16.06.2010 18:38

Grænir fingur í " góðærinu".

Það er mörg matarholan í sveitinni og þegar allt hrynur eða þannig, leita menn margvíslegra bjargráða, bæði smárra og stórra.

 Húsfreyjurnar í Dalsmynni fylltust allt í einu miklum garðyrkjuáhuga bændum þeirra til mikillar skelfingar.

Enda fengu þeir blásaklausir að taka til hendinni við allskonar föndur sem er nú bara fyrir ............



 Nýjasta hugmyndin var fiskikör inn í gróðurhúsið og hér eru gulræturnar á fullri ferð móti neytendunum.



Jarðarberin og sykurbaunirnar vaxa húsfreyjunum  fljótlega yfir höfuð.



Og hér er einhver dularfull möndlukartöflutilraun í gangi. Ég hef reyndar aldrei heyrt minnst á möndlukartöflur fyrr.



 Utandyra er líka allt á fullu og káltegundirnar hér sem ég kann ekki að nefna munu vonandi smakkast vel með lambakjötinu í fyllingu tímans.


 Eitt af mörgu sem ég þoli alls ekki eru laukar og þessvegna ræði ég þessa mynd ekki frekar.


En allt er vænt sem vel er grænt.

Nema grænjaxlarnir í .........  emoticon

15.06.2010 07:53

Sofið saman í sveitinni. Alvörumynd.

 Það tekur á að vaka eftir folöldum nótt eftir nótt.



 Hér lögðu þeir sig í vorbjartri nóttinni Dóri og óskírður verðandi snillingur frá Dalsmynni.

Móðir Von frá Söðulsholti.
Faður Sigur frá Hólabaki.

14.06.2010 19:08

Innansveitarkronikan.

Það er komið nýtt efni inn  á.( smella)  Sveitarfélagið mitt . Fréttir og fundarýni.
Flettingar í dag: 2678
Gestir í dag: 84
Flettingar í gær: 668
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 650776
Samtals gestir: 57960
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:13:56
clockhere