10.05.2010 02:48
Ógæfumenn og tveir áfangar inn í sumarið.
Að láta peningana vinna fyrir sig.
Við sem að þreyjum þorrann og góuna í sveitinni erum sífellt að láta jörðina vinna fyrir okkur með ýmsum hætti.
Við gerum okkur það hinsvegar flestir ljóst að við megum ekki taka meira en innistæða er fyrir.
Á þessum árstíma finnst okkur mikilvægar en flest annað að koma búfjáráburðinum á eða í jörðina svo okkar stutta sumar geti farið að nýta hann og gera úr honum verðmæti.
Við vitum líka að sáðbyggið er ekki að vinna fyrir okkur í sekkjununum inní skemmu.
Það fer svo að styttast í að koma þurfi innflutta áburðinum á túnin svo þau skili sínu.
Og grasið þarf að slá á réttum tíma svo hægt sé að hámarka arðinn af því.
Rétt eins og hjá vatnsgreiddu köppunum með " peningana" nú eða pappírinn, er áhættan
margvísleg sem við glímum við í búrekstrinum.
Stórrigningin sem kemur ofaní nýáborinn áburð getur sett hann í skurðina.
Byggræktin, heyskapurinn og þetta allt saman er endalaust lotterí frá upphafi til enda.
Það gerir þetta samt allt svolítið spennandi.
Við Dalsmynnisbændur náðum á leið okkar inní sumarið tveimur góðum áföngum í sl. viku.
Við lukum allri skítadrerifingu þetta vorið og náðum að bera á öll tún.
Þau sem fengu skít í haust fengu meira að segja smá viðbót til að gulltryggja uppskeruna því nú er innflutti áburðurinn skorinn niður eins og þorandi er.
Byggsáningunni lauk svo um helgina og hefur nú verið sáð byggi í rúma 20 ha. sem er nýtt Dalsmynnismet.
Það er þó óvíst að uppskerumet síðasta hausts verði slegið, því nú er mikil tilraunastarfsemi í gangi.
Í fyrsta lagi er notaður búfjáráburður á flesta akrana og einungis bætt við köfnunarefnisáburði.
Í öðru lagi var tekin sú ákvörðun að láta reyna á neðri þolmörk áburðargjafarinnar en við höfum gjarnan haldið okkur í þeim efri, til að hámarka uppskeruna.
Það hefur hugsanlega þýtt að akrarnir eru grænir fram eftir hausti sem hentar illa fyrir okkur sem þurrkum uppskeruna.
Ef byggið hverfur ekki í arfa vegna búfjáráburðarins verður spennandi að sjá uppskeruna því notaður voru mismunandi áburðarskammtar.
Þetta eru að vísu dálítið stórir tilraunareitir og niðurstaðan verður aldrei mjög nákvæm vísindalega séð.
Kannski segir þetta okkur samt mun meira, en hárnákvæmar vísindalegar ræktunartilraunir sem manni finnst einhvernveginn að skili niðurstöðum sem passa ekki við okkar reynslu sem berjumst úti á mörkinni.
Semsagt allt í góðum gír í sveitinni og hlutirnir á réttari tíma en oftast áður.
Og algjörlega vonlaust að kvarta yfir vortíðinni.
Enn sem komið er.

08.05.2010 22:54
Afastelpan og hann Billi Boy.
Það er ekki til vandræða mislita féð í Dalsmynni. Fyrstu árin mín sem alvöru bóndi var ég með mikið mislitt eða um helming fjárins. Svo ákvað ég að loka á það og það tók tiltölulegan stuttan tíma að skipta yfir í hvíta litinn.
Nú fara ræktunaráhrifin hjá mér ört minnkandi og trúlega verða ekki mörg ár í það að slatti af mislitu vafri hér um hús og fjallendi.
Hér er afastelpan að skoða hluta af fjáreigninni sinni og náist samningar við hana fyrir haustið er trúlegt að hann Billi Boy sem hún er að kanna bakvöðvana á hér, verði næsti drottnari í gemlingum næsta vetrar.
Reyndar á hann eftir að fara í gegnum nálarauga vöðvaómsjárinnar og sérfræðingsþuklið en einhvernveginn hef ég hugboð um það, að þeir öryggisventlar muni litlu máli skipta í þeirri ákvörðun.
Reyndar er strax búið að benda mér á að það sé ekki nóg með að hann Billi sé úr sæðingunum, undan honum At, heldur er mamma hans úr sæðingum líka.
Þó mér finnist þessar athugasemdir ekki sýna mikla trú á áratuga öruggu ræktunarstarfi undirritaðs hef ég vit á því að segja ekki neitt.
Langt síðan ég lærði það, að betra er að þegja en segja.
06.05.2010 02:40
Vökuvakt á sauðburði.- Myndir.
Þó ég leggi við hlustir heyri ég ekki þungu dimmu dynkina sem heyrðust í gærmorgun.
Þeir höfðu minnt mig á skot úr stórum riffli með hljóðdeyfi og mér létti nokkuð þegar ég heyrði í hádegisfréttunum að drunurnar í gosinu hefðu heyrst vestur á Mýrar.
Þá lá semsagt fyrir að dynkir úr gosi í Eyjafjallajökli hefðu heyrst alla leið yfir á Vesturbakkann.
Og ég varð dapur inni í mér þegar mér varð hugsað til kolleka minna í sauðburði á öskusvæðinu með allt lambfé á húsi og framtíðina vægast sagt í óvissu.
Guðný var enn á vaktinni þegar ég kom út og var að enda við að setja verðandi tvílembu í aðra fínu hestastíuna sína. Ég hefði nú ekki þorað því sjálfur enda langagaður í samskiptum við húsfreyjur staðarins.

Eitt var komið og hitt á leiðinni.

Kindurnar eru hættar að taka eftir því þegar mætt er á vaktina, þó allt sprytti á fætur þegar komið var í húsin í upphafi sauðburðar.

Hér hefur hún" Ömmu Hefu Grána", afastelpunnar gert sig heimakomna í rúllugrindinni en hún hafði ásamt þremur öðrum geldum gemlingum verið sett í rolluhópinn þegar fór að þrengja að í gömlu fjóshlöðunni.

Stallsystur hennar 3 sváfu svefni hinnar réttlátu við hliðina og hafa ekki hugmynd um að kannski verður þetta síðasta nóttin þeirra inni þetta vorið.

Já, svona sofa þær blessaðar saddar og sælar og er slétt sama þó bóndalufsan sé eitthvað að þvælast þarna um hánótt.
Sauðburðurinn gengur bara vel, hægt en örugglega og enn eru það einungis sæðisær og gemlingar sem fjölga sér.
Eitt lamb kom löngu dautt og tvö hafa drepist í fæðingu með ótrúlega slysalegum hætti.
Tvær fullorðnar hafa svo borið einu lambi.
Það þýðir að " einungis" 3 þrílembur eru í umferð og tveir gemlingar eru með tveimur lömbum í augnablikinu. En allar þessar fullorðnu ganga með tveimur lömbum, enn sem komið er.
Það verður trúlega ekki reynt að venja undan þrílembunum héðanaf, enda blása lömbin út á ógnarhraða í þrílembustíunni og mæðurnar á extra dekurfæði með ómældri bygggjöf.
Já þetta gengur bara vel og þó orðaforðinn sé í góðu lagi hjá mér, skortir mig lýsingarorðin yfir það hvernig vorkoman leikur við mann þessa dagana.

- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334