03.10.2010 20:58
Lokaleit einnar af öflugustu rolluleitarsveitum landsins.
Um níuleitið vorum við komin í hnakkana sem ríðandi fórum, og vorum hvergi bangin þrátt fyrir norðan gjóluna og smá rigningarhraglanda.
Atli , Guðný og Vaskur fóru hinsvegar bílandi vestureftir og innfyrir Hlíðarhornið en þaðan yrði féð sem af innfjallinu kæmi flutt akandi til byggða.
Það átti að smala Selsfjallið ásamt vestan og sunnanverðu Hafursfelliinu.
Við hestafólkið áttum erfiða leið fyrir höndum uppúr Núpudalsbotninum eða vestur úr Núpuskarðinu inná leitarsvæðið.
Leitin sjálf er síðan mjög erfið vegna þess annarsvegar, að landið er bratt giljaskorið og erfitt yfirferðar.
Hinsvegar er þarna samansafn af mjög erfiðu flækingsfé sem stoppar þarna við varnarlínuna sem liggur þvert yfir nesið og veit ekkert hvert það á að fara.
Sé farið uppúr Núpudalsbotninum er farið hér vestan gilsins uppí yfir 600 m.hæð og er þá komið innarlega á fyrirhugað leitarsvæði.
Ég held að þetta svæði hafi ekki verið leitað af ríðandi leitarmönnum fyrr en ég kom að málinu.
Það er mikið gengið með hestunum líkt og í Svaðilfaraferðum Þórðar á Laugarlandi ( ég á þær eftir)
og hér eru Iðunn og Linda á leið uppí Eyjalágarnar. Linda sem er nýkomin frá Þýskalandi er nú ekki fullgildur sérsveitarmaður enn.
Þessar komu á móti okkur frá Atla og có sem smalaði dalverpið suðuraf Núpuskarðinu.
Þetta er eins og áður segir dálítið hrikalegt landslag sundurskorið af giljum bæði langs og þvers.
Hér sést inneftir Laxárgljúfrinu og girðingarstæði varnarlínunnar sem liggur eftir vesturbrún þess sést nokkuð vel.
Hérna eins og reyndar í öllum smalamennskum sem ég kem nálægt byggist allt á góðum hundum.
Hér er Dáð að rétta kúrsinn af þessum áður en þær ná næsta gili.
Þetta er fjórði dagurinn sem hún fer í erfiða leit með mér og hún mun fá extra blogg seinna fyrir algjörlega frábæra frammistöðu.
Ég hef óskaplega oft verið betur ríðandi í leitum en þetta haustið, með fullri virðingu fyrir félaga Þrym sem er ágætur en ekki eins rosalega góðir og allir hinir.
Ég setti þessa mynd hér, vegna þess að nákvæmlega þarna gleymdi ég reiðmúlnum hennar Höllu Sifjar. Muna að taka hann næsta ár.
F.v. Vaskur frá Dalsmynni, Dáð frá Móskógum og Mýra frá Setbergi raða sér kringum safnið.
Hér erum við komin niður úr innfjallinu og hundarnir raða sér kringum safnið á meðan verið er að græja aðhaldið og flutningstækið.
Hér eru Atli og Dóri að gera klárt en þetta voru tvær ferðir með rúmar 50 kindur.
Linda, Dóri,Iðunn og Guðný í matarpásunni með Hlíðarhornið í baksýn.
Þetta var síðasta alvöruleit haustsins og fyrir tilviljun fannst ölkassi í bílnum.
Og þetta er skemmtilegasta barborð sem ég hef lagt bauk frá mér á.
Síðan voru smöluð vestur og suðurhlíð Hafurfellsins og var féð ýmist tekið á bílinn á leiðinni eða rekið að Dalsmynni og náðust alls um 125 kindur.
Af þeim voru 18 frá Dalsmynni sf.
Fyrir áhugafólk um leitir og landslag eru fleiri myndir HÉR
01.10.2010 22:07
Vaskur. Algjör snillingur.
Stundum vægir sá sem vitið hefur meira og ég ákvað að láta þær bíða því ég var fallinn á tíma í leitum dagsins og stutt í klettana fyrir þær.
Það var farið í dag og nú var Vaskur hafður með en dömurnar skildar eftir heima.
Það var búið að stinga út staðsetninguna á rollunum og með slatta af heppni átti þetta að takast.
Við vorum orðnir andstuttir og skrefstuttir þegar við vorum komnir í ásættanlega hæð og kíktum yfir síðusta leitið.

Hér virtum við félagarnir aðstæðurnar fyrir okkur.

