08.09.2010 07:19

Þresking hafin á fullu.

 Við Yrkjamenn þurfum að vera nokkuð grimmir við okkur með þroska og þurrefnisstig byggsins við þreskingu.

 Bæði fer umtalsverður hluti uppskerunnar í sölu  þar sem vissar gæðakröfur eru gerðar og síðan er illa þroskað bygg dýrt og ódrjúgt í þurrkun.

 Í hitabylgjunni sem nú stendur yfir gengur þroskinn hratt og nú er hver akurinn á fætur öðrum að verða tilbúinn í þreskingu.



 Fallegt og velþroskað kornið er því farið að streyma í vagnana, þurrkarann og síðan í geymslusílóin með yfir 70 % þurrefni við uppskeru.

Eina sem angrar okkur er að of mikill áburður ( N ) hefur verið notaður sumstaðar í þessari árgæsku sem lýsir sér í gríðarlegri sprettu, seinna þroskastigi og legum á sumum akranna.



 Þessir gróskumiklu akrar sem litu svona út í júlílok eru farnir að gulna verulega en miklar legur hrjá þá og svo er alltof mikið grænt í þeim enn.



 Við erum ekki farnir að taka byggið inn á gólf enn, en það gæti orðið í vikunni ef okkur líst ekki á langtímaspána.

 Ef allt næst upp þá stefnir í uppskerumet og í fyrsta skipti í rækunarsögunni stefnir svo í að við náum sáðkorni til að nota næsta vor.



Það er mikils virði,  því þó maður beri sig mannalega hér á síðunni stendur allt í járnum í byggræktinni og margt dapurt uppskeruárið að baki.

Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 423803
Samtals gestir: 38572
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 03:12:55
clockhere