10.11.2009 23:58
Símaófriðurinn, þak og heybirgðir.
Síminn var ekki til friðs og svo var maður tekinn í þakvinnu um miðjan daginn.
Þau voru margvísleg erindin hjá símavinunum.
Sá fyrsti kvartaði yfir því að hann kæmist ekki inn á heimsíðuna hjá mér og við vorum innilega sammála um að það gengi nú ekki.
Síðan hringdu tveir áhugasamir byggkaupendur en það virðist haldast í hendur, að þegar öll framleiðslan er seld þá stoppar ekki síminn vegna áfjáðra kaupenda.
Núna er ég alveg sérstaklega vinsæll hjá hobbýfjárbændum á norðanverðu Nesinu og á Vestfjörðum. Sá úr Tálknafirðinum ætlaði samt ekki " villifénu" byggið sem hann vantaði.
Það er svo greinilegt að starfsmenn Búvest eru á fullu núna því tveir þeirra voru í hópnum.
Ég lofaði Sigga Jarls því að vera við tölvuna kl. 8.30 í fyrramáli.
Og þakvinnan tilheyrði efra húsinu en þar er verið að taka allt í gegn. Búið að skipta um alla glugga og hurðir. Innandyra er svo málningarvinna á fullu.
Þakjárnið var svo rifið af í dag og nýju skellt á.

Smiðirnir og bóndinn á fullu að gera klárt fyrir járnið en allt timbur var algjörlega ófúið í þakinu.
Þetta hús var byggt 1965 og orðið tímabært að gera eitthvað róttækt en það fer þó ekki milli mála að allt timbur og járn hefur verið í allt öðrum standard á þessum tíma en í dag.

Ég eyddi þó ekki nema 3 tímum í þakið og náði að plægja nokkra hektara en akrarnir eru samt ansi blautir eftir mikið úrhelli um helgina.

Já hér hafa svo heybirgðir vetrarins lent inni á mynd hjá mér og nú getið þið talið rúllurnar ef ykkur leiðist. Ég ætla ekki að segja töluna en svona miklar heybirgðir hafa ekki verið til í Dalsmynni fyrr.
Það var nú reyndar ekki þetta sem ég ætlaði að blogga um en hitt kemur seinna.

07.11.2009 23:58
Allt á haus í sveitinni.
Vegna einstaklega hlýs og góðs veðurfars eru Dalmynnisbændur ekki skriðnir í skammdegishýði sitt og farnir að taka lífinu með ró heldur puða sem mest þeir mega.
Söðulsholtsjarlinum tókst loks að ná upp restinni af hálminum í dag og verður rúllunum væntanlega komið í hús í fyrramáli. Síðan verður ráðist á tað og hálmhauga Dalsmynnis og þeir verða drifnar á akrana á morgun. Takist það, verður ekki úr því að þeir verði að hólum í landslaginu eins og sumir voru farnir að hafa áhyggjur af.

Að þessu farsællega loknu verða fjórskerarnir settir aftan í alvörutraktora búanna (Dalsmynnis og Söðulsholts) og þessir 50 - 60 hektarar sem óplægðir eru af ökrum og túnum sem endurvinna á, velt við með miklum látum.
Ekki hefur gefist tími til að rýja væntanlega gemlinga og veturgamalt sem ganga því úti enn.
Lömbin voru að vísu sett inn í dag til að kenna þeim átið. Að þvi loknu verður þeim allavega beitt á daginn þar til hægt verður að kippa af þeim reyfinu sem ætti að verða seinnipart næstu viku.

Svona leit þetta út um þetta leiti í fyrra og lömbin farin að hlýða hundunum ágætlega.
Tækifærið verðu notað til að gera þá hundvana í leiðinni en það er þýðingarmikill liður á leið þeirra til þroska.
Og burðarhrotunni í fjósinu er farsællega lokið en það verður alvöru kúablogg tekið í að loka því máli áður en lýkur.
Já, já, það er einn af kostum sveitalífsins að sjaldnast er einhver tími til að láta sér leiðast.

04.11.2009 23:58
Hreinsanir í Hafursfellinu.
Þegar að sést til kinda í Hafursfellinu eftir að leitum er lokið er 100 % öruggt að þetta eru vandræðaskepnur sem selja sig dýrt. En sú af Austurbakkanum gaf sig ekki fyrr en í fulla hnefana og sem betur fer fyrir ofurviðkvæma blogglesendur tæmdist rafhlaðan í myndavélinni núna. Mæðgurnar komust nú samt ótjónaðar heim. Og Albert lofaði mér því að gimbrarnar yrðu ekki settar á. Hinir vinir mínir á Austurbakkanum mættu alveg taka hann sér til fyrirmyndar. | |
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334