05.04.2017 20:25
Og verðið ??
Netmiðlarnir hafa snarlækkað auglýsingarkostnaðinn hjá þeim sem eru að fórna sér í ræktunarstarf, til að halda við fjárhundum landsins
.
Sem áhugamaður um ræktunarstarfið fylgist ég þar með því sem í boði er hverju sinni.
Fell stundum fyrir freistingunni og áður en ég veit af hef ég fest mér hvolp til að kynnast nánar, einhverra hluta vegna.
En sem betur fer eru margir fleiri áhugasamir og alltaf jafn forvitnilegt að sjá hvernig þeir nálgast málið.
Auglýsingarnar eru að sjálfsögðu jafn misjafnar og þær eru margar. sumar ýtarlegar með góðum myndum ásamt því að nefna foreldra . Aðrar snubbóttari.
Ekki alltaf, en oftast byrja þeir áhugasömu á því að spyrja um verð.
Kannski skiljanlegt þegar illa launaðir fjárbændur eiga í hlut en samt ??
Verðlagið á BC hvolpum á íslandi er þannig, að mér finnst það nánast aukaatriði þegar kemur að því að velja sér hvolp til uppeldis og tamningar.
Aðalatriðið hlýtur að vera að baklandið sé þannig að líkurnar á góðu vinnudýri séu sem mestar.
Fyrir nokkrum vikum var t.d. komið til mín með 13 mán . hund til skoðunar.
Ættbókarfærður, undan "góðum smalahundum " og nefndu það bara.
Hann var hinsvegar laus við alla BC takta en hefði alveg getað stigast hátt í byggingu og útliti sem íslenskur gjammari. enda stökk hann geltandi beint í kindurnar og hékk í lærunum.
Bara fóðrið á þessum hundi er búið að kosta kaupandann á annað hundrað þús.
Sá stendur síðan væntanlega í sömu sporum og fyrir ári síðan með að fara að leita sér að efni í fjárhund.
Eins og það er skemmtilegt að skoða efnilegt fjárhundsefni hjá eiganda þess, finnst mér alltaf jafn ömurlegt að lenda í að kíkja á eitthvað sem er kannski algjörlega í hina áttina.
Þó eigandanum sé bent á að hundurinn sé ungur og allt geti breyst á stuttum tíma þá er oft erfitt að láta mikinn sannfæringakraft fylgja því.
Já , - ég fell sem sagt stundum fyrir freistingunni og kaupi mér tíkarhvolp til að ala upp og temja.
Ef vel tækist til myndi kannski koma ræktunartík útúr því sem slægi út það sem ég væri með.

Þó það hafi ekki gerst enn er þó bara eitt dæmi um að ekki hafi orðið nothæfur fjárhundur úr þeim sem ég hef keypt svona.
Þær hafi staðið undir fjárfestingunni með ( svona nokkurnveginn) áföllnum kostnaði
.

Reyndar spyr ég sjaldnast margs í þessum viðskiptum. Læt ættbókina duga. Og aldrei er spurt um verð hvolpsins. Segi bara ræktandanum að senda reikninginn.

Skrifað af svanur
25.03.2017 08:35
Taðhús eða ??
Það fylgja því ekki mörg vandamál að vera kominn með féð á tað.
Það er nauðsynlegt að þurrka heyið talsvert( efþað er vandamál. )

Eiga til hálm ef það tekst ekki.
Enginn sullugangur við brynningu os.sv.frv.
En það eina sem ég óttast verulega er að þurfa að taka sláturfé blautt inn, daginn fyrir afhendingu á bíl.
Á sunnanverðu Snæfellsnesi gerist það óhjákvæmilega.
Þá er fátt til bjargar . Fara verður varlega í að hálma, því hálmur í ull eða sem berst upp á sláturbíl er ekki til vinsælda fallinn.
Þetta hefur samt enn sloppið til.
Það þarf síðan að moka út taði 1.5 sinnumá ári. Einu sinni hreinsa allt út og í hitt skiptið er einungis mokað frá gjafaplöttunum.

Þetta er fljótlegt verk enda fjárbúið " hæfilega " stórt. Tekur hluta úr degi ef Sjefferinn hjá Hestamiðstöðinni fæst lánaður. Ekki hefur verið búið til plan B . skyldi það ekki takast.
Kostirnir við taðfjárhúsin eru þónokkrir, ekki síst ef haft er í huga að hagnaðurinn af sauðfjárræktinni er ekki til að hafa áhyggjur af.


Nú er lokið almokstrinum þetta árið og þar sem hálmbirgðirnar eru miklar miðað við arfaslæman hálmbúskap í fleiri ár en ég vil muna, var splæst rúllu í krærnar í tilefni dagsins.

Já nú þurfa þær að koma sér upp á 40 cm. háan plattann ef þær eiga að fá matinn sinn .
Skrifað af svanur
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334