12.10.2008 20:00
Gæsirnar og byggið.
Gæsirnar eru orðnar umtalsvert vandamál í byggræktinni þar sem þær geta lent, og labbað sig inn á akrana.
Það reyndist okkur vel að setja eitthvert tæki við akrana sem hún var farin að herja á, því hún er ákaflega vör um sig ef einhver breyting verður á umhverfinu frá degi til dags.
Svona sjón kemur adrenalíninu á góða hreyfingu jafnvel hjá aulum eins og mér sem ekki hefur skotið gæs í áratugi. Hjá mér er það riffillinn og rebbinn sem blíva.
Sonurinn og tengdasonurinn eru hinsvegar enn í dreifararöraskytteríinu og nú var tekin létt leirdúfuæfing fyrir morguninn. Þeir voru svo heppnir að það náðist mynd af einu leirdúfunni sem ég held að þeir hafi hitt.
Það er eins gott að flugumferðarstjórnin sé í lagi þegar flotinn er að flýta sér, en það fækkaði um 17 úr þessum hóp morguninn eftir þessa myndatöku.
Hvernig er það Árni, á ég að taka kvótann þinn?
11.10.2008 19:58
Fyrir góða skapið.

Trampólínið hefur mikið gildi hjá litlu dömunni.



Og svo á bossann.
Já svartagallið á ekki heima á svona degi.

Svo heimtust 3 lömb í dag.

10.10.2008 19:06
Ísland í vondum málum.
Ég ætla ekkert að tjá mig um brennuvargana, ekki heldur um þá sem réttu þeim eldspýturnar.
Ég ætla ekki heldur að skrifa neitt um þá sem áttu að sjá um reykskynjarakerfið og brunavarnirnar.

En þetta var mikil veisla og bráðskemmtileg fyrir marga. Eldurinn logaði glatt.

Með miklum flugeldasýningum og margskonar hallói.
En timburmennirnir eru alveg hrikalegir. Allir erlendir birgjar íslenskra innflutningsfyrirtækja kaupa sér gjarnan tryggingar hjá til þess gerðum tryggingarfyrirtækjum sem eiga að tryggja þeim greiðslu ef kaupandinn bregst. Þessir birgjar fá nú hver á fætur öðrum uppsagnir á þessum tryggingum hvað Ísland varðar. Þessar vikurnar eru síðan íslenskir áburðasalar að ganga frá pöntunum fyrir vorið. Enginn erlendur seljandi tekur íslenskar bankaábyrgðir gildar.
Það er talið að skuldaaukning á íbúa sé á milli 10 - 20. milljónir eftir því hvar gengið endar. Hvað eru margir í heimili hjá þér.
Þetta snýr að heildinni m.a. . Best að velta sér ekkert upp úr því sem snýr beint að einstaklinunum.
En eins og landsfeðurnir segja. Nú er bara að spýta í lófana og horfa glaðbeitt fram á veginn.
Enda ekki allir vetur með vori??
Þó ég hafi ekki mætt á Arnarhól í dag, finnst mér að Ingibjörg ætti nú að fara að svipast um eftir sendiherrastöðu fyrir hann Davíð.
Ætli nokkuð sé laust í Rússlandi???

- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334