Færslur: 2017 Apríl

22.04.2017 20:40

Heimsmálin og hundaræktin .

 Við kunninginn vorum búnir að leysa hluta af heimsmálunum, ræða ríkisstjórnina, landbúnaðarpakkann og útvarp Sögu. - og byrjaðir á 3. kaffibollanum þegar ég fann á mér að nú kæmi það emoticon . 

  Já ,- og " þið " eruð bara að eyðileggja fjárhundaræktunina í landinu sagði hann íbygginn. 

  Þó kaffið hefði ekki róandi áhrif á mig ákvað ég samt að fara grunnt í gegnum það sem í vændum væri, kunninginn ekkert í hundarækt en áhugasamur um hunda og hafði átt góða hunda gegnum tíðina. 

  Nú sagði ég, hverjir og hvernig þá ?

  Nú"þið " eruð að flytja inn einhverja helv. keppnishunda sem eru einskis nýtir í smalinu. 

  Ummmm sagði ég og ákvað að fara ekkert út í þessa " þið " nánar,  - hvaða bull er þetta. Er ekki fínt að geta skutlast í keppni með hundinn sinn á milli þess sem verið er að hreinsa fjöllin. 

  Jaa það er nú málið sagði kunninginn, mér er sagt að þessir innfluttu keppnishundar geti ekkert nema smalað einhverja túnbleðla , nú eða girðingarhólf. 

  Séu ræktaðir til þess að smala tömdum kindum eftir keppnisbrautum.

    Það sem útaf þeim komi geti svo ekkert í alvöru smali með alvöru rollum. 

   Ég leit íhugandi á kunningjann og sá fyrir mér tilgangsleysi þess að rökræða ræktunamál fjárhunda við þann sem ekki væri í ræktuninni. 

   Sagði því hinn rólegasti ( sem hann reyndar vissi ) að ég hefði  síðustu,  jaa 10 - 20 árin verið á fullu í smalahundum , ræktun, smali og keppnum. 

  Mín reynsla væri undantekningarlaust sú að bestu vinnuhundarnir stæðu sig best í keppnisbrautinni. 


 Korka er gott dæmi um yfirburða  vinnuhund.  Hefði trúlega/ örugglega orðið yfirburðar í braut hefði hún verið tamin almennilega til þess.emoticon

  Eftir þetta útspil  sló smá þögn á kunningjann. 

  Ég skynjað það að nú var leitað að útgönguleið, enda hafði hann lent í einni virkilega erfiðri leit með mér og mætt til  að horfa á a.m.k. eina keppni. 

Vissi að ég laug engu um þetta. 

  Hann yppti svo öxlum og sagði án mikils sannfæringakrafts.
  
 Ekkert að marka þig. Þú ert náttúrulega algjörlega afbrigðilegur í þessu emoticon . 

   Ég greip þessa útgönguleið  á lofti og fór að tala um hverju vinur okkar hefði verið að spá um vorið og sumarið emoticon . 

  Hvarflaði ekki að mér að segja honum að fyrir nokkrum árum hefði ég verið að velta fyrir mér ræktunarvirði innfluttra taminna hunda.

  Niðurstaðan af því var sú að hundur sem hefði verið taminn  af snjöllum þjálfara, fyrst og fremst til að keppa með ( tamdar ) kindur í braut og stæði sig vel þar, byggi nokkuð örugglega yfir ákveðnum hæfileikum. 

  Hæfileikum sem mér þætti eftirsóknarverðir í ræktun.  

  Þetta segði mér hinsvegar lítið um það hvernig hann myndi duga í erfiðri leit.
  Væri hann með genið sem gæfi 100 % öryggi í að taka allt með, sem hann sæi í löngu úthlaupi. 

  Genið sem gerði hann öruggan í að höndla erfiðu kindurnar. 

  Genið sem gæddi hann náttúrulega örygginu, vinnulaginu , yfirveguninni og útgeisluninni sem virkaði svo vel í fjallinu hjá mér. 

  Nei , - niðurstaðan hjá mér var sú að ekkert af þessi þyrfti kannski  að vera í hausnum á  hundi sem brillerar í örygginu með þjálu kindurnar í brautinni. -    Eftir margra, já margra mánaða kennslu hjá snjöllum þjálfara. 

  Ég hef nú samt ekki nokkrar einustu áhyggjur af stöðunni í fjárhundaræktuninni hvorki hérlendis né erlendis emoticon .  

 Meðan þörf er á öflugum fjárhundum verða þeir ræktaðir. Þeir sem þurfa á þeim að halda finna þá, eða rækta sjálfir. 

 Hvort sem það verður gert með innfluttum keppnishundum eða án þeirra emoticon  
 
Þeir kröfuminni verða að sjálfsögðu áfram  hæstánægðir með sitt. emoticon .

 Keppnis eða ekki keppnis.emoticon

15.04.2017 20:12

Hestaslark 2013 .

 Það rifjast sitthvað upp þegar verið er að stinga út og spá í hugsanlegar hestaferðir sumarsins.  

 Það var árið 2013 í ágústmánuði sem ég fékk fyrirmæli um að setja upp þriggja daga hestaferð með það sem á járnum var í Hestamiðstöðinni í Söðulsholti. 

Það var fljótgert.

 Svo var bara að finna daga sem hentuðu með nothæfri veðurspá. Fyrsta dagleiðin Söðulsholt - Hallkelsstaðarhlíð gekk vel fyrir utan hefðbundinn hasar við að koma rekstrinum fyrsta legginn. 


  Dagur eitt. Hrossin neðan  Gerðubergsins farin að róast  eftir starthasarinn.

Við vorum fjögur með hópinn, um 40 hross.  

 Ég, Iðunn og Dóri ásamt Ágústu Rut sem hafði verið við tamningar í Söðulsholti um tíma. 

Önnur dagleiðin norður yfir fjallgarðinn, Hallkelsstaðarhlíð - Bíldhóll gekk enn betur.


  Þarna fann ég götu ofan og austan Heydalsvegar sem ég frétti af daginn fyrir ferðina. Skemmtileg gata en alltof stutt.emoticon

 Veðrið frábært og hrossin farin að slípast í rekstrinum. 

  Þegar spáð hafði verið í veðrið  lá fyrir að kröpp lægð myndi ganga yfir vestanvert landið. Ferðin var sett upp þannig að það yrði sloppið til byggða áður en hún birtist.  
 Þessa daga höfðu veðurfræðingarnir hinsvegar tekið upp á því að flýta henni jafnt og þétt en samt voru enn líkur á að við ættum að ná langleiðina suður af áður en aðalhasarinn byrjaði. 


 Við fórum tímanlega frá Bíldhól. Ágústa búin að yfirgefa okkur en Arnar í Haukatungu kominn í staðinn.

 Riðum gamla þjóðleið sem lá að Litla Langadal. 
  Þaðan yrði síðan riðið suður Flatir  sem leið liggur að Söðulsholti.

  Gatan vestur í L. Langadal var orðin óljós á köflum en Jóel á Bildhóli er m.a. gefið það, að geta sagt til vegar svo skiljist og dugði það okkur prýðilega.
 
  Leiðina suður Flatir þekkti ