18.01.2015 22:09

" Óhefðbundinn " sunnudagur í sveitinni.

 Þetta hefði einhverntímann verið óhefðbundinn dagur í  sveitinni. 

  Hófst að vísu á hefðbundinn hátt með fjósi og fjárhúsi en svo yfirtók hundastúss daginn.

  Fyrst var afhent tík sem hafði verið í viku þjálfun.  

  Farið var rækilega yfir hvað verið var að vinna í og hvernig ætti að standa að framhaldinu.
  Eigandinn kvaddi fullur bjartsýni ( vonandi emoticon ), með það veganesti að hann gæti komið í tilsögn ef hlutirnir gengju ekki upp á einhverju stigi málsins. 

 
  Brúnó hélt í norður/vesturátt en samt ekki alveg norðurfyrir hníf og gaffal  emoticon

Það voru svo afhentir tveir hvolpar til nýrra eigenda. Þetta voru gamalreyndir uppalendur svo ekki þurfti að fara rækilega yfir hvað mætti og mætti ekki næstu 5 - 6 mánuðina en þá mæta þeir ( þ.e.hvolparnir )í verklegt nám hjá ræktandanum.


 Jesús Pétur fór hinsvegar í vesturátt á handvalinn stað. Trúlega kominn með annað nafn nú þegar. emoticon

Gangi námið upp fá eigendurnir reyndar rækilega yfirhalningu í notkun á fídusunum sem verða komnir inn í kollinn á hundunum.

  Markmiðið hjá bæði ræktandanum og kaupendunum er að málinu ljúki með því að kaupendurnir verði komnir með góðan fjárhund í hendurnar áður en lýkur.

   Ef þessir hvolpar duga ekki til þess, verða þeir teknir til baka og reynt á nýjan leik. 

 Það var svo tekinn inn átta mán. tík í tamningu. Hún kom langt að og ekki þorandi annað en tékka á hvort hún væri tamningartæk áður en eigandinn færi.

  Hún fékk grænt ljós á námsdvöl og svo er bara að sjá hvernig spilast úr henni.

 Ef heldur sem horfir gæti svona dögum fjölgað verulega næstu árin. 


 Máni stökk hæð sína í loft upp þegar hann fékk það staðfest að hér myndi hann dvelja a.m.k. fram yfir skólaútskrift.

En snjósleðinn safnaði ryki þennan daginn. emoticon

12.01.2015 20:25

Allt að gerast í hækkandi sól.

 Nú er norðanáttin orðin allsráðandi á ný og í stað þess að taka góða fárviðrissveiflu og koma þessum lausasnjó( á láglendinu) út á hafsauga, lítur út fyrir skafrenningsjaganda næstu dagana.



 Með tilheyrandi snjómokstri og ófærð.

Ég er svona aðeins að koma mér tamningagírinn aftur . Fer samt rólega af stað í þeirri von að hægt verði að vinna utandyra við þetta áður en lýkur. 

   Hvolparnir dafna sérlega vel og bjartsýnin ríkir ( enn ) um að þeir eigi eftir að verða eitthvað. Nema hvað emoticon ?


 Læknisskoðunin, örmerkingin  og pavrósprautan kláruðust í dag og ormalyfstöflurnar verða gefnar 3 næstu daga samkvæmt  doksa. 

   Svo styttist í að þeir sem fara, hleypi heimdraganum. Trúlega um eða uppúr helginni.

Nú er búið að fjarlægja hrútinn úr gemlingunum  en hinir fá að standa vaktina áfram.



 Þó ótrúlegt sé tókst að ná heyinu fyrir féð ásættanlega þurru svo ekki þarf að hálma taðið enn sem komið er  7-9-13.  


Það mætti svo halda að ég sé eitthvað mikilvirkur í hrossunum því nú á ég tvo fola á námsbraut í landbúnaðarháskólanum og tvö önnur verða sett í tamningu í vikunni. Steinhætt að lítast á þetta..

 Flugarr Flákason fjær, á fjórða vetur verður tekinn inn í vikunni í mán. tamningu.
Dreyri Sigursson nær ,( á fimmta v.) er mættur í Lbhs ásamt Dökkva  bróður sínum Eldjárnssyni, þar sem þeir verða teknir til bæna, eftir bókinni.

