19.03.2017 11:46
Að spá í hvolpahóp með gömlu aðferðinni .
Lengi vel var ég ekki mikið að spá í einstaklingana í hvolpahópnum.
Var reyndar í upphafi, öruggur með að þetta yrðu allt úrvals smalar eins og foreldrarnir
.

Svo síaðist það nú inn í þverhausinn á mér að það er ekkert gefið í ræktuninni.
Lengi vel urðu svo bara til hjá mér got þegar ég ætlaði að koma mér upp góðri tík, - og svo auðvitað slysagotin
.


Korka fumlaus og ákveðin.
Nú er ég hugsanlega kominn með ágætis ræktunartíkur og önnur sjónarmið uppi.
Og það er spáð í hvolpahópana sem aldrei fyrr.

Sweep urrar aðeins á afkvæmin.
Horfi á einstaklingana og hópinn . Ef ég kem að tamningunni get ég svo velt fyrir mér hvernig sérstaða einhvers skilar sér í vinnunni.
Það að sleppa hvolpinum einum , eða hópnum í þjálar kindur 8 - 10 vikna, finnst mér að geti sagt mér ýmislegt.
Þ.e.a.s. ef hvolpurinn/hvolparnir gefa sig eitthvað að kindunum.
Það er mjög misjafnt hvernig hóparnir eða einstaklingarnir eru.
Þeir eru örsjaldan komnir með vinnuáhuga en haga sér samt með mjög mismunandi hætti .
Sumir forða sér eða sýna alls engan áhuga á kindunum.
Aðrir gelta , eða sækja að þeim, elta eða fara fyrir þegar kindurnar komast á hreyfingu o.sv.frv.
Án þess að ég fari nánar út í það hvað ég reyni lesa úr þessu, get ég þó upplýst að yfirvegun og sýnilegur kjarkur við fénaðinn finnst mér góður.
Að fara fyrir eða hringfara í smáfjarlægð frábært. Að hjóla beint í hópinn heldur mér í góðu skapi lengi á eftir
.

Og ekkert stress
.

Hvolpahópurinn sem er að týnast frá mér þessa dagana finnst mér dálítið sérstakur á ýmsan hátt . En það hefur nú kannski átt við alla hvolpahópa hjá mér ef grannt er gáð. 

Hér er svo linkurinn inn á síðasta hvolpatékk.
Spáin verður náttúrulega birt með niðurstöðunni þegar mánaðartamningunni á hópnum lýkur

Skrifað af svanur
17.03.2017 16:20
Flautuskipanir kenndar.
Það er nokkur stígandi í notkun flautuskipana hérlendis en mætti vera meiri.
Er ekki frá því að rétt eins og vel ræktuðum fjárhundi eru ýmsir góðir taktar í blóð bornir, sé mörgum fjármanninum eðlilegra að þenja raddböndin en flauta skipanir út í loftið.
Enda hægara að bæta rækilegar í raddhljóðin þegar leikurinn fer að æsast.

Ég kenni þeim hundum sem ég á eftir að vinna með, flautuskipanir.
Reyndar eru þeir orðnir nokkrir sem hafa farið frá mér eftir flautunám en nýtingin á því námi verið allavega eins og gengur.
Ég mæli eindregið með því að menn kenni fjárhundunum sínum allavega stoppflautið og skipunina að koma með/ ganga að kindum.
Þá er nú reyndar lítið mál að bæta hliðarskipunum við
.

