07.02.2010 21:46
Bílvelta á Snæfellsnesvegi.
Lítill sendibíll fór illa í nótt á milli bæjanna Hrútsholts og Rauðkollstaða í Eyjarhreppnum sáluga.
Hér hefur eitthvað farið úskeiðis og bíllinn farið rakleitt útaf, en hann var á vesturleið.
Flogið fram af kantinum, endastungist og lent á toppnum að lokum.
07.02.2010 09:27
Fer umhverfisráðherra með ósannindi og dylgjur?
Skoða hér. Bréf með skjaldarmerki Íslands
06.02.2010 23:21
Átök í eftirleit.- Þó ekki í Tálknanum.
Það var eins og hundarnir fyndu það á sér að nú væri eitthvað spennandi framundan þegar ég hleypti þeim út úr bílnum.
Þar sem vestfirðingar fengu loksins vinnufrið til að hreinsa Tálknann og voru búnir að því, var rétt að loka málum í Hafursfellinu.
Vaskur og Snilld voru spennt og óþreyjufull fyrir því sem í vændum var.
Í þetta sinn voru bæði Vaskur og Snilld með í för þó viðfangsefnið væri aðeins eitt lamb.
Það var orðið eitt eftir í Hafursfellinu og var ákaflega vart um sig. Ýmist upp í klettum í Geldingardalnum eða það kom niður í hlíðina þar sem það var uppundir eða í klettunum.
Vaskur var með, því hann er mikill reynslubanki og algjörlega ómissandi að eiga við kindur í svona tilvikum.
Þar sem við félagarnir erum hinsvegar farnir að linast nokkuð í háu gírunum þá var Snilld tekin með, því gert var ráð fyrir mikilli hlaupagetu hjá lambinu sem ég hafði grun um að væri alveg dýrvitlaust.
Við létum fara lítið fyrir okkur til að komast á milli lambsins og klettabeltis rétt austan við það.
Hundarnir skildu vel alvarleika málsins því það dugði rétt að ussa svo þeir héldu sig fast fyrir aftan mig.
Það er í svona dæmum sem maður gefur lítið fyrir mikla fjarlægð í úthlaupi. Kind sem virðir hundinn ekkert og stoppar helst ekki nema eftir átök.
Viðbrögðin voru snögg og kraftmikil eins og ég bjóst við. Hér er lambið komið á fulla ferð vestur skriðuna og Snilld er rétt aftan við það að komast framúr. Vaskur er kominn á mikinn skrið rétt hægramegin við myndina þar sem hann var settur í vörnina.
Vaskur fjær sallarólegur í bið eftir nánari fyrirmælum. Snilld á ýmislegt ólært í þessum fræðum.
Hér hefði maður haldið að allt væri komið í höfn en þetta var rétt að byrja. Það var greinilegt að hrússi litli leit á manninn sem óvin númer eitt. Til marks um baráttuviljann fór hann á fulla ferð upp skriðuna úr þessarri stöðu hér.
En enginn má við margnum og niður fór hann. Hann var greinilega með klettana austan við okkur sem B leið og það kostaði átök fyrir hundana að koma honum niður hlíðina framhjá þeim klettum sem í boði voru.
Hér er þetta loksins komið undir kontrol og slagnum að ljúka. Snilld og Vaskur vakta ólátabelginn meðan" aðalsmalinn " kemur móður og másandi.
Og Þverárbændur tóku ennþá á móti kindum ekki síst gömlum kunningja eins og þessum.
Og nú held ég að Hafursfellið sé loksins orðið fjárlaust.
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334