01.10.2010 22:07
Vaskur. Algjör snillingur.
Stundum vægir sá sem vitið hefur meira og ég ákvað að láta þær bíða því ég var fallinn á tíma í leitum dagsins og stutt í klettana fyrir þær.
Það var farið í dag og nú var Vaskur hafður með en dömurnar skildar eftir heima.
Það var búið að stinga út staðsetninguna á rollunum og með slatta af heppni átti þetta að takast.
Við vorum orðnir andstuttir og skrefstuttir þegar við vorum komnir í ásættanlega hæð og kíktum yfir síðusta leitið.
Hér virtum við félagarnir aðstæðurnar fyrir okkur.
Vaskur staðsetur kindurnar og vissi alveg nákvæmlega hvað hann ætti að reyna að gera, enda ekki á ferðinni í fyrsta sinn þarna.
Og súmmuðum þetta fyrir ykkur hin en þarna voru 3 tvílembur dreifðar um dalinn. Sú neðsta (mjög óljós) var óþægilega nálægt gjáarbrúninni sem hún myndi umsvifalaust leita í þegar hún yrði vör við okkur.
Hernaðaráætlunin var sú að hann tæki góðan sveig fyrir ofan þær og kæmist hinu megin við þær og niðurfyrir þessa neðstu án þess að rollurnar yrðu hans varar.
Það var bara eitt hvísl, "Hægri sækja " og sá gamli lagði í hann.(Sést óljóst yfir Déinu í Dalsmynni.) Ekki í spyrnu allt úthlaupið eins og fyrrum en furðu ferðdrjúgur.
Slattinn af heppninni var með í þetta sinn og hann kom þessum efri af stað í leiðinni en náði þessari neðstu svo án þess að hún uggði að sér. Náði semsagt öllum frá Gjánni.
Síðan tók slagurinn við að koma hópnum saman niður klettabeltin niður á dalinn.
Komnar niður eitt beltið og nú þarf að ná hópnum saman.
Ekki málið.
Beint á staðinn þar sem hjólið beið mín í hlíðinni.
Og erfiðasta leit vikunnar bíður mín á morgun.
27.09.2010 21:58
Smalahundsvígsla.landslagsmyndir og rollustúss.
Þessi vika sem nú fer í hönd mun alfarið helguð blessaðri sauðkindinni.
Það verður smalað á fjöllum 4 daga og fimmtudagurinn verður tekinn í ómskoðanir og líflambaval.
Eftir næstu helgi verða síðan þau lömb sem eiga að lágmarka tapið á sauðfjárhaldinu send í kaupstaðinn.
Fyrsta smölun var framin í dag á austurhluta Núpudalsins eða fjalllendi Dalsmynnis.
Þeta er ósköp notaleg afréttar eða heimalandsmölun og einungis fóru 3 í fjall en það er nú í boði góðra hunda.
Séð inn Núpudalinn en það var nú alls ekki svona kuldalegt í dag.
Það er alltaf ákveðinn spenningur þegar farið er með fjárhund í fyrstu leitina hans.
Frumtamningunni lokið og gott betur, góð frammistaða í keppni að baki o.sv.frv.
Það er samt ekkert próf á við það að fara með unghundinn einan í erfiða smölun að sjá hvernig hann stendur sig.
Dáð komin í fyrsta áningarstaðinn og búin að læra hvernig á að fylgja hestum í smalamennsku .
Nú er ég óvanalega illa hundaður og 2 ára tíkin mín hún Dáð átti að þreyta frumraunina.
Þar sem ég treyst mjög mikið á hunda í leitum er allaf blendin tilfinning að hafa einungis óslípaðan hund í leit, því stór hluti af snilld góðs smalahunds fæst ekki fyrr en eftir þjálfun í alvöruvinnu.
Hér náði hún að stoppa þessar tvær af áður en þær stungu sér niður í Hvítuhlíðargilið og rétt eftir að þessi mynd small af hjóluðu rollurnar báðar í hana.
Hún var snögg að afgreiða þær og hér slakar hún aðeins á fyrir næstu rimmu.
Það sem vantaði í tamninguna á henni í dag, var að geta sent hana langt frá mér án þess að hún sæi kindurnar. og síðan var reynsluleysið mjög bagalegt þegar hún var komin með kindur í návígi við læk eða á og heyrði ekki til mín. Það eru svo ýmsir smávægilegir ræktunargallar sem þarf að lagfæra en ekki verða ræddir hér af tillitsemi við rækendurna.
