13.03.2011 21:48

Söðulsholt. Kappreiðarnar miklu.

Það gekk mikið á í Hestamiðstöðinni í Söðulsholti á föstudagskvöldið.

 Snæfellingur stóð fyrir töltkeppni í reiðhöllinni og spannaði aldur keppenda frá fjögurra ára aldri og uppúr.

 Afastelpan hún Kolbrún Katla, sem var svo heppin að fá hana Vondísi lánaða hjá vinkonu sinni henni Kristínu skólastjóra átti góða stund í brautinni.


Og hún Hafdís Lóa á Minni Borg tók Kapal til kostanna.



 Gísli á Minni Borg þurfti að draslast með karl föður sinn með í þetta sinn  en hann á eftir að vinna sig útúr því.



 Allir fengu að sjálfsögðu pening fyrir frábæra frammistöðu. Nema hvað?



Bjarki frá Hraunholtum kominn með peninginn og Kötlu tekið að leiðast biðin eftir sínum.


 
Hér er greinilega eitthvað grafalvarlegt að ske, þó Óli sé nú eitthvað sposkur á svipinn.


 
Þar sem ég sérhæfi mig í ungviðinu þessi bloggin, er vísað til Söðulsholtssíðunnar  fyrir þá sem hafa áhuga á úrslitum í síðri flokkum töltmótsins.
Flettingar í dag: 1017
Gestir í dag: 353
Flettingar í gær: 588
Gestir í gær: 185
Samtals flettingar: 426082
Samtals gestir: 39267
Tölur uppfærðar: 7.5.2024 04:37:40
clockhere