16.12.2010 00:05
Aur og örsól.
Það var svo ætlunin að taka síðasta rollukikk haustsins af Dalsmynnisfellinu, en þegar uppfyrir túngirðinguna kom uppgötvaði ég að það myndi vera aur á öllum holtum á leiðinni og ótækt að enda árið á að spora þau.

Hér var allt frosið fyrir ári síðan og engin kind sjáanleg á Núpudalnum. Ég var svo að frétta það rétt í þessu að Snilld sem hér fylgist áhugasöm með húsbóndanum( ásamt minni heittelskuðu), hefði komist heilu og höldnu austur á Breiðdal í dag, en þar mun hún allavega eyða jólunum í góðu atlæti.

Skyrtunnan og Svörtufjöll standa alltaf fyrir sínu. Skyrtunnan úr blágrýti og Svörtufjöllin úr móbergi. Magnað.
Það er hér ofan af Dalsmynnisfellinu sem hægt er að kíkja í allar áttir ef ske kynni að einhverjar fjallafálur hefðu sloppið frá fráneygum Austurbakkamönnum sem hafa verið að fara með smásjá um Skógarströndina og Rauðmelsfjallið undanfarnar vikur.
Nú, svo eru 11 hross einhversstaðar týnd á svæðinu og ekki ónýtt að komast í hrossasmölun í fjallinu.
Hér sést Dalsmynnisfellið hinsvegar úr hinni áttinni en þessi mynd er tekin úr blágrýtinu á brún Hvítuhlíðargilsins á efri myndinni.

Ég á nú samt ekki von á svona fjárfjölda þegar ég kemst þarna inneftir einhvern næstu daga.
12.12.2010 23:43
Vorblíða í myrkrinu, og frjósemisguðinn blótaður ákaft.
Reyndar verður dálítið sóðalegt um, þegar rignir á þessum árstíma á frosna jörðina og hvolparnir sem eru að ólátast úti eins mikið og hægt er verða dálítið svona, lítið snyrtilegir í útliti.

Langamman hefur nú ekkert gaman að því að passa þessa ólátabelgi.
Þeim fækkar að vísu ört þessa dagana og ég er farinn að hálfsjá eftir þeim, því þessi aldur, tveggja mánaða er alveg meiriháttar skemmtilegur og þetta eru allt algjörir grallarar.
En það eru kannski? bara svona 9 vikur í næsta got. Ef það gengur upp kemur aftur betri tíð með blóm í haga eins og alltaf.

Nú er það spariræktunartíkin sem fær tækifæri að spreyta sig í kynbótunum.
Og rollusæðingarnar eru á fullu þessa dagana og aldrei þessu vant eru að ganga 8 - 10 ær á dag sem er mjög fint fyrir svona örbændur eins og okkur.

Já, já, þeirra tími kemur fyrr en varir.
Kýrnar fara svo ekki varhluta af frjótæknunum sem eru nánast að koma daglega í fjósið nú um stundir.
Já, bara nokkuð líflegt í sveitinni í svartasta skammdeginu.

09.12.2010 22:29
Fjárhúsúttekt að Hrísum í Flókadal.
Það er alveg sama hvað maður skoðar margar nýbyggingar, alltaf sér maður einhverjar nýjar útfærslur á tækni og vinnutilhögun.
Eftir gott kaffispjall hjá Dísu og Dagbjarti þar sem rætt var um hross, hunda, kindur og síðast en ekki síst skáldskap ýmisskonar , var farið í fjárhússkoðun.
Bassi litli frá Hæl er orðinn mjög áhugasamur,. Hann er undan Soo ( innfl) og Kost (innfl. foreldrar) frá Móskógum og ég spái honum miklum afrekum í lífinu.
Þetta eru um 500 kinda hús, skipt niður í 32 kinda stíur, með 2 fóðurgöngum eftir endilöngu húsinu.
Rúllunum er ekið fram með Sheffer liðlétting, 5 - 6 í einu á jötuna. Þegar bændunum finnst nóg étið er liðléttingurinn tekinn og moðinu ýtt beint út í sturtuvagn. Það er síðan nýtt í hross og uppgræðslu.
Jötunum er skipt í sjálfstæðar einingar á milli gagnstæðra stía og færast saman eftir því sem ést. Einungis þarf að færa jötustokkana upp.
Það er vel séð fyrir rekstrarþörfinni með gang hringinn í kring um stíurnar ( með útveggjum) og einum í miðju hússins.
Hér eru forystuær búsins. Mér leist vel á þá arnhöfðóttu sem var skynsamleg til augnanna. Hin var svona Austurbakkalegri.
Og forystusauðurinn kemur sér vel þessa dagana þegar verið er að leita að ám til að sæða en hann er að sjálfsögðu vel ræktaður og teymist eins og hundur.
Þessi myndarlega móbíldótta ær er ein sú afurðarhæsta á búinu.
Það voru býsna mörg litaafbrigði sjáanleg þarna.
Þessi botnótta var dálítið spes.
Já það hefur víkkað ansi mikið sjónarhringurinn síðan ég byggði fjárhúsin og flatgryfjurnar árið 1977.
Það er svo gaman að segja frá því að þegar þessi hús voru byggð kom byggingarflokkurinn frá Landstólpa fyrripart apríl mán.
Þ. 18 maí voru síðan settar kindur inn í fullkláruð húsin.
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334