27.07.2010 20:06
Vestfirðir. Loksins smáfrí.
Stefnan var til að byrja með tekin á strandirnar sem litu best út varðandi rigningarspár helgarinnar.
Það reyndust síðan hefðbundanar rigningaspár á þessarra síðustu tíma, engin rigning enda var sama sagan allstaðar í ferðinni að þurrkarnir eru orðnir til verulegra vandræða.
Þarna var fyrsti næturstaðurinn en hér sér inn Ingólfsfjörðinn og veðrinu þarf ekki að lýsa nánar.
Hinumegin við fjörðinn blasti Seljanes við með Drangajökul í baksýn.
Norðurfjörður með Reykjaneshyrnuna í hina áttina og þrátt fyrir að þarna uppi á hálsinum sæist ekki eða heyrðist í einum einasta fugli fór vel um okkur þarna.
Tófugata yfir mýri rétt hjá áningastaðnum útskýrði ýmislegt varðandi ástand fuglastofnsins.
Símasambandið var talsvert stopult í ferðinn sem var ágætt, en hér er næturstaður ofan Ísafjarðar.
Hér er áð um næturstund í Austmannsdal. Einum af Ketildölunum í Arnarfirði. Þarna gómaði bóndinn í Grænuhlíð mig með lausan hund innan um féð sitt en brást glaður við, þegar hann þekkti okkur Vask eftir námskeiðshald þarna vestra fyrir nokkrum árum.
Það búa góðar vættir í svona myndarlegum fjöllum og þarna var gott að gista eins og annarstaðar þarna vestra.
Morguninn eftir var þetta skoðað m.a. en meira um það síðar.
23.07.2010 07:31
Sóðar á ferðalagi. Samt ekki allir.
Maður fyllist alltaf gremju þegar bónuspoka fullan af rusli, eða bjór og öldósir ber fyrir augu á vegköntum landsins.
Maður veltir fyrir sér hvernig það fólk er innréttað sem opnar bílgluggana og fleygir út umbúðunum af neysluvarningum. (eða notuðum bleyjum)
Niðurstaðan af því er alltaf sú að þessu vesalings fólki hljóti að líða illa og eiga dálítið mikið bágt á sálinni.
Skógræktarfélag Heiðsynninga hefur í félagi við nokkur fyrirtæki opnað Hofstaðaskóg og komið þar upp smá aðstöðu fyrir ferðamenn ásamt því að leggja göngustíga um skóginn.
Ekki var talið gerlegt að koma .þar upp sorpíláti enda sorpþjónusta sveitarfélagsins bundin við gáma sem staðsettir eru á nokkrum stöðum í sveitarfélaginu.
Á planinu við Hofstaðarskóg stóð hinsvegar stórsekkur hálfur af kurli sem notað er til viðhalds skógarstígunum.
Það var ekki að spyrja að því að sumir " náttúrunnendurnir " sem áðu við skóginn töldu upplagt að setja ruslið sitt í kurlsekkinn í stað þess að kippa því með og setja í næsta gám sem er í nokkurra km. fjarlægð í hvora áttina sem er haldið.
Mín reynsla er hinsvegar sú að sýnileg fyrirferð í varningum sé margfalt minni eftir notkun og lítið mál að kippa þessu með hvort sem farartækið er á fjórum fótum eða hjólum.
Og að þessum skrifuðu orðum loknum á að skella kampernum á pikkann og yfirgefa svæðið áður en fer að rigna fyrir alvöru.
Þetta er frekar skipulagslaust ferðalag bæði hvað viðkomustaði og ferðalok varðar, en slíkur ferðamáti hentar mér ákaflega vel.
Aðaláhyggjuefnið í augnablikinu er að ekki hafa tekist samningar um þátttöku Vasks í orlofinu.
22.07.2010 08:02
Miklaholtskirkja. - Kirkjugarðurinn sléttaður.
Þó við sveitungarnir séum kannski ekki kirkjuræknasta lið heimsbyggðarinnar erum við prýðilega sett hvað kirkjufjöldann varðar.
Okkur þessum 140 sálum duga ekki færri en 3 kirkjur sem eru hæfilega dreifðar um sveitarfélagið.
Það er athafnasamt fólk í sóknarnefnd sem sinnir þessum guðshúsum og kirkjugörðum vel í öfugu hlutfalli við ásókn sóknarbarnanna í kirkjurnar.
Nú er nýbúið að taka kirkjugarðinn við Miklaholtskirkju í endurnýjun lífdaganna, slétta hann og girða upp.
Miklaholtskirkja er að mestu í umsjón staðarhaldara, hennar Gyðu í Miklholti sem sér nú fram á bjartari daga með alla umhirðu garðsins og ótal varnaraðgerða vegna þess að girðingin hefur ekki verið fjárheld..
Hellulögnin var illa komin og endurnýjuð. Hér sjást óljóst tveir ævafornir legsteinar sem komu í ljós en ekkert læsilegt sást á þeim.
Garðurinn var sléttaður og nú er spurningin sú hvort þökurnar lifa af þurkana og hitann sem hefur verið látlaus síðan þær voru lagðar.
En í þessum skrifuðu orðum er farið að rigna og nú er bara að vona að rigni þar til við erum orðin ánægð með úrkomumagnið og lengd óþurrkakaflans.
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334