 
 Perla Arðsdóttir  á fjórða v. sem er síðasta afkvæmið hennar Vonar, fær sinn mánaðarskammt líka. Ég var búinn að bíða lengi eftir hryssu undan Von svo það er eins gott að Perla  verði eitthvað.

 Já, já,  Sleppi því svo að væla frekar yfir veðurfari vetrarins enda snjósleðafæri um fjöllin þegar daginn fer að lengja .emoticon


09.01.2015 20:05

Langtímadílar og hundabrask..

 Stundum er ég spurður að því hvað sé eðlilegt verð á " tömdum " hundi.

 Það vafðist fyrir mér að svara þessu . 

Enda engir tveir tamdir hundar eins og himinn og haf milli skoðana manna  og náttúrlega kvenna á því hvað sé " taminn " hundur. 

 Nú svara ég þessu greiðlega með því að rétta verðið sé það sem bæði kaupandi og seljandi telja ásættanlegt. 

Allavega meðan hundurinn stendur undir væntingum emoticon . 

 Þetta er samt ekki allskostar rétt svar hjá mér, en þó rétt svo langt sem það nær.. 

 Staðreyndin er sú að framboðið af tömdum hundum er sáralítið.  

 Þó er til alveg fullt af bændum og lausamönnum sem geta prýðilega tamið hund.   Og þrátt fyrir að ég halda því fram í tíma og ótíma að " nokkurt " hlutfall ræktunarinnar sé einskis virði í smalavinnu er samt ekkert mál að verða sér útum gott eintak til tamningar.

  Annaðhvort hjá öðrum, eða með að rækta það sjálfur. 

  Skýringin á því að ekki er meira framboð af tömdum hundum er að sjálfsögðu það að verðið sem hinn almenni bóndi er tilbúinn að borga er of lágt. 

   Með öðrum orðum hið almenna söluverð á tömdum góðum hundum er ekki rétt emoticon  .

 Mér sýnist að þau verð sem menn þola nokkuð vel að sjá séu svona uppundir 300 kallinn. 

 Nú er þörf manna fyrir góðan hund misjöfn og þó þeim fari fækkandi, er samt nokkur hópur bænda sem áttar sig ekki á því sem góður hundur getur.

   Ég hef haft dálítið að gera í símanum undanfarna daga og kvarta alls ekki undan því.emoticon
  
 Sum samtölin eru samt skemmtilegri en önnur. 

 Einn bóndinn sagði mér að hann hefði aldrei átt B C hund. Hefði alltaf verið með þessa " íslensku " . 

  Hefði hinsvegar alltaf sagt það, að þegar hann færi að eldast tæki Borderinn við. Nú færi að koma að þeim tímamótum hjá honum.  

  En þá vildi hann kaupa sér fulltaminn góðan hund. Gæti ég útvegað honum hann ?  
 Ég játaði því afdráttarlaust, en það myndi hvorki gerast í dag eða á morgun. 

  Ég fór svo yfir það hvað svona hundur ætti að geta og þyrfti að hafa til brunns að bera til að ráða við þetta. 
 Við værum svo að tala um tvö ár plús eða mínus eitthvað í verkefnið. 

 Það hentaði bóndanum ágætlega.

. Þá sagði ég gætilega að þetta kostaði dálítið  emoticon . 

   Bóndinn vissi allt um það . 

Hann væri aðeins í hestasölu og þekkti allan pakkann. Ræktunina, uppeldið, tamninguna o.sv.frv.

 Síðast en ekki síst hefði hann verið að kaupa hvolpana ( þá íslensku) á 200 kall.  
 Lítið mál að tvö eða þrefalda þá upphæð, nú eða meira fyrir góðan hund.

 Já það var óþarft að hafa fleiri orð um þennan díl. emoticon .

 Og biðlistinn minn var færður upp og viðmælandinn settur í annað sætið.emoticon
Flettingar í dag: 212
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 419169
Samtals gestir: 38116
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 08:51:58
clockhere