Þetta geri ég þegar tamningin er vel á veg komin og hundurinn er orðinn nokkuð öruggur á töluðum skipunum.
Ef hundurinn er taminn á annað borð er ótrúlega lítil vinna að bæta flautuskipunum við .
Fyrir mig sem byrja tamningarnar með táknmáli/handahreyfingum meðan fyrstu skipanarnar eru að lærast er þetta mjög auðvelt og fljótgert.
Rifja upp táknin sem ég hætti að nota þegar náminu fleygir fram og kenni síðan flautið með þeim.
Ef þau eru ekki fyrir hendi er flautuskipuninni bætt við þá töluðu um leið og hún er sögð.
Táknmálið er einfalt .
Hendur upp fyrir axlir þýðir stopp og hendur til hliðar við hægri og vinstri skipanir.
Hér er sýnt hvernig hvernig gengur í kennslustund no. 2 í flautunni. Þarna eru handahreyfingarnar notaðar til að gulltryggja námshraðann.
Skrifað af svanur
08.03.2017 20:05
Að kíkja í hvolpapakkann.
Það er langt síðan ég komst á þá skoðun að það væri ekki nokkur leið ,- allavega fyrir mig, að spá af einhverri nákvæmi um hæfileika og getu hvolpanna minna .
Að minnsta kosti ekki í kindavinnunni.
Fyrir nokkrum árum lenti ég á dagsnámskeiði hjá breskum snillingi, Nij Vyas.
í einhverju spjalli í lokin, kom fram hjá honum að hann væri vanur að meta hvolpana hjá sér um 7 vikna aldur.
Legði fyrir þá nokkurskonar athyglis og meðferðarpróf sem gæfi mjög ákveðna vísbendingu um hvernig þeir reyndust í framtíðinni.
Í fyrra eignaðist ég svo kennsludisk með kappanum þar sem hann sýndi þessa aðferð og hvernig þeir hvolpar sem hann hélt eftir úr gotinu urðu síðan í og eftir tamningu.
Mér þótti þetta mjög athyglisvert og ákvað að þetta yrði ég að prófa.
Nú er ég með 7 hvolpa got í höndunum og er í þeirri sérstöðu að frumtemja alla hvolpana í fyllingu tímans eða fylgjast náið með tamningunni.
Það var því ákveðið að prófa aðferðina og bera niðurstöðurnar síðan saman við útkomuna í tamningu.
Prófið/matið fer þannig fram að fenginn er einhver sem hvolparnir hafa aldrei heyrt eða séð til að fremja matið.
Hvolpunum er síðan sleppt einum og einum í eitthvert rými til hans.
Farið er yfir 10 atriði og eru viðbrögð hvolpsins síðan metin á skalanum 1 - 6.
1. Kallað er á hvolpinn og á hann þá að koma sjálfviljugur.
2. Gengið er um rýmið og á hvolpurinn að fylgja vel og jafnvel atast í fótum.
3. Hvolpur lagður á hliðina og haldið niðri. Hann á ekki að vera of undirgefinn, berjast aðeins á móti.
4. Strokinn fast og nánast haldið sitjandi við fætur.
5. Á að þola möglunarlaust að vera haldið á lofti með báðar hendur undir bringu .
6 Bolta velt um . Hvolpur sýni vilja til að vinna með dómara.
7. hvolpi haldið í fangi og klipið um aðra framlöpp um þófa. Á að vera viðkvæmur en ekki um of.
8. Barið í pottbotn með einhverju. Hvolpur á að staðsetja hljóð en ekki hræðast. Tengsl milli viðkvæmni og of mikils auga .
9 Elta handklæði. Hvolpur sem eltir verður viljugur vinnuhundur. Sá sem bítur líka gæti átt til að grípa í fé .
10. Regnhlíf spennt út og og velt um gólfið. Hvolpurinn sé ekki hræddur heldur forvitinn um ókunnan hlut.
Sá sem skorar hátt í þessu ætti m.a. að verða sterkur karakter.
Sterkur í að elta og vera með gott skap.
Viljugur í að hlýða leiðbeiningum og skipunum en ekki alltaf um leið heldur hugsa sjálfstætt en hafi vilja til að vinna með manninum.
Hundagúrúinn hann Gísli í Mýrdal var síðan fenginn í framkvæmdina og hver hvolpur tekinn upp á myndband sem síðan var sest yfir og einkunnir gefnar. Þetta var samstæður hópur og skoruðu hátt í þessu eins og dómarinn mat þetta.
Það var aldeilis magnað að fylgjast með þessum samstæða hóp samþykkja þennan ókunna náunga og fara gegnum prógrammið með honum.
Það verður svo spennadi að fara yfir þetta og bera saman við karakterana eftir að hafa frumtamið þá í mánaðartamningu í seint í haust og næsta vetur.
Hér er svo prófið yfir Lukku sem ég mun halda eftir af gotinu.
Var reyndar búinn að ákveða það áður og niðurstaða dagsins varð ekki til að breyta þeirri ákvörðun.
Skrifað af svanur
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
- 151
- 152
- 153
- 154
- 155
- 156
- 157
- 158
- 159
- 160
- 161
- 162
- 163
- 164
- 165
- 166
- 167
- 168
- 169
- 170
- 171
- 172
- 173
- 174
- 175
- 176
- 177
- 178
- 179
- 180
- 181
- 182
- 183
- 184
- 185
- 186
- 187
- 188
- 189
- 190
- 191
- 192
- 193
- 194
- 195
- 196
- 197
- 198
- 199
- 200
- 201
- 202
- 203
- 204
- 205
- 206
- 207
- 208
- 209
- 210
- 211
- 212
- 213
- 214
- 215
- 216
- 217
- 218
- 219
- 220
- 221
- 222
- 223
- 224
- 225
- 226
- 227
- 228
- 229
- 230
- 231
- 232
- 233
- 234
- 235
- 236
- 237
- 238
- 239
- 240
- 241
- 242
- 243
- 244
- 245
- 246
- 247
- 248
- 249
- 250
- 251
- 252
- 253
- 254
- 255
- 256
- 257
- 258
- 259
- 260
- 261
- 262
- 263
- 264
- 265
- 266
- 267
- 268
- 269
- 270
- 271
- 272
- 273
- 274
- 275
- 276
- 277
- 278
- 279
- 280
- 281
- 282
- 283
- 284
- 285
- 286
- 287
- 288
- 289
- 290
- 291
- 292
- 293
- 294
- 295
- 296
- 297
- 298
- 299
- 300
- 301
- 302
- 303
- 304
- 305
- 306
- 307
- 308
- 309
- 310
- 311
- 312
- 313
- 314
- 315
- 316
- 317
- 318
- 319
- 320
- 321
- 322
- 323
- 324
- 325
- 326
- 327
- 328
- 329
- 330
- 331
- 332
- 333
- 334