15.03.2011 22:42

Áríðandi tilkynning. Er okkur sama??


Miðvikudaginn 16. mars munu SamFram skólarnir; Kvennó, MH, MR, MS og Versló, standa fyrir góðgerðatónleikum til styrktar Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Tónleikarnir verða haldnir í Hafnarhúsinu undir yfirskriftinni "Okkur er ekki sama!" Þar koma fram margir af flottustu tónlistarmönnum landsins og má meðal annars nefna Agent Fresco, Friðrik Dór og svo mæta Stebbi og Eyfi og taka Nínu.

Miðaverð við hurð verða 1500 kr. en fyrir þá sem ekki komast að en vilja þó styrkja gott ...málefni þá viljum við benda þeim á að Valdi&Freyr standa að baki tveimur símanúmerum, sem hægt er að hringja í og styrkja þar af leiðandi Mæðrastyrksnefnd.

500 kr.: 907-1050
1.000 kr.: 907-1010
Símanúmerin verða opin til miðvikudagsins 22.mars

Frá árinu 1928 hefur Mæðrastyrksnefnd verið til staðar fyrir fólk sem þarf á hjálp að halda. Upprunalega styrktu samtökin ekkjur látinna sjómanna en það hefur breyst. Nú geta einstæðir foreldrar, eldri borgarar og fjölskyldur leitað til þeirra.
Í hverri viku getur fólk komið í matarúthlutun á þeirra vegum. Aðsóknin hefur aukist gríðarlega á síðustu árum en þegar mest var sóttust um 700 heimili eftir hjálp. Þetta vandamál snertir okkur öll og vilja því SamFram skólarnir leggja sitt af mörkum með því að styrkja þetta málefni. Fáránlegt er að hugsa til þess að um 400 fjölskyldur í hverri einustu viku sækja mataraðstoð til þeirra. Okkur er ekki sama!

http://www.youtube.com/watch?v=EnzZFfUzaYc&feature=channel

14.03.2011 22:33

Hvolparnir. Æðislegir. Út í fyrsta sinn.

 5 -6 vikna eru hvolpar yfirhöfuð ómótstæðilegir.

Öllum ræktendum finnst akkúrat þá. að þarna sé hið fullkomna got á ferðinni.

 Jafnvel þó ræktandinn geri sér obbolitla grein fyrir því, að kannski vanti eitthvað pínulítið á fullkomleika foreldranna, trúir hann  að það hafi hrokkið fyrir borð í meðgöngunni.

 Já hér er semsagt hið fullkomna got á ferðinni og góður dagur þegar órabelgirnir komu í fyrsta sinn undir bert loft.



 Heimasætan var á ferð í sveitinni og þótti þetta ekki mjög leiðinlegt.


 Þeir komust strax í snjó og héldu auðvitað að svona ætti heimurinn að líta út.



 Þó búið sé að ráðstafa hópnum er þetta sú eina sem liggur fyrir hvert fer.



 Ræktandinn fullur bjartsýni um gæði framleiðslunnar. 7 tíkur, 4 loðnar , 4 þrílitar og ein með annað augað blátt.


 Þessi fyrir ofan er með hægra augað blátt en verður snögghærð,  dúllan fyrir neðan er kannski með svona dökkblá augu af málið er skoðað með jákvæðu hugarfari en verður fallega loðin..





 Fyrir væntanlega hvolpaeigendur er þessi reyndar frátekin líka.

 Nú eru framundan miklir rannsóknarleiðangrar hjá systrunum því þær fá að leika lausum hala útivið þegar vel viðrar, fram að því að þær sem fara, hleypa heimdraganum.

Nýjar myndir síðast í ÞESSU  albúmi.
 

13.03.2011 21:48

Söðulsholt. Kappreiðarnar miklu.

Það gekk mikið á í Hestamiðstöðinni í Söðulsholti á föstudagskvöldið.

 Snæfellingur stóð fyrir töltkeppni í reiðhöllinni og spannaði aldur keppenda frá fjögurra ára aldri og uppúr.

 Afastelpan hún Kolbrún Katla, sem var svo heppin að fá hana Vondísi lánaða hjá vinkonu sinni henni Kristínu skólastjóra átti góða stund í brautinni.


Og hún Hafdís Lóa á Minni Borg tók Kapal til kostanna.



 Gísli á Minni Borg þurfti að draslast með karl föður sinn með í þetta sinn  en hann á eftir að vinna sig útúr því.



 Allir fengu að sjálfsögðu pening fyrir frábæra frammistöðu. Nema hvað?



Bjarki frá Hraunholtum kominn með peninginn og Kötlu tekið að leiðast biðin eftir sínum.


 
Hér er greinilega eitthvað grafalvarlegt að ske, þó Óli sé nú eitthvað sposkur á svipinn.


 
Þar sem ég sérhæfi mig í ungviðinu þessi bloggin, er vísað til Söðulsholtssíðunnar  fyrir þá sem hafa áhuga á úrslitum í síðri flokkum töltmótsins.
Flettingar í dag: 229
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 219
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 803354
Samtals gestir: 65136
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:19:28
clockhere