18.10.2010 04:28

Hrútasýning.- Þegar Gnarr kom sá og sigraði- , næstum.

 Héraðssýning lambhrúta var haldin hér á Nesinu á laugardaginn.

Þar sem sauðfjárvarnarlína skiptir svæðinu voru sýningarnar tvær, sitt hvoru megin girðingar í Haukatungu og Hjarðarfelli.
Dalsmynningar mættu að sjálfsögðu hjá vinum sínum á Austurbakkanum, reyndar í fyrsta sinn síðan hrútasýningar voru endurvaktar.

Allt um sýninguna, smella  hér. Búi fjárræktarfélag.


Fjárhúsin hjá Helgu og Ásbirni í Haukatungu eru glæsileg og efst á lista hjá undirrituðum í komandi fjárhúsabloggum.

 Vinir mínir á Austurbakkanum mættu hinsvegar dræmlega til sýningar annaðhvort vegna þess að hrútarnir þeirra voru ekki nógu góðir eða of góðir til að láta sjá sig.

Annar þessara svörtu vann mislita flokkinn með "aðeins" 38 í bakvöðva. Eigandinn Eyvindur í Tröð t.h.á myndinni.

 Sá sem vann hyrnda flokkinn og dæmdist besti hrútur sýningarinnar var frá Gaul í Staðarsveit og hér er Heiða með farandskjöldinn fyrir besta hrútinn.




Það mættu 46 hrútar til dóms í fl. hyrndra.
F.v. Eggert, Hofstöðum 3. s. Guðný Linda, Dalsmynni 2.s. Heiða, Gaul 1. s.



Eigendur þriggja efstu í fl mislitra en þar mættu 15 hrútar í dóm.
F.v. Þór, Hellisandi 3 sæti, Gísli, Álftavatni 2 sæti  og Eyvindur í Tröð 1 s..



 Aðeins mættu 7 kollóttir til dóms og voru þeir allir vestan girðingar.
Harpa Hjarðarfelli 3. s.  Lauga Hraunhálsi 2. s. og Guðbjartur Hjarðarfelli 1 .s.


Dalsmynningurinn sem lenti allsendis óvænt í öðru sætinu var þokkalegur ásetningshrútur á laugardagsmorguninn en er allt í einu orðin mikil  gersemi í dag.

Hann gengur undir nafninu GNARR vegna síns skjóta frama en vonandi vinnur hann sín embættisverk af meiri festu og öryggi en nafni hans.

Hann er fæddur þrílembingur undan mjög efnilegri á sem gekk með tveim lömbum gemlingsárið og hefur verið þrílemd í þau tvö skipti sem hún hefur borið síðan. Eftir tvævetluárið er hún komin með 6.90 í afurðastig.


 Bringubreiður eins og nafni sinn.



 Blái bletturinn á bakinu er náttúrulega  til þess að Vaskur þekki hann úr hópnum og geti sótt hann einan úr hópnum.




Ekki slæmt að vera kominn á blað með ræktunargúrúunum.emoticon





 

Flettingar í dag: 2677
Gestir í dag: 498
Flettingar í gær: 588
Gestir í gær: 185
Samtals flettingar: 427742
Samtals gestir: 39412
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 09:55:46
clockhere