04.12.2008 08:55
Hollur er heimafenginn baggi.
Fyrir margt löngu þegar ég var endanlega búinn að setja kúrsinn á búskapinn hafði ég uppi margvísleg áform um framtíðina.
Eitt af því sem ég ætlaði mér að afleggja snarlega þegar ég yrði einn og óháður var heimaslátrunin sem mér leiddist ákaflega.
En ekki gengur allt eftir sem áformað er og fljótlega sætti ég mig við að halda dampi í þessu sem öðru. Þegar farandslátrari fór síðan að fara um héruð varð þetta léttara og síðan yfirtók tengdasonurinn fláninguna þegar hann hætti að þjónusta okkur. Heimavinnslan hefur samt tekið ýmsum breytingum og síðustu árin eru stórmarkaðirnir látnir sjá um hangikjötið og stundum saltkjötið líka.
Eftir að mín heittelskaða komst yfir bjúgnauppskriftina hjá henni Guggu í Skógarnesi hefur bjúgnagerðin hinsvegar fest sig í sessi enda ekki á færi stórmarkaða að slá þeim Guggu við í þessum efnum.
Hér eru síðan húsmæðurnar á hlaðinu að leggja lokahönd á bjúgnagerðina.
Þegar kemur að reykingunni verðum við vesturbakkamenn að viðurkenna vanmátt okkar. Þá kemur sér vel að vinir mínir á austurbakkanum eru bóngóðir og vilja allt fyrir vini sína gera.
Það er alltaf vísir á jólaskap að komast í matarlegan reykkofa og hérna var Áslaug í Mýrdal búin að loka bjúgnaferlinu og bara eftir að drífa bjúgun heim , setja upp pott og staðfesta að þetta væri enn einn frábær árgangur í bjúgnaframleiðslunni.
Á leiðinni upp að Mýrdal sá ég ekki betur en það væri komið nýtt hús í Hrauntúni síðan ég fór hér síðast um í björtu.
Þarna er byggt hátæknifjós og mér er sagt byggingarframkvæmdirnar hafi tekið fjörkipp í hvert sinn sem banki fór á hliðina í kreppunni.
Þannig á að taka þetta og bóndinn þarna er fyrsti austurbakkabóndinn sem kemur bygginu sínu í þurrkun hjá okkur á vesturbakkanum. Það segir mér að þetta sé framsýnn snilldarbóndi sem er mei...................................................... já ekki orð um það meira.
Og bráðum koma blessuð jólin.
02.12.2008 19:38
Í tómu tjóni.
Það er í kringum burðinn sem íslenska landnámskýrin er í sérstökum áhættuflokki. Ekki er ólíklegt að það gildi líka um ákaflega fjarskylda ættingja hennar á meginlandinu.
Það eru ótal krankleikar sem dúkka upp, doðaslen getur komið fram hjá ólíklegustu gripum, og ef júgurbólgan hefur komið fram áður er ekki óliklegt að hún endurvekjist. Fastar hildir þekkjast og í framhaldinu getur síðan súrdoðinn gert vart við sig ef hann er á annað borð undirliggjandi í fjósinu.
Þegar hún Emilía bar, kom fljótt í ljós að eitthvað var öðruvísi en það átti að vera. Hún var greinilega ekki með sjálfri sér, köld á eyrunum og slappleg. Þetta voru doðaeinkenni og var umsvifalaust brugðist við því.

Emilía var í góðum málum þegar hún hélt út í sumarið, í vor.
Þegar sú meðferð bar engan árangur leist gamla bóndanum illa á málið. Lystarlaus, hálfköld á eyrunum og leið greinilega illa. Svo illa leist honum á þetta að Rúnar var ræstur út á sunnudegi til að kíkja á gripinn. Aldrei þessu vant sagði hann fátt, meðhöndlaði kúna, og skyldi eftir lyf fyrir framhaldið. Þau höfðu engin áhrif. Enn kom Rúnar hlustaði og bankaði, skoðaði skítinn og sagði enn minna. Í þriðju heimsókninni kvað hann upp þann úrskurð að trúlega væri um stíflu í meltingarvegi að ræða og batahorfur ekki miklar enda verulega af kúnni dregið á þessum 5 dögum.
Og þó það væri kominn hörkuvetur á föstudaginn var enn hægt að taka gröfina fyrir hana.
Þó Emilía hefði nú alltaf haldið sig neðan við búsmeðaltalið í framleiðslunni verður kvígan sem hún skyldi eftir væntanlega sett á. Það er eitt af vandamálunum í þessari " markvissu " ræktun hér, að ekki er hægt að grisja kvígustofninn eins og vert væri, því endurnýjunarþörfin er svo mikil.

Það er þó hægt að hugga sig við að liturinn er fínn.
01.12.2008 09:13
Folaldasýning og reiðhallargólf.
Nú styttist í að Hrossaræktarsamband Vesturlands haldi árlega folaldasýningu sína. Að þessu sinni verður hún haldin í reiðhöllinni í Söðulsholti en á Miðfossum eru allar helgar bókaðar í námskeið og kennslu.
Þetta setti auðvitað pressu á Hestamiðstöðvarliðið að taka upp gólfið í höllinni og gera það fínt.
Það er semsé komið á daginn að ef svona gólf á að virka, verður að rífa það reglulega upp, slétta það vel og svo þarf að halda því hæfilega röku.
Eftir mikil heilabrot tók Dóri alvörugræjur í upprifið og svo þegar kom að fráganginum var tengdapabbinn ræstur út svo hann hefði einhvern til að skipa fyrir í tæknivinnunni.

Gamli Deutzinn fékk meir að segja vinnu og er kominn með gólfgræjuna á Miðfossum í verkið.
Þetta var nú samt ekki að gera sig fullkomlega, svo gamla flagjöfnunaraðferðin sem virkaði vel um miðja síðustu öld var reynd .

Reyndar var tengdapabbinn settur upp á grindina og sýndi þar hinar ótrúlegustu fimleikiæfingar, en hann laumaðist nú af til að ná mynd af þessarri tæknibrellu.

Og þeir sem mæta á folaldasýninguna um helgina geta bókað það að þeir muni sjá gríðarleg tilþrif á þessu rennislétta gólfi, bæði hjá folöldunum og ekki síður eigendum /sýnendum, þeirra.
Það verður gott með kaffinu, svo er ekki bara að skella sér?

- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334