13.04.2011 22:30

Breyttar línur í tækjakaupunum.


 Það var mikil gróska í vélainnflutningnum á veislutímanum og innflutningsfyrirtækin döfnuðu vel.

Hrunið í vélasölunni var mjög harkalegt og meira en sum þeirra þoldu.

Nú er allt að lifna og í stærsta búvélainnflutningsfyrirtæki landsins, Jötunn Vélum á Selfossi er mikið um fyrirspurnir og spámennsku með hækkandi sól.

Til marks um breyttar áherslur í dótakaupunum er verið að afgreiða þar  20 sáðvélar þessa dagana sem eiga að fá að snúast í vor.

                                                                                          Tvær fullkomnustu vélarnar 3 og 4 m. breiðar

 Þetta eru sáðvélar á verðbilinu 600.000 til 10.000.000 sem gefur til kynna mikla breidd í tækni og notagildi. Þrjár eru sérhæfðar í grassáningu en flestar eru fjölnota.

Það er kornræktin sem er á mikilli siglingu vegna gríðarlegra hækkana á erlenda fóðrinu  en stórir svínakjötsframleiðendur ætla sér m.a. stóra hluti í innlendri fóðurframleiðslu.

Allt um hasarinn hjá Jötun Vélum HÉR.

13.04.2011 07:43

Hin árvissu stresstímabil.

Í árhring bóndans koma stresstímabilin og fara rétt eins og árstíðirnar.

 Veturinn sem senn er að baki er ákveðinn slökunartími eða svona miðparturinn úr honum en með hækkandi sól fer allt að gerast.

 Í umhleypingunum og slabbinu núna er sífellt auðveldara að hitta á kollega sem er orðinn mega áhyggjufullur yfir hvernig dagarnir þjóta hjá án þess að hægt sé að koma búfjáráburðinum á tún og akra.



 Og það verður að segjast eins og er að sem jafnan fyrr og síðar hafa bændurnir rétt fyrir sér,  því það getur held ég ekki orðið blautara um en núna.

 Á þessum síðustu og verstu, er búfjáráburðurinn orðinn mikils virði og gert ráð fyrir toppnýtingu á honum við áburðaráætlun vorsins.

 Að vísur er lítill klaki í jörð en þó aðeins enn, a.m.k í túnunum sem gerir þau alófær fyrir dótagrjæurnar okkar.



 Að sjá akrana í þessu ástandi er dálítið fjarlægur draumur en samt ?????

Og allar mykjugeymslur eru svo að verða eða orðnar stútfullar sem eykur enn á líflegheit magasýranna.

 Það eina sem getur bjargað geðheilsunni í þessari stöðu er vitneskjan um það að þetta endurtekur sig á hverju ári og alltaf fer þetta einhvernveginn.

Oftast vel.emoticon

10.04.2011 08:15

Til eru fræ sem .....

 Það er alltaf lotterí að stunda byggrækt.

 Þegar ég byrjaði í bygginu fyrir örfáum árum var það þó tiltölulega lítið lotterí miðað við stöðuna í dag.
 Það kostaði kannski 15.000 kall á ha. útlagði kostnaðurinn og þegar allt fauk niður í stóra rokinu fékk maður sér bara tvöfaldan Whiskí fyrir heita pottinn og málið var dautt.
Nema fyrir gæsina sem kættist ákaflega.



 Það byrjaði þó fljótt að síga á ógæfuhliðina kostnaðarlega og hrunið hnykkti svo hraustlega á skelfingunum.
Þó við bændaskarfarnir höfum í gegnum tíðina verið góðir í því að hringja á væluvagninn þá sýnum við þó stöðugt meiri viðleitni í því að standa í lappirnar þó á móti blási.
 Nú er frækostnaðurinn á ha. kominn í 30.000  kallinn og rétt að minnast ekkert á olíu og áburð
 svo góða skapið sem ég er í akkúrat núna, endist frameftir deginum.
Það hefur lengi verið draumurinn að nota uppskeru haustsins til sáningar að vori og nú hafa staðið yfir flókin spírunarpróf undanfarnar vikur.

 

  Undirritaður hefur unnið þetta með gríðarlegri ábyrgðartilfinngu og þegar útkoman fór fram úr björtustu vonum var prófið endurtekið til öryggis.



 Manni fannst þetta ósköp fáar plöntur sem skiluðu sér uppí birtuna en niðurstaðan var samt um 93-95 % spírun sem er algjörlega frábært.

 Þá var lagst yfir aðra áhættuþætti sem koma upp við notkun á eigin byggi og þeim rannsóknum lauk síðan með samtali við hann Jónatan H. sem er náttúrulega stútfullur af fróðleik um málið.

 Það kemur alltaf ánægjutónn í röddina hjá honum þegar hann heyrir í mér  því hér vestra er Lómurinn hans notaður og virkar bara vel þrátt fyrir óhrjálegt útlit  á akrinum.

 En þó Lómakurinn sé lítill fyrir bygg að sjá kemur uppskeran oftast skemmtilega á óvart.

 Notkunin á honum býður þó ekki upp  á miklar væntingar um tvöfalda Whiskísjússa svo Judithin er notuð í talsverðum mæli til að dekra við áhættufíknina.

Og nú fer þetta allt að bresta á.emoticon
Flettingar í dag: 411
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 219
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 803536
Samtals gestir: 65137
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:40:43
clockhere