08.12.2009 09:02
Sauðfjárblogg fyrir rollunördana.
Eftir rokbeljanda í fleiri vikur en ég vil muna, er nú brostin á bongóblíða á Nesinu.
Þó sólin mætti nú vera talsvert mikið lengur á lofti.
Það eru miklir bölsýnismenn sem trúa því ekki staðfastlega í dimmasta skammdeginu, að vorið verði alveg meiriháttar gott.
Lambakóngarnir í vor.
Þó Dalsmynnisbændur fái sín bölsýnisköst öðru hvoru, þá vitum við að vorið verður gott og þá er auðvitað í lagi að sauðburðurinn byrji snemma.
Við erum nú samt trúlega töluvert raunsærri í þeim efnum en frúin á Garðskagatánni.
Hrúturinn er semsagt kominn í gemlingana og sæðingar byrjuðu í gær.
Sá gamli er sallarólegur þó hann sé nú bara hafður í að plata þær kindur að, sem eru að ganga.
Enda mun hans tími koma.
Það er stefnt á að sæða allar ær sem ganga, meðan sæði fæst frá BV og síðan mun tími hrútanna koma í framhaldinu.
Nú er frúin búin að prenta út uppgjörið fyrir síðasta rolluár og þó við séum nú ekki að slá út Skjaldfannarbændur ( enn) unum við sátt við okkar.
Gemlingarnir sýna hvernig lærin eru í laginu.
Fullorðnu ærnar voru að skila 34.1 kg. eftir á með lambi. Meðalfj fæddra lamba 1.95 á kind.
Tvílemban 37.1.kg.
Einlemban 18.6.kg.
Eftir hverja á . 33. kg.
Veturgömlu gimbrarnar sem voru með flesta móti eða 40 voru með 1.20 fædd lömb á kind.
Tvílemburnar skiluðu 30.2 kg.
Einlemburnar. 18.7 kg.
Á með lambi. 20.7 kg.
Og eftir hverja veturgamla á. 17.5.kg.
Já, það er bara stutt í að lambám verði sleppt niðurfyrir. Þá er eins gott að hundarnir passi uppá biðskylduna.
Kindurnar eru nú hálfgerðar hornrekur í búskapnum hér, en nú eru betri helmingar bændanna orðnar fullar af eldmóði í sauðfjárræktinni.
Það mun væntanlega þýða mikið ris í afurðalínuritinu.
06.12.2009 23:34
Ungfolasýningin í Söðulsholti.
Í gær var blásið til ungfolasýningar þar sem kepptu eins til þriggja vetra folar í þeim verðleikum sem sjánlegir eru á ótömdu ungviðinu.
Þarna mættu 21 stórættaðir gripir hver öðrum efnilegri.
Mest voru þetta vígalegir brokkarar, en þarna sáust þó talsverðir töltarar og einstaka greip á öllum gangtegundum,.
Ég er alltaf veikur fyrir töffurum eins og honum Sparisjóð frá Hallkelsstaðarhlíð. Hann var í miklu stuði en komst aldrei í sýningargírinn. Trúlega er meiri innistæða eftir í honum en nafna hans.
Veturgamla flokkinn vann Álfssonurinn, Ábóti frá Söðulsholti og var hann jafnframt næst stigahæsti folinn í keppninni.
Það var Dynssonurinn, Dynkur frá Borgarlandi sem vann tveggja vetra flokkinn og var jafnframt valinn fallegasti folinn af áhorfendum.
Þriggja vetra flokkinn vann Parkerssonurinn Funi frá Dalsmynni og var hann jafnframt stigahæsti folinn.
Sprett úr spori eftir verðlaunaafhendinguna. Fremstur , Illugi , Dynkur. Ábóti og Funi.
Róbert afhendir verðlaun og Inga Dís fylgist með að hann klúðri ekki neinu.
Eitthvað mikið að hjá þessum náunga að liggja í símanum á svona hátíðisstundum með peninginn í hendinni.
Funi var tekinn ínn í vikunni og nú tekur alvaran við en farið verður að eiga við hann eftir því sem andlegur þroski leyfir..
Veturinn sker svo væntanlega úr um það hvort hann lendir í reiðhestaflokknum eða í hörðum heimi graðhestanna, þar sem margir eru til kallaðir en fáir útvaldir.
Já, maður vonar það " besta" .

Og svo er það folaldasýningin í janúar.

Á Söðulsholtsíðunni er farið rækilega yfir sætaröðun í aldursflokkum og síðan er fullt af myndum af allskonar glæsigripum.
04.12.2009 11:33
Skrámur - Og " besti " fjárhundur landsins !!

Skrámur fjær, Glókollur nær að kanna heiminn í júní 2003.
Eftir að hafa fengið að taka rækilega á því víðsvegar í Vesturbyggð í haustönnunum er hann kominn í smá orlof á æskuslóðirnar.

Einhverntíma þegar ég hélt skammarræðu yfir eigandanum fyrir að hafa ekki nennt að temja hundinn almennilega sagði hann hinn rólegasti. " Þetta er nú alveg rosalegur karakter."
Síðan hef ég ekki minnst á tamninguna á Skrám, enda ljóst að fyrst Halldóru hefur ekki tekist að kenna Jóa að skammast sín, er það ekki á mínu færi.

Hér er Glókollur bróðir Skráms sem er búsettur í Blöndudalnum.
Ég kem þar yfirleitt árlega til að fylgjast með afrekum hans í rolluharkinu.
Það kom nú samt einhver efasemdarsvipur á mig þegar Sigurður Ingi lýsti því yfir að Glókollur væri besti fjárhundur á öllu Íslandi.
Eftir að hann hafði rökstutt það nánar, var ljóst að þetta hógværa og hlutlausa mat bóndans var illhrekjanlegt.
Enda Húnvetningar og sér í lagi Blönddælingar ekki þekktir fyrir að fara frjálslega með staðreyndir.
Það var því miður enginn heima þegar ég ætlaði að sníkja kaffi þar í sumar.
Svo spurningunni um hvort besti fjárhundur í !" heimi," sé kannski á vappi í Blöndudalnum er því ósvarað.

- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334