Hvítuhlíðarkollurinn er örnefnið sem allt miðast við í skipulagningu leitarinnar.
Hér er yngri bóndinn mættur á Kollinn efir að hafa skilað af sér efsta manni inn í Tungurnar.
Hér blasir Þórarinsdalurinn við vestan Núpár ásamt samnefndu gili og múla til vinstri. Núpuskarðið þar uppaf.
Þetta svæði verður smalað á morgunn en hér til hægri er svæði sem nefnist Eyjalágar og var löngum smalað fótgangandi þar til ég fór að stjórna málum þar. Þar verður smalað á hestum á morgun.
Þetta er hluti þess fjár sem kom úr Tungunum og bakhlið Dalsmynnisfellsins í hinum enda myndarinnar. Núpudalurinn til hægri.
´Hann er að sjálfsögðu sá allra flottasti og haustlitirnir voru ekki að skemma augnakonfektið.
Þessi vika verður fljót að líða.
26.09.2010 07:22
Er hann Tinni að ná sér??
Stundum gerist það þegar ég fæ ókunnan hund í hendurnar að það er eins og eitthvað smelli saman og við náum strax mjög góðu sambandi.
Þannig var það með okkur Tinna þegar hann birtist hér í ág.sl. Sjá hér.
Það kom hinsvegar fljótt í ljós að hann stakk við á öðrum framfæti og það ágerðist þegar ég byrjaði að vinna með hann í kindum.
Hann var því settur í bið og ákveðið að fara með hann í myndatöku og fá að vita hvað væri í gangi.
Fyrst var kíkt við á dýraspítalanum í Víðidal. Það var mikil upplifun fyrir tamningarliðið sem fór með hann þangað að setjast þar inná biðstofu með fullt af konum sem voru með allskonar hundaafbrigði mismunandi mikið klædd og hlusta á umræðurnar um sjúkrasögu dýranna.
Sú sem kíkti á Tinna sagði að ekki væri tími fyrir myndatöku. Það þyrfti að svelta hundinn því ekki yrði bógurinn myndaður án svæfingar. Hún lagði til að pantaður yrði tími í næstu viku , koma yrði snemma dags og þetta myndi taka langan tíma.
Hún benti síðan vinsamlegast á að það væri fýla af hundinu og hann yrði að koma baðaður ! !
Þegar sá gamli heyrði þetta var hinn rómaði spítali í Víðidalnum afskrifaður snarlega.
Það var því mikill léttir þegar ræktendur Tinna, Staðarhúsabændur höfðu samband , sögðu Björgvin dýralækni verða hjá þeim daginn eftir og kæmi með myndavél með sér.
Engar kröfur voru gerðar um svelti eða baðferðir.
Við Tinni mættum á staðinn, teknar tvær myndir og kveðinn upp úrskurður um leið.
Bólgur í vöðvafestingum við bóglið, sem hefðu trúlega komið af miklu höggi eða stuði framan á bóginn fyrir langalöngu.
Taka yrði hundinn í lyfjameðferð og halda honum sem hreyfingarminnstum í 15 daga.
Með illu skal illt út reka sagði Björgvin þegar ég kvartaði fyrir hönd okkar Tinna um kvalræðið sem fylgdi 15 daga innilokun í búri, og vera svo í bandi við að sinna líkamsþörfunum utandyra.
Nú notar Tinni hægri framfót en eins og sést á myndinni er orðinn stærðarmunur á framfótunum vegna heltinnar.
Nú fer að síga á þessa 15 daga og Tinni virðist vera óhaltur en það er ekki að marka því einhver verkjalyf eru í lyfinu.
Hann hefur fóðrast mjög vel þennan tíma og þyngst sem hann þurfti að gera.
Það er gaman að sjá hvað honum líður vel og það er búin að safnast upp í honum gríðarleg orka og spurning hvort ekki fer allt úr böndunum þegar hann fær að leika lausum hala á ný.
Og sjaldan launar kálfur ofeldið því á sínum fyrstu dögum í sveitinni lék Tinni illa á mig og á nú von á erfingjum.
Og aðalsmalatíkin mín hún Snilld verður víst í fríi í þriggja daga leitum sem í hönd fara næstu vikuna.
Fokkings.
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334