21.01.2018 20:32
Sweep. Fyrsta got.
Já ,- það er fyrsta gotið undan Sweep.


Þó fyrstu kindatímarnir í tamningunni segi ekki alla söguna segja þeir mér samt heilmikið.
Hef að vísu upplifað veruleg frávik frá vísdómsspánum í báðar áttir en samt
.
Úr þessu 7 hvolpa goti er ég búinn að temja 6 í viku til 10 daga .
Á aldrinum 8 - 10 mán.

Rakkarnir í hópnum.
Ég hafði lagt áherslu á það við kaupendurna að ég vildi fá þá alveg ferska í tamninguna.
Þ.e.a.s. ef hvolpurinn færi að gera eitthvað við fé sem eigandanum líkaði ekki,skyldi hann halda honum frá fénu,- ekki fara að siða hann til.
Hvolparnir voru á slæmum aldri þegar fé fór af húsi.4 -5 mán. Flestir komnir með áhuga og sumir þeirra sáust lítt fyrir.
Sem betur fór létu þeir oftast duga að hringfara fé slyppu þeir í það og voru dæmi þess að tæki einhverja klukkutíma að koma höndum yfir þá í verstu tilvikunum.
Eitt slæmt óhapp sem kom upp, var þó einu of mikið.
7 vikna gamlir voru þeir atferlisprófaðir. Prófið fór þannig fram að þeim var sleppt einum og einum í rými þar sem ókunnugur maður beið þeirra.
Hann lagði síðan fyrir þá nokkurskonar próf í 10 atriðum. Niðurstaðan var í stuttu máli sú að allir komu hvolparnir vel útúr prófinu og voru ótrúlega líkir.
Einn hrökk dálitið illa við í síðustu þrautinni og hætti og fór. Þeim hélt ég eftir úr gotinu ( Bokki ).
Það er skemmst frá því að segja að í fyrstu kennslustundunum varð útkoman eins.
Ótrúlega lítill munur á milli þessarra byrjenda sem höfðu alist upp sitt í hvoru lagi.
Allir komnir með talsverðan/mikinn vinnuáhuga. Alveg stresslausir réðust flestir nokkrum sinnum á kindurnar en hringfóru þær síðan með mismikilli yfirvegun. Sumir eins vítt frá þeim og gerðið leyfði, aðrir nær.
Allir skemmtilega ágengir við fé og a.m.k 4 þeirra verða trúlega mjög ákveðnir.
Og þetta eru allt " harðhausar" . Engin hætta á að þeir forði sér heim þó þjálfarinn sleppi sér og komist upp í háa céið.

Þessi er með ákveðnari hvolpum sem ég hef byrjað með.
Veður glerharður og yfirvegaður beint framaní ef kindin stoppar á móti honum.
Spurning hvernig það þróast .
Slóðin á atferlisprófið hjá honum HÉR
Eigendurnir báru þeim nokkuð vel söguna í uppeldinu. Rólegir karakterar, hlýðnir og eyðilögðu alla skó sem þeir komust í auk annarra prakkarastrika

Stefnt er að því að ljúka mánaðartamningunni fyrir marslok ef guð og tíðarfar lofar.
Þá verður auðvitað í framhaldinu tínt til allt það neikvæða sem komið hefur í ljós í tamningunni.

Nema hvað

Já. Smá myndbrot af Bokka 6 mán. HÉR
Skrifað af svanur
18.01.2018 21:50
Bonnie ræktunartík.
Bonnie verður 3 ára í maí.
Undan Korku frá Miðhrauni og Dreka frá Húsatóftum.
Ég ákvað í upphafi tamningar að hún yrði ekki seld í bili.
Yrði tekin í ræktun.
Hún er ISDS skráð, með góða útkomu úr DNA CEA testi og mjaðmamyndun.
Hún varð svo útundan í tamningarharkinu og vantar dálítið á að hún sé fulltamin.

Þetta er skemmtileg tík í umgengni, dálítið sjálfstæð en mikill karakter og vandamálalaus . Aðeins svona kaldlynd og er ekki að sækjast eftir óþarfa knúsi.
Helsti gallinn er að hún er yfirgangsöm við þá hunda sem minna mega sín og veldur því að ég skipti hópnum í lausagöngunni .
Í vinnunni er hún ákveðin, með góða meðfædda vinnufjarlægð o. fl. ,- vandamálalaus í tamningunni.
Yfirveguð og öryggið uppmálað. Ekkert stress.
Ein af þessum týpum sem ég segi að sé með útgeislun sem virkar.
Gallinn við hana er að yfirvegunin er fullmikil sérstaklega þegar eitthvað er í gangi sem hún heldur að eigi að vanda sig við.
Ég er búinn að vinna hana útúr þessu að mestu. Á síðan eftir að víkka hana aðeins í úthlaupi en það verður lítið mál.
Þegar ég valdi Sweep í ræktunina hjá mér, horfði ég m.a. á það að ég þyrfti aðeins að fara til baka með yfirvegunina og hafði Bonnie sérstaklega í huga .
Nú sýnist mér að þó Sweep sé með eindæmum viðbragðssnöggur og hraður í vinnu, gefur hann afkvæmi sem eru frekar eða mjög yfirveguð.
Spurning hvað ég geri í því
.

Stefni samt að því að para þau saman á árinu.
Slóð á myndbrot af Bonnie í æfingu. SMELLA HÉR
Skrifað af svanur
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334