08.02.2010 12:15

Sauðfjárbændur í útrás.- Mjólkurframleiðendur herða á höftunum.

Á vef landsambands sauðfjárbænda kemur fram að útflutningur sauðfjárafurða nam tæpum 2.000 milljónum á sl. ári. Sjá hér. Ársuppgjör útflutnings 2009

 Reksturinn er þungur hjá afurðastöðvunum sem eru í samkeppni á kjötmarkaðnum en samt eru þær að finna nýja markaði og efla þá sem fyrir eru nema bandaríkjamarkaðinn.

 Það eru ótrúlegustu aukaafurðir sem fluttar eru út allt frá görnum til ullar og gæra.

Á sama tíma rembast félagar mínur í mjólkurframleiðslunni eins og rjúpan við staurinn að geirnegla saman, úr sér gengið fullvirðis eða framleiðsluréttarkerfi . sjá hér. Vilja eyða óvissu um markaðssetningu mjólkur utan greiðslumarks

 Hjá þeim fór hinsvegar lítið fyrir því að ýta við afurðarsölufyrirtækinu okkar í mjólkinni svo það tæki silfurskeiðina úr munninum.
 
 Hvað skyldi það vera að gera í dag við að selja út afurðir úr umframmjólk sem einhverjir okkar sæju sér hag í að framleiða styrkjalaust?

 

07.02.2010 21:46

Bílvelta á Snæfellsnesvegi.


 Lítill sendibíll fór illa í nótt  á milli bæjanna Hrútsholts og Rauðkollstaða í Eyjarhreppnum sáluga.



 Hér hefur eitthvað farið úskeiðis og bíllinn farið rakleitt útaf, en hann var á vesturleið.



 Flogið fram af kantinum, endastungist og lent á toppnum að lokum.

07.02.2010 09:27

Fer umhverfisráðherra með ósannindi og dylgjur?

 Þurfa sveitarstjórnarmenn að búa við ósannindi og dylgjur frá " háttvirtum " umhverfisráðherra?

Skoða hér. Bréf með skjaldarmerki Íslands
Flettingar í dag: 38
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 788
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 803951
Samtals gestir: 65146
Tölur uppfærðar: 1.4.2025 02:47:47
clockhere