06.05.2011 19:29
Sáning og sauðburður .
Það tókst að sá byggi í 8 ha. í gær og valta í dag.
Þá eru eftir um 14 ha. + sem fá að bíða fram yfir helgi því það er ókristilega blautt um enn, þrátt fyrir einmunablíðu þessa dagana.
Það er svona dót sem virkar, þó það dugi ekki allstaðar í bleytunni.
Doðrufræið er að lenda í sveitinni annars hefði það líka farið niður í gær.
Nú er þetta allt að verða á seinni skipunum þó það hafi verið verra en dálítið er í að sumir akranna verði vinnsluhæfir.
Hér er verið að vinna tún sem plægt var í vor og er ágætt yfirferðar. Pöttingerinn sem við sjáum ná er búinn að standa sig alveg rosalega vel, en eftir hann hafa legið á annað hundrað ha. árlega og ekki svo mikið sem losnað hnífur.( Sumir notendanna ættu þó ekki að hafa tætarapróf) Hann er orðinn býsna lífsreyndur og hvað lengst var gengið þegar einn setti hann í afleggjarann hjá sér til að komast fyrir holurnar í eitt skipti fyrir öll.
Sauðburðurinn fer nú að komast á fullt en nú er að skipta úr sæðisám yfir í úrvals heimaræktað.
Hann hefur gengi ágætlega en þó er ljóst að frjósemin verður lægri en verið hefur.
Það á eftir að kryfja það.
Gemlingurinn sem kom með 3 lömb í fyrradag er annar í búskaparsögunni sem leikur það, þó við hefðum nú verið hæstánægð með 1 lamb þar.
Skrifað af svanur
04.05.2011 02:33
Hjólin farin að snúast í sveitinni.
Eins og hinir vísustu menn spáðu varð viðsnúningur í veðráttunni með nýju tungli og nú vorar sem aldrei fyrr.
Þessi km langa spilda er ansi svæfandi á 3 km hraða sérstaklega ef hvíldarlöggjöfin er umgengin með einbeittum brotavilja
Þrátt fyrir a.ð enn sé forblautt um var hægt að plægja aðeins í gær og pinnatætarinn var tekinn til kostanna í kvöld, í fyrsta sinn í vor hér í Eyjarhreppnum og eins gott að hann gangi rétt næstu dagana eða vikurnar.
Pöttingerinn gengur og gengur. Grái ramminn á honum er til að smella sáðvélinni á ef allt er gert í sömu ferðinni.
Hér verður samt ekki komist um alla akra nærri strax vegna bleytu en stefnt að því að sá í um helming þeirra á fimmtudaginn ( 10 ha. +) aðallega byggi og lítilsháttar doðru.
Ekki hefur tekist að koma mykju á nærri öll tún enn vegna óheppilegs rakastigs, en það hefur ekki gerst hér í háa herrans tíð.
Því fylgja vandamál sem væntanlega leysast með einhverjum hætti á síðari stigum málsins.
Og sauðburðurinn er byrjaður en sæðisærnar bera nú hver á fætur annarri og verður svo, þar til þær náttúrulega fengnu taka við.
Frjósemin er með hefðbundnum hætti og þær sem ekki eru þrílembdar eða tvílembdar eru með einu lambi.
Einlemburnar eru sem betur fer fáséðar
Fyrstu lömbin voru mörkuð og númeruð í dag og þegar kom í ljós að af fyrstu 8 var einungis eitt gimbrarlamb fylltist ég ótta um að Lárus og félagar á hrútastöðinni væru orðnir of tæknivæddir og hefðu látið stráksskapinn ná yfirhöndinni.
Hér sit ég svo og blogga á næturvaktinni og vona að ekkert gerist fyrr en næsti tekur við.
Ef allir vakthafendur hugsuðu þannig og yrði að ósk sinni gæti sauðburðurinn hinsvegar dregist á langinn.
Þessi km langa spilda er ansi svæfandi á 3 km hraða sérstaklega ef hvíldarlöggjöfin er umgengin með einbeittum brotavilja
Þrátt fyrir a.ð enn sé forblautt um var hægt að plægja aðeins í gær og pinnatætarinn var tekinn til kostanna í kvöld, í fyrsta sinn í vor hér í Eyjarhreppnum og eins gott að hann gangi rétt næstu dagana eða vikurnar.