Vaskur staðsetur kindurnar og vissi alveg nákvæmlega hvað hann ætti að reyna að gera, enda ekki á ferðinni í fyrsta sinn þarna.
Og súmmuðum þetta fyrir ykkur hin en þarna voru 3 tvílembur dreifðar um dalinn. Sú neðsta (mjög óljós) var óþægilega nálægt gjáarbrúninni sem hún myndi umsvifalaust leita í þegar hún yrði vör við okkur.
Hernaðaráætlunin var sú að hann tæki góðan sveig fyrir ofan þær og kæmist hinu megin við þær og niðurfyrir þessa neðstu án þess að rollurnar yrðu hans varar.

Það var bara eitt hvísl, "Hægri sækja " og sá gamli lagði í hann.(Sést óljóst yfir Déinu í Dalsmynni.) Ekki í spyrnu allt úthlaupið eins og fyrrum en furðu ferðdrjúgur.
Slattinn af heppninni var með í þetta sinn og hann kom þessum efri af stað í leiðinni en náði þessari neðstu svo án þess að hún uggði að sér. Náði semsagt öllum frá Gjánni.

Síðan tók slagurinn við að koma hópnum saman niður klettabeltin niður á dalinn.

Komnar niður eitt beltið og nú þarf að ná hópnum saman.

Ekki málið.

Beint á staðinn þar sem hjólið beið mín í hlíðinni.

Og erfiðasta leit vikunnar bíður mín á morgun.
27.09.2010 21:58
Smalahundsvígsla.landslagsmyndir og rollustúss.
Þessi vika sem nú fer í hönd mun alfarið helguð blessaðri sauðkindinni.
Það verður smalað á fjöllum 4 daga og fimmtudagurinn verður tekinn í ómskoðanir og líflambaval.
Eftir næstu helgi verða síðan þau lömb sem eiga að lágmarka tapið á sauðfjárhaldinu send í kaupstaðinn.
Fyrsta smölun var framin í dag á austurhluta Núpudalsins eða fjalllendi Dalsmynnis.
Þeta er ósköp notaleg afréttar eða heimalandsmölun og einungis fóru 3 í fjall en það er nú í boði góðra hunda.
Séð inn Núpudalinn en það var nú alls ekki svona kuldalegt í dag.
Það er alltaf ákveðinn spenningur þegar farið er með fjárhund í fyrstu leitina hans.
Frumtamningunni lokið og gott betur, góð frammistaða í keppni að baki o.sv.frv.
Það er samt ekkert próf á við það að fara með unghundinn einan í erfiða smölun að sjá hvernig hann stendur sig.
Dáð komin í fyrsta áningarstaðinn og búin að læra hvernig á að fylgja hestum í smalamennsku .
Nú er ég óvanalega illa hundaður og 2 ára tíkin mín hún Dáð átti að þreyta frumraunina.
Þar sem ég treyst mjög mikið á hunda í leitum er allaf blendin tilfinning að hafa einungis óslípaðan hund í leit, því stór hluti af snilld góðs smalahunds fæst ekki fyrr en eftir þjálfun í alvöruvinnu.
Hér náði hún að stoppa þessar tvær af áður en þær stungu sér niður í Hvítuhlíðargilið og rétt eftir að þessi mynd small af hjóluðu rollurnar báðar í hana.
Hún var snögg að afgreiða þær og hér slakar hún aðeins á fyrir næstu rimmu.
Það sem vantaði í tamninguna á henni í dag, var að geta sent hana langt frá mér án þess að hún sæi kindurnar. og síðan var reynsluleysið mjög bagalegt þegar hún var komin með kindur í návígi við læk eða á og heyrði ekki til mín. Það eru svo ýmsir smávægilegir ræktunargallar sem þarf að lagfæra en ekki verða ræddir hér af tillitsemi við rækendurna.
Hvítuhlíðarkollurinn er örnefnið sem allt miðast við í skipulagningu leitarinnar.
Hér er yngri bóndinn mættur á Kollinn efir að hafa skilað af sér efsta manni inn í Tungurnar.
Hér blasir Þórarinsdalurinn við vestan Núpár ásamt samnefndu gili og múla til vinstri. Núpuskarðið þar uppaf.
Þetta svæði verður smalað á morgunn en hér til hægri er svæði sem nefnist Eyjalágar og var löngum smalað fótgangandi þar til ég fór að stjórna málum þar. Þar verður smalað á hestum á morgun.
Þetta er hluti þess fjár sem kom úr Tungunum og bakhlið Dalsmynnisfellsins í hinum enda myndarinnar. Núpudalurinn til hægri.
´Hann er að sjálfsögðu sá allra flottasti og haustlitirnir voru ekki að skemma augnakonfektið.
Þessi vika verður fljót að líða.
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334