29.07.2010 11:36

Tamning fjárhunda. Námskeið í Mýrdal.


Fjárhundanámskeið Mýrdal Kolbeinstaðarhr. sjá    hér.  

28.07.2010 20:29

Ónýtt orka og sundlaugin í Krossnesi.

Sundlaugin í Krossnesi í Árneshrepp er skemmtilegt dæmi í sundlaugarflórunni.



 Hún er opin alla daga en lokuð yfir blánóttina. Enginn sundlaugarvörður og gestum treyst til að borga aðgangseyrinn. Komin nokkuð til ára sinna en snyrtileg.



 Vatnið er greinilega sjálfrennandi upp úr borholunni og hitinn er um 65 gráður.  Enginn dælingarkostnaður. Og enginn Reykjavíkurpípari komið nálægt tengidæminu.
Vonandi halda svo laga og reglugerðamöppudýrin sig líka frá staðnum.



 Hérna fossaði afgangsvatnið af svæðinu niður sjávarbakkann. Ég giskaði á að þarna rynnu niður á milli 5 og 10 l/sek. sem er veruleg orka umreiknuð í kw.

 
Það eru ekki nema örfáir km á Norðurfjörð og í ferðaþjónustuna Urðartind þar sem svona  þriðjungur þessa vatns myndu gjörbreyta allri aðstöðu.



 Og Krossnesbændur búa greinilega við fleiri hlunnindi en heitt vatn.



 Já það var margt að sjá í Árneshreppnum.

27.07.2010 20:06

Vestfirðir. Loksins smáfrí.

 Stefnan var til að byrja með tekin á strandirnar sem litu best út varðandi rigningarspár helgarinnar.

Það reyndust síðan hefðbundanar rigningaspár á þessarra síðustu tíma, engin rigning  enda var sama sagan allstaðar í ferðinni að þurrkarnir eru orðnir til verulegra vandræða.



 Þarna var fyrsti næturstaðurinn en hér sér inn Ingólfsfjörðinn og veðrinu þarf ekki að lýsa nánar.

Hinumegin við fjörðinn blasti Seljanes við með Drangajökul í baksýn.



 Norðurfjörður með Reykjaneshyrnuna í hina áttina og þrátt fyrir að þarna uppi á hálsinum sæist ekki eða heyrðist í einum einasta fugli fór vel um okkur þarna.

 Tófugata yfir mýri rétt hjá áningastaðnum útskýrði ýmislegt varðandi ástand fuglastofnsins.

Símasambandið var talsvert stopult í ferðinn sem var ágætt, en hér er næturstaður ofan Ísafjarðar.


 Hér er áð um næturstund í Austmannsdal. Einum af Ketildölunum í Arnarfirði. Þarna gómaði bóndinn í Grænuhlíð mig með lausan hund innan um féð sitt en brást glaður við, þegar hann þekkti okkur Vask eftir námskeiðshald þarna vestra fyrir nokkrum árum.

 Það búa góðar vættir í svona myndarlegum fjöllum og þarna var gott að gista eins og annarstaðar þarna vestra.

 Morguninn eftir var þetta skoðað m.a. en meira um það síðar.

Flettingar í dag: 3062
Gestir í dag: 117
Flettingar í gær: 668
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 651160
Samtals gestir: 57993
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:36:02
clockhere