09.01.2010 23:59

Ótrúlegt, enn til Frammarar með heilbrigða hugsun .

Það fer mikil bjartsýnisbylgja um bloggheima nú um stundir, og eins og oft áður forðast margir raunveruleikann sem er ekki alltaf skemmtilegur.

 Oft rekst maður þó á punkta sem koma á óvart og gera hlutina skemmtilega.
 
Einn slíkur birtist í    hér.

 Ja,? en kannski ekki" týpískur" frammari á ferðinni??

06.01.2010 23:40

Eldur á vesturbakkanum, sprengingar á Austurbakkanum.

 Vinir mínir á Austurbakkanum eru stórir í sniðum í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur.

 Þegar kemur að því að brenna út jólin er það gert með miklum stæl og efnt til mikillar brennu og tilheyrandi láta.


 Þeir eru hinsvegar passasamir á að ekki sé verið að brenna neinum spilliefnum og að þessi tuttugu leyfi sem sækja þarf um til Heródesar og Pílatusar möppukerfissins séu öll fyrir hendi.



 Reyndar sagði mér einn ósannsögull að þegar dimmt væri orðið  en áður en kveikt væri í, væri smágat í eftirlitskerfi brennustjóra hvað varðaði óæskilegt brennuefni en það er auðvitað bara bull,örugglega ættað af vesturbakkanum.


 
 Einn af fréttamönnum heimasíðunnar brá sér á brennuna og staðfesti að allt hefði verið með myndarbrag og einungis hreint timbur í bálkestinum. Nema hvað.



 Það var fjölmennt í góðviðrinu og flugeldarnir breyttust með glæsilegum hætti úr fullt af þúsundköllum í nánast ekki neitt. 


Munurinn á bönkunum sem hrunflokkarnir gáfu vinum sínum og flugeldunum var sá að þegar bankarnir urðu að engu skildu þeir eftir mun þyngri byrðar fyrir okkur en flugeldarnir.

 

Já, þrátt fyrir að hafa lifað betri tíma í fjármálunum splæsti  Borgarbyggð í veglega flugeldasýningu sem var í umsjá björgunarsveitarinnar Elliða.



Á Vesturbakkanum var öllum sprengingum sleppt við brennuna á laugardagskvöldið enda hrossavænt fólk þeim megin.



 Svona gerist bara á vesturbakkanum. 








Já nú er búið að loka á jólin í bili og fjörugur vetur framundan í landsmálunum.

Þó lýðskrumararnir séu lagðir á flótta frá ruglinu sem þeir hafa hamrað á síðasta árið.emoticon




Fullt af myndum í albúmi, smella .Brennur austur og vesturbak...NÝTT

05.01.2010 23:46

Svartur dagur.

 Dagurinn var fínn til kl. ellefu  þegar allt fór í steik.

 Það er tvennt sem m.a. þarf að vinna að í framhaldinu.

1. Koma á nothæfum lögum um forsendur og framkvæmd á  þjóðaratkvæðagreiðslum sem eru eðli málsins samkvæmt, nauðsynlegar í einhverjum tilvikum.

2. Vinna að því að leggja niður embætti forseta Íslands.

     Þar er verið að borga of mikið fyrir of lítið.

 Og þar sem ríkistjórnin hefur ekki bakland á þingi til að loka þessu máli með neinum hætti hefði hún átt að segja af sér.emoticon 

 

Flettingar í dag: 461
Gestir í dag: 102
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 419418
Samtals gestir: 38174
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 12:06:05
clockhere