18.10.2010 04:28
Hrútasýning.- Þegar Gnarr kom sá og sigraði- , næstum.
Héraðssýning lambhrúta var haldin hér á Nesinu á laugardaginn.
Þar sem sauðfjárvarnarlína skiptir svæðinu voru sýningarnar tvær, sitt hvoru megin girðingar í Haukatungu og Hjarðarfelli.
Dalsmynningar mættu að sjálfsögðu hjá vinum sínum á Austurbakkanum, reyndar í fyrsta sinn síðan hrútasýningar voru endurvaktar.
Allt um sýninguna, smella hér. Búi fjárræktarfélag.
Fjárhúsin hjá Helgu og Ásbirni í Haukatungu eru glæsileg og efst á lista hjá undirrituðum í komandi fjárhúsabloggum.
Vinir mínir á Austurbakkanum mættu hinsvegar dræmlega til sýningar annaðhvort vegna þess að hrútarnir þeirra voru ekki nógu góðir eða of góðir til að láta sjá sig.
Annar þessara svörtu vann mislita flokkinn með "aðeins" 38 í bakvöðva. Eigandinn Eyvindur í Tröð t.h.á myndinni.
Sá sem vann hyrnda flokkinn og dæmdist besti hrútur sýningarinnar var frá Gaul í Staðarsveit og hér er Heiða með farandskjöldinn fyrir besta hrútinn.
Það mættu 46 hrútar til dóms í fl. hyrndra.
F.v. Eggert, Hofstöðum 3. s. Guðný Linda, Dalsmynni 2.s. Heiða, Gaul 1. s.
Eigendur þriggja efstu í fl mislitra en þar mættu 15 hrútar í dóm.
F.v. Þór, Hellisandi 3 sæti, Gísli, Álftavatni 2 sæti og Eyvindur í Tröð 1 s..
Aðeins mættu 7 kollóttir til dóms og voru þeir allir vestan girðingar.
Harpa Hjarðarfelli 3. s. Lauga Hraunhálsi 2. s. og Guðbjartur Hjarðarfelli 1 .s.
Dalsmynningurinn sem lenti allsendis óvænt í öðru sætinu var þokkalegur ásetningshrútur á laugardagsmorguninn en er allt í einu orðin mikil gersemi í dag.
Hann gengur undir nafninu GNARR vegna síns skjóta frama en vonandi vinnur hann sín embættisverk af meiri festu og öryggi en nafni hans.
Hann er fæddur þrílembingur undan mjög efnilegri á sem gekk með tveim lömbum gemlingsárið og hefur verið þrílemd í þau tvö skipti sem hún hefur borið síðan. Eftir tvævetluárið er hún komin með 6.90 í afurðastig.
Bringubreiður eins og nafni sinn.
Blái bletturinn á bakinu er náttúrulega til þess að Vaskur þekki hann úr hópnum og geti sótt hann einan úr hópnum.
Ekki slæmt að vera kominn á blað með ræktunargúrúunum.
17.10.2010 00:13
Fullt af eðalfjárhundsefnum !!
Það hefur ekki gotið hjá mér tík í rúm 2 ár.
Ég hef nú ekki tölu á því hversu margir hafa spurt mig um hvolpa á þeim tíma, en ef ég byggi við það að eiga hvolpa á lager væri það dágóður fjöldi sem ég hefði logið inn á saklausa hvolpaleitendur.
Tíkurnar út af henni Skessu gömlu eru ákaflega frjósamar eins og hún.
9 - 12 hvolpar í goti algengt sem er algjörlega í efri mörkunum..
Dóttir hennar átti 9 hvolpa í síðasta goti fyrir tveim árum.

Takið eftir takmarkalausri virðingunni sem þeir bera fyrir blessuðum húsbóndanum. Þetta mættu fleiri taka sér til fyrirmyndar.
Ég er alltaf jafn hrikalega montinn af þessari mynd af hvolpunum úr því goti, því þarna var allur hópurinn búinn að læra að hlýða komuflautinu og að setjast við psssst skipun.
En svo ég komi mér nú að efni þessa bloggs þá var hún Snilld sonardóttir hennar Skessu að gjóta á dögunum og átti að sjálfsögðu 9 hvolpa. (Tveimur of mikið fyrir minn smekk).

Og kynskiptingin er ekki í stíl við jafnréttisstefnu okkar íslendinga því niðurstaðan úr margendurtekinni kyngreiningu var 7 tíkur í pakkanum.
Já nú er það spurningin um eftirspurnina í kreppunni????

16.10.2010 08:09
Bitinn af Fálka !
Ég lít ránfuglana alltaf hornauga ,yfirleitt flottir en alltaf jafn gremjulegt að sjá þá elta uppi ognæla sér í bráð.
En þetta er samt gangur lífsins.
Tamningameistararnir í Söðulsholti voru á útreiðum i gær og ráku þá augun í fugl sem eitthvað var að.
Þetta reyndist vera vængbrotinn fálki.
Kaldur til augnanna og býsna rólegur í þessum framandi aðstæðum.
Hann var fangaður, komið í búr og að höfðu samráði við náttúrufræðistofnun ákveðið að koma honum í húsdýragarðinn til skoðunar og hjúkrunar.
Ég var settur í að koma honum úr búrinu í kassann sem við útbjuggum til flutningsins.
Hann notaði bæði kjaft og klær í þeim gjörningi svo ég er kominn með enn betri tilfinningu fyrir því hvað fórnarlömbin/fuglarnir mega þola hjá honum en áður.
Fálkanum var síðan komið í hendur lögreglu Borgarfjarðar og Dala í Borgarnesi og þeir áttu síðan að ljúka málinu.
Spurning hvort hann nær heilsu til að komast í loftið aftur til að bögga fuglana mína ?
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334