12.09.2010 06:44
Bygguppskera í máli og myndum.
Það er óvanalega gott útlitið í byggræktinni þessa dagana. Mikið af fullþroska ökrum sem er með allra fyrsta móti hér og tíðarfarið er varla hægt að kalla annað en afbrigðilega gott.
Hér er verið á Pilvíakri í Söðulsholti velþroskuðum og með ágætu uppskerumagni, þegar létti til í gær.
Það er farið nánast á milli skúra og þreskt en gegnum þurrkarann eru að fara um 20 tonn á sólarhring af byggi með þetta þurrefnisstig ( yfir 70 %).
Fullþroska Pilvíyrki.
Þetta er annað árið sem Pilvíið er notað hér. Það reyndist vel í fyrra og er að gefa mikla uppskeru. Nú eru legurnar að ergja okkur en það á reyndar við um allt 6 raða byggið nema auðvitað Lóminn.
Pilví, Judith og Lómur eru aðalsáðtegundirnar.
Það er akkúrat svona sem þurrkmeistarinn og við hinir viljum hafa þetta. Sést varla grænt korn.
Það er stefnt að því að hirða hálminn hér, annars væri vélin stillt til að saxa hann niður og dreifa honum fyrir aftan sig til niðurplægingar.
Undir gólfinu eru loftstokkar svo hægt er að blása undir stæðuna. Velþroskuðu þurru byggi er hægt að halda köldu dögum saman.
Við erum aðeins farnir að setja inn á gólf þar sem bygginu er haldið köldu. Ef langtímaspáin gengur eftir með nokkra þurra daga í næstu viku má hinsvegar búast við að tekið verði á því og allt þreskt sem er tilbúið.
Já, það væri fínt að fá afkomugott ár, annað árið í röð .
Eftir öll mögru árin.
10.09.2010 21:53
Hóstandi smalahestar, afastelpa og endalaus blíða.

Hyrjar og Stígandi ásamt Össu og Vask. Nú eru klárarnir hóstandi, Assa gerir það gott vestur í Dölum og Vaskur verður varla tekinn með í Selfjallið oftar( eða alvöruleitir). Já allt er í heiminum hverfult.
Já þetta næstöflugasta hestagengi sem ég hef notað í leitum, var afskrifað í snatri þrátt fyrir að vera nýjárnað. Öflugasta hestagengið var reyndar einn hestur í gamla daga en það er önnur saga eða annað blogg.
Svo birtist afastelpan og reddaði málunum. Hún leyfði föðurnum að koma með í þetta sinn en nú styttist í að hann verði skilinn eftir heima.

Hún kom færandi hendi með feðgana Þrym og Neista nýjárnaða svo nú getur afi gamli tekið gleði sína á ný náist samningar við konu og dóttir um afnot af þeim.

Afastelpan er svolítið sérsinna hestamanneskja og vill ógjarnan vera í öðru en kjól í hestamennskunni. Nú var hún samt talin á að vígja reiðbuxurnar frá ömmu enda eru þær sama merki og afa buxur. Kjólnum var samt ekki sleppt.
Svo nú verður farið í að nota þetta endalausa (7- 9- 13 )blíðviðri til að koma mér og klárunum í pínu betra leitarform.
Já . Nú á hún vel við gamla vísan mín sem ég sá í Skessuhorni í fyrradag.
Sú ljúfa þrá í laumi virðist blunda,
en lifnar sterk er kemur haustsins tíð.
Ég legg á fjöll með hesta mína og hunda,
og hef þess beðið órór nokkra hríð.
08.09.2010 07:19
Þresking hafin á fullu.
Við Yrkjamenn þurfum að vera nokkuð grimmir við okkur með þroska og þurrefnisstig byggsins við þreskingu.
Bæði fer umtalsverður hluti uppskerunnar í sölu þar sem vissar gæðakröfur eru gerðar og síðan er illa þroskað bygg dýrt og ódrjúgt í þurrkun.
Í hitabylgjunni sem nú stendur yfir gengur þroskinn hratt og nú er hver akurinn á fætur öðrum að verða tilbúinn í þreskingu.
Fallegt og velþroskað kornið er því farið að streyma í vagnana, þurrkarann og síðan í geymslusílóin með yfir 70 % þurrefni við uppskeru.
Eina sem angrar okkur er að of mikill áburður ( N ) hefur verið notaður sumstaðar í þessari árgæsku sem lýsir sér í gríðarlegri sprettu, seinna þroskastigi og legum á sumum akranna.
Þessir gróskumiklu akrar sem litu svona út í júlílok eru farnir að gulna verulega en miklar legur hrjá þá og svo er alltof mikið grænt í þeim enn.
Við erum ekki farnir að taka byggið inn á gólf enn, en það gæti orðið í vikunni ef okkur líst ekki á langtímaspána.
Ef allt næst upp þá stefnir í uppskerumet og í fyrsta skipti í rækunarsögunni stefnir svo í að við náum sáðkorni til að nota næsta vor.
Það er mikils virði, því þó maður beri sig mannalega hér á síðunni stendur allt í járnum í byggræktinni og margt dapurt uppskeruárið að baki.
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334