Pöttingerinn gengur og gengur. Grái ramminn á honum er til að smella sáðvélinni á ef allt er gert í sömu ferðinni.
Hér verður samt ekki komist um alla akra nærri strax vegna bleytu en stefnt að því að sá í um helming þeirra á fimmtudaginn ( 10 ha. +) aðallega byggi og lítilsháttar doðru.
Ekki hefur tekist að koma mykju á nærri öll tún enn vegna óheppilegs rakastigs, en það hefur ekki gerst hér í háa herrans tíð.
Því fylgja vandamál sem væntanlega leysast með einhverjum hætti á síðari stigum málsins.
Og sauðburðurinn er byrjaður en sæðisærnar bera nú hver á fætur annarri og verður svo, þar til þær náttúrulega fengnu taka við.
Frjósemin er með hefðbundnum hætti og þær sem ekki eru þrílembdar eða tvílembdar eru með einu lambi.
Einlemburnar eru sem betur fer fáséðar
Fyrstu lömbin voru mörkuð og númeruð í dag og þegar kom í ljós að af fyrstu 8 var einungis eitt gimbrarlamb fylltist ég ótta um að Lárus og félagar á hrútastöðinni væru orðnir of tæknivæddir og hefðu látið stráksskapinn ná yfirhöndinni.
Hér sit ég svo og blogga á næturvaktinni og vona að ekkert gerist fyrr en næsti tekur við.
Ef allir vakthafendur hugsuðu þannig og yrði að ósk sinni gæti sauðburðurinn hinsvegar dregist á langinn.
Skrifað af svanur
01.05.2011 06:53
Skessa, Vaskur og vondar ákvarðanir.
Það var haustið 1999 sem ég fór með Skessu í fyrstu leitina.
Það var verið að leita Svínafellið, gengið frá Heydalsveginum niður að Höfða ( og þaðan í Þverárrétt) og ég var næstefstur í sunnanverðu fellinu.
Skessa var eins og hálfs árs, mikið tamin en afar lítið reynd í smölun. Reyndar hafði ég haft þann starfa um sumarið að sækja kýrnar í næturhagann og notaði tækifærið og tamdi tíkina enda engar tamningakindur á bænum, yfir sumarið þessi árin.
Við vorum vel hálfnuð vestur hlíðina þegar ég verð var við að smalinn næst fyrir neðan mig var í vandræðum. Hann hafði misst kindahóp afturfyrir og uppfyrir sig og þegar ég sá þetta var hópurinn vel fyrir aftan mig og stefndi hratt upp.
Mér fannst þetta fulllangt að senda óreynda tíkina ekki síst vegna þess að kindurnar myndu verða komnar í hvarf frá mér áður en hún næði þeim en tók samt sénsinn.
Skessa fór flott af stað og um það er hún og féð hurfu sjónum var ljóst að hún mynda ná hópnum og koma rétt að honum. Hvernig svo færi var spurningin.
Það var ólýsanlegur léttir þegar hópurinn birtist aðeins neðar í hlíðinni á hæfilegum hraða beint í áttina til mín. Skessa hélt sig vel fyrir aftan þær og vel neðar í hlíðinni sem sagði mér að þær hefðu ætlað beint niður þegar hún náði þeim.
Það má segja að þetta hafi verið forsmekkurinn að því hvernig Skessa leysti öll sín verk á starfsævinni.
Það var sjaldgæft að hún færi keppnisbrautin á undir 70 stigum sem segir nokkuð um tökin á kindavinnunni.
.
Hún er eini hundurinn sem ég hef farið með í fjárhundakeppni án þess að hafa nokkurntímann æft hana sérstaklega til þess sem segir vel til um vinnulagið og þjálnina.
Hún var 5 ára þegar að hún heltist í nautgripahasar og það háði henni það sem eftir var, en mismikið.
Ég hafði fyrir löngu ákveðið það að Skessa myndi eiga náðugt ævikvöld meðan að heilsan væri ásættanleg og hún þrifist sæmilega.
Skessa í síðustu leitinni sinni
Það er langt síðan ég áttaði mig á því að þetta var vond ákvörðun.
bæði fyrir mig og Skessu.
Það er vont fyrir hund sem hefur átt sinn ótvíræða leiðtogasess í hundahópnum að hrapa jafnt og þétt niður virðingastigann.
Og þegar 8 - 10 vikna hvolpar ganga á lagið vegna þess að hinir hundarnir bíta þá frá sér er niðurlægingin algjör.
Gamli smalahundurinn veit alveg nákvæmlega hvað stendur til þegar farið er í smölun.
Það er hrikalega erfitt bæði fyrir bóndann og hundinn sem hefur kannski miklu meiri vinnuáhuga en skrokkurinn er gerður fyrir, þegar hann er skilinn eftir lokaður inni.
Þá það sé nú kannski eigingirni, er erfitt að horfa upp afburðarhund breytast í í þessa veru og upplifa hann verða undir í hörðum heimi dýranna.
Þó maður sé orðinn gamall og skelin þykk var það var ólýsanlega erfiður dagur þegar þessir snillingar voru kvaddir í vikunni.
Það var verið að leita Svínafellið, gengið frá Heydalsveginum niður að Höfða ( og þaðan í Þverárrétt) og ég var næstefstur í sunnanverðu fellinu.
Skessa var eins og hálfs árs, mikið tamin en afar lítið reynd í smölun. Reyndar hafði ég haft þann starfa um sumarið að sækja kýrnar í næturhagann og notaði tækifærið og tamdi tíkina enda engar tamningakindur á bænum, yfir sumarið þessi árin.
Við vorum vel hálfnuð vestur hlíðina þegar ég verð var við að smalinn næst fyrir neðan mig var í vandræðum. Hann hafði misst kindahóp afturfyrir og uppfyrir sig og þegar ég sá þetta var hópurinn vel fyrir aftan mig og stefndi hratt upp.
Mér fannst þetta fulllangt að senda óreynda tíkina ekki síst vegna þess að kindurnar myndu verða komnar í hvarf frá mér áður en hún næði þeim en tók samt sénsinn.
Skessa fór flott af stað og um það er hún og féð hurfu sjónum var ljóst að hún mynda ná hópnum og koma rétt að honum. Hvernig svo færi var spurningin.
Það var ólýsanlegur léttir þegar hópurinn birtist aðeins neðar í hlíðinni á hæfilegum hraða beint í áttina til mín. Skessa hélt sig vel fyrir aftan þær og vel neðar í hlíðinni sem sagði mér að þær hefðu ætlað beint niður þegar hún náði þeim.
Það má segja að þetta hafi verið forsmekkurinn að því hvernig Skessa leysti öll sín verk á starfsævinni.
Það var sjaldgæft að hún færi keppnisbrautin á undir 70 stigum sem segir nokkuð um tökin á kindavinnunni.
.
Hún er eini hundurinn sem ég hef farið með í fjárhundakeppni án þess að hafa nokkurntímann æft hana sérstaklega til þess sem segir vel til um vinnulagið og þjálnina.
Hún var 5 ára þegar að hún heltist í nautgripahasar og það háði henni það sem eftir var, en mismikið.
Ég hafði fyrir löngu ákveðið það að Skessa myndi eiga náðugt ævikvöld meðan að heilsan væri ásættanleg og hún þrifist sæmilega.
Skessa í síðustu leitinni sinni
Það er langt síðan ég áttaði mig á því að þetta var vond ákvörðun.
bæði fyrir mig og Skessu.
Það er vont fyrir hund sem hefur átt sinn ótvíræða leiðtogasess í hundahópnum að hrapa jafnt og þétt niður virðingastigann.
Og þegar 8 - 10 vikna hvolpar ganga á lagið vegna þess að hinir hundarnir bíta þá frá sér er niðurlægingin algjör.
Gamli smalahundurinn veit alveg nákvæmlega hvað stendur til þegar farið er í smölun.
Það er hrikalega erfitt bæði fyrir bóndann og hundinn sem hefur kannski miklu meiri vinnuáhuga en skrokkurinn er gerður fyrir, þegar hann er skilinn eftir lokaður inni.
Þá það sé nú kannski eigingirni, er erfitt að horfa upp afburðarhund breytast í í þessa veru og upplifa hann verða undir í hörðum heimi dýranna.
Þó maður sé orðinn gamall og skelin þykk var það var ólýsanlega erfiður dagur þegar þessir snillingar voru kvaddir í vikunni.
Skrifað af svanur
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334