,eigin tamningarvinna og árlegan kostnað vegna fóðurs og annars. Mjög auðvelt að reikna sig upp þau í hundruði þúsunda sem dýrið kostar í raun og eigandinn þarf að kosta til við að koma sér upp nýjum hundi. 

  Hvað sem öðru líður hefur orðið veruleg viðhorfsbreyting hjá a.m.k. sumum félaganna og ásættanleg niðurstaða auðfengnari en áður, ef boginn er ekki spenntur til hins ýtrasta emoticon.

Þetta blogg átti nú að vera um það hvernig ég verðmet hundana sem ég sel á mismunandi tamningastigum.

 Er greinilega kominn út í móa með það.

 Tek það bara í næsta bloggi emoticon.

30.11.2016 20:47

Að tryggja fjárhundinn.

Eitt af alltof mörgum áhugamálum sem hafa fylgt mér nokkuð lengi er að geta tryggt hundana mína.  

 Vildi bara geta gengið inn í tryggingarfélagið mitt og tryggt smalahundinn rétt eins og smalaklárinn.
  Þegar ég fór að kanna þetta fyrir  svona 10 árum var mér bent kurteislega á að til þess að geta tryggt hund yrði hann að vera skráður í HRFÍ o.sv.frv. 
 Impraði á þessu öðruhvoru  við þjónustufulltrúann minn  sem var mér algjörlega samála. 
 Hún hélt málinu síðan við með umræðu við þungavigtarliðið á höfuðstöðvunum en komst ekkert áfram. 

  Fyrir 4 árum þegar Korka var farin að sýna hvað í henni bjó  og ég hafði misst föður hennar Tinna frá Staðarhúsum í slysi,,ákvað ég að herða róðurinn.  Það endaði með því að ég komst í beint samband við aðalhundakonu tryggingarfélagsins míns.  
 Sú upplýsti mig fljótlega í samtalinu um að hún væri stjórnarmaður í HRFÍ og gjörþekkti málaflokkinn. 
  Óþarft er að tíunda viðhorf HRFÍ til BC fjárhunda sem ræktaðir eru án þeirrar handleiðslu enda áttaði ég mig fljótt á því hvernig okkar samskipti myndu enda. 

 Hún féllst þó á það að eðlilegt væri að bændur gætu tryggt fjárhundana sína.
    Svona fyrir hvolpsverðinu og uppeldiskostnaði, annað væri erfitt að samþykkja. 

  Skyldi því, ja- talsvert mikið í milli í verðmætamati okkar á góðum fjárhundi.

  Lauk þar með tilraunum mínum til fjárhundatrygginga í það sinn. 

  Nú kom að því að ég fer að selja tamda hunda.  Verðmætið var misjafnt en varð fljótlega það hátt að kaupendum var ráðlagt að tryggja þá ef það næðist. 
 
 Þá gerðist það að þegar hamingjusamur hundseigandi birtist með reikning fyrir smalahundi var hann tryggður vafningalaust eða lítið  Þetta þótti mér firn mikil  en ánægjuleg  og fljótlega þróaðist þetta þannig að tamdir hundar voru seldir með heilbrigðisskoðun dýralæknis og reikningi og dugði þetta til tryggingar hundsins.  

Í sumar kom svo að því að ég flutti inn taminn hund. 



 Þetta var töluverð fjárfesting og  dálítið hærri tölur en sjást í hundabraski  hér innanlands.  
  Samkomulag sem ég taldi mig hafa við tryggingarfélagið mitt stóðst ekki þegar á reyndi og lauk þeim samningum með því að mér var boðin trygging sem átti að vera algjört þak á "markaðsvirði " taminna fjárhunda. 

Rétt að taka fram að " þakið " var mjög ásættanleg upphæð  að mínu mati fyrir innanlandsmarkaðinn.

