25.02.2011 10:46

Fjárhundanámskeið á döfinni.

Þar sem hundaáhugafólkið er óvanalega áhugasamt um síðuna mína þessa dagana er rétt að benda á að stefnt er að leiðbeininganámskeiði í tamningu fjárhunda annaðhvort 19 eða 20 mars.

 
Hér er erlendur kennari (Colin) aðsýna hvernig á að glíma við erfiðan nemanda.

 Stefnan er sett á að leiðbeinendurnir verði tveir, Gísli í Mýrdal og undirritaður.

Unnið verði með hundana annarsvegar í reiðhöllinni í Söðulsholti ( þá ótömdu) og hinsvegar með þá lengra komnu í Dalsmynni en nú þegar er búið að panta gott veður annahvorn daginn.


Aðstaðan í Hestamiðstöðinn er 5 stjörnu  + þar sem er m.a. hægt að horfa á DVD kennsludiska í pásunum.

 Þetta er upplagt tækifæri fyrir þá sem eru með nokkuð tamda hunda en eiga eftir að kenna þeim að skipta hóp eða hætta að vinna við kindahóp og leita að öðrum hóp fyrir aftan sig.

 Þeir sem eru að hugsa um að taka þátt í fjárhundakeppnum gætu líka haft gott af því að fá æfingu í  því hvernig hún fer fram.


 Hér er Gísli að sýna hvernig hlutirnir gerast með tömdum hundi /Kötu frá Daðastöðum.

Það er enn pláss fyrir 3 - 4- og póstfangið er dalsmynn@ismennt.is eða Svanur í s. 6948020.

 Verðið er um 10 - 12.000 kr með öllu( eftir fjölda) og námskeiðið er styrkhæft úr Starfsmenntasjóði bænda fyrir ábúendur á lögbýli, 8 - 12.000 kr eftir námskeiðslengd.,

 

24.02.2011 10:11

Sumarið og hestaferðirnar.

 Það gafst afleitlega fyrir um ári síðan að setjast niður og skipuleggja hestaferðir komandi sumars.

Hestarnir voru óvirkir vegna kvefpestar og engar ferðir farnar hér á bæ.


Hallarmúlaskálinn en þangað var náð í mikilli slagveðursrigningu.

 Uppgjöfin er samt ekki algjör og þó ekkert sé sett á blað er samt velt fyrir sér hvað hægt sé að fella inn í skipulagningu sumarsins.



 Hér er áð eftir að hafa komið vestur yfir Almannaskarðið austan Hornafjarðar.

 Og við Ingimar á Jaðri erum góðir vinir siðan og gaman að hann skyldi kíkja við hjá mér í sumar.
 

 Hér er hinsvegar áð undir Kirkjufellinu.


 En  Grundfirðingar voru sóttir heim eitt sólarsíðdegið 2009.

 Og meira að segja Löngufjörur fengu frí fyrir mér síðasta sumar.

Tekið úr Suðurey . Hafursfellið í baksýn.

 Það gengur einfaldlega ekki.

Varð svo að skella hér með mynd af útvegsbóndanum á Stóra Kambi að leggja af stað yfir Snæfellsnesfjallgarðinn  í botn Álftarfjarðar.


 Hann teymir hér 7 hesta og þetta er algjör snilld að sjá.

Já nú verður tekið á því í sumar. Eða hvað??



20.02.2011 09:41

Hvanneyringar í heimsókn.


   Það var Hrútavinafélagið Hreðjar á Hvanneyri sem stóð fyrir vísindaferð um Nesið í gær.

Fyrir margt löngu hafði hún Ásta  samband og spurði hvor þau mættu koma við og kíkja á hundana?
 Trúlega hef ég ekki síður verið rannsóknarefnið þó hún kynni ekki við að minnast á það.

 Þrátt fyrir stöðug logn og blíðviðri hér á Nesinu tók ég ekki sénsinn á því að hafa móttökuna utandyra svona í þorralok og leitaði á náðir nágrannans á Hestamiðstöðinni sem lánaði fúslega hús og reiðhöll.
Tamningarliðið var svo tekið eignanámi til að sjá um kaffiuppáhellinga og fl.

Það voru síðan Vaskur, Dáð og Tinni sem fengu að sýna sitt lítið af hverju.


 Þetta reyndist vera um 40 manna hópur og það var enginn þunglyndisblær yfir liðinu þegar það mætti um hádegisleytið. Hér er ég að reyna að sannfæra þau um að Border Colliarnir séu sjaldnast vandamálið þegar eitthvað fer úrskeiðis í uppeldinu , heldur séu það eigendurnir.

 
 Það var svo virkilega skemmtilegt hvað þetta voru góðir og áhugasamir áheyrendur.



 Og í spjallinu á eftir fékk ég alveg fullt af gáfulegum spurningum sem er ekki alveg gefið að fylgi með í svona uppákomum.



 Þetta var semsagt hin ánægjulegasta heimsókn fyrir mína parta og útlit fyrir að námskeiðið sem stefnir í að verði sett upp í mars sé að fyllast.
Flettingar í dag: 411
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 219
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 803536
Samtals gestir: 65137
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 22:40:43
clockhere