23.10.2010 13:52

Andstæðan við skuldugustu sveitarfélögin.



              SKULDASTAÐA SVEITARFÉLAGA. (aðeins  20 skuldminnstu.)

  
STUNDUM GETUR VERIÐ SKEMMILEGT AÐ VERA SÍÐASTUR/NEÐSTUR Á AFREKALISTANUM.


22.10.2010 14:03

Smalahundakeppni á Langanesi.



Keppni fyrir norð-austan

Austurlandsdeild Smalahundafélags Íslands auglýsir.

Smalahundakeppni verður haldin á Ytra-Lóni Langanesi  6. nóvember

Keppni hefst e.h. kl  1 og keppt verður í þremur flokkum

Unghundum,  B-flokki  og A-flokki.

Flokkur unghunda er ætlaður hundum sem fæddir eru 2008 og síðar,

B-flokkur er ætlaður keppendum með enga eða mjög litla keppnisreynslu og 

A-flokkur er svo ætlaður þeim sem hafa tekið þátt í fjárhundakeppnikeppni áður. 

Keppnin er öllum opin og viljum við í Austurlandsdeildinni  hvetja alla til þess að mæta og eiga glaðan dag á Langanesi.  Þetta er í fyrsta sinn sem haldin er keppni á Ytra-Lóni og því spennandi að sjá hvernig aðstæður þar reynast.  

Hægt er að fá gistingu á Ytra-Lóni.

Skráning hjá Sverrir í síma 8483010. Einnig hægt að skrá sig á staðnum.

f.h. deildarinnar

Þorvarður Ingimarsson


 Þetta getur stundum orðið erfitt.



  Vaskur í síðustu keppninni sinni nýbúinn að landa íslandsmeistaranumí A fl..

21.10.2010 21:59

Allt á fullu í fjósinu.

Nú er mestu burðarhrinunni lokið í fjósinu en um 20 kýr hafa borið síðasta hálfa mánuðinn.

 Einn kálfur fæðst dauður en  kvíguhlutfallið bara gott. Branda gamla sem ekki verður haldið aftur, yngdi sig meira að segja hraustlega upp með 2 kvígum.


 Það gengur á ýmsu í svona hrotu, verst hafa verið júgurbólgutilfellin í einum eða fleiri spenum í nokkrum. Ein fyrsta kálfskvígan var úrskurðuð með ónýtt júgur og önnur er varla húsum hæf vegna geðillsku. Ekkert doðatilvik og enginn súrdoði ( ennþá) er hinsvegar plúsinn.

  Það er svo alltaf hundfúlt þegar hámjólka kýrnar detta út vegna þess að júgrin þola ekki afköstin.

 Þau slitna niður og ef ekki er gefist upp á þeim vegna erfiðleika í mjöltum kemur eitthvað uppá og júgurbólgan klárar málið.


 Sem betur fer er þetta víst óþekkt nema hér, svo allir aðrir eru mjög hamingjusamir með 35 l. + kýrnar sínar.

 Já, og niðurskurðarhnífurinn + hrunafleiðingarnar er svo farið að bitna dálítið á okkur í mjólkurframleiðslunni.

Eins gott að við vorum búin var að finna upp 35 % lækkunina á framleiðsluverði mjólkur á næstu tíu árum.emoticon 

Flettingar í dag: 2678
Gestir í dag: 84
Flettingar í gær: 668
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 650776
Samtals gestir: 57960
Tölur uppfærðar: 21.11.2024 07:13:56
clockhere