  Já " markaðsvirði"  er lausnarorð sem mikið er notað hjá agentum tryggingarfélaga í verðlagningu fjárhunda. 
  Nú stóð svo heppilega á að komið var að nokkuð reglulegu útboði trygginga hjá búinu.  
Drifið var í lokuðu útboði til 3 félaga og þar var  m.a. hundurinn góði settur á föstu verði með tilheyrandi útskýringum. 
  Niðurstaðan úr útboðinu var sú að búið er komið með hagstæðan tryggingarpakka, Sweep tryggður í bak og fyrir og fullt samkomulag um  aðrar hundatryggingingar sem óskað yrði eftir. 

  
   

  Það var ekki slæm tilfinning þegar ég renndi við hjá nýjum umboðsmanni á föstudaginn,  dró heilsufarsvottorð fyrir hana Korku mína upp og gekk frá tryggingu fyrir hana . 
  Líftryggingu, sjúkrakostnaðartryggingu  og ræktunartryggingu. 

  Reyndar er hún ómetanleg svo líftryggingarupphæðin var mjög hófleg.emoticon  Það var kannski sjúkrakostnaðartryggingin sem ég var mest að spá í eftir að hafa heyrt ótal hryllingssögur um þann málaflokk hjá kollegum.

 Nú , svo er bara að vona að aldrei muni reyna á tryggingarnar emoticon

26.10.2016 07:59

Af hrútum , - og hraðri starfsmannaveltu.

   Þó gerningar augnabliksins staldri kannski óþarflega stutt við á harða diskinum droppar þar stundum upp eitthvað sem ég hef upplifað, - jafnvel næstum   aftur  á miðja síðustu öld emoticon

   Eitt af mörgum uppáhalds í húsdýraflórunni  í den var hrútafloti heimilisins.
 Þeir urðu að vísu misgóðir vinir mínir enda misskemmtilegir í umgengni.

 Sumir þeirra urðu rígfullorðnir enda gæðaeftirlitið og kröfugerðin frekar slöpp miðað við þann harða heim sem afkomendur þeirra búa við í dag.emoticon
  
 Fyrirtæki sem þekkt eru fyrir hraða starfsmannaveltu er oft frekar illa þokkuð en hrússarnir eiga sér hinsvegar formælendur fáa þó meðalaldur þeirra fari hratt lækkandi á þessum síðustu og verstu emoticon

  Það er einkum tvennt sem veldur því.

Annarsvegar  virðist hrútastofninn standa sérlega veikur fyrir kvillum sem þekktust ekki ,- allavega hér,- fyrir nokkrum árum.

 Þar eru kregða, barkabólga og einhver óupplýst uppdráttarsýki drýgst.

 Hinsvegar er það tæknin sem miskunnarlaust vegur og metur kynbótahæfaleika gripsins hratt og örugglega  um leið og afkomendurnir eru komnir í gegn um ásetningsúrtakið og  hvíta húsið , - þau sem enda þar..


  Hér er hrútafloti Dalsmynnis sf. komandi vetur ( mínus 1 seldan ).

 Sá veturgamli á myndinni átti 50 afkomendur sem enduðu í hvíta húsinu.

Meðalþyngd þeirra var um hálfu kg. meiri en félaga hans og jafnaldra sem átti 39 lömb í samanburðinn. Auk þess  kom hann betur út í gerð og fitu.

 Ég minnist þess reyndar ekki að hafa séð svona afgerandi mun milli hrúta í uppgjöri og hjá þessum Saumssyni og kollekum hans, heimaræktuðum eða sæðisstöðvarhrútum.


                                      Nagli Saumsson

  Nú er það bara spurningin hvort hann stendur af sér félaga sína næsta haust ,- ef hann missir ekki heilsuna vegna einhverra nýmóðins krankleika.

Já , Þetta var öðruvísi skemmtilegt í gömlu góðu dagana.


Flettingar í dag: 229
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 219
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 803354
Samtals gestir: 65136
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:19:28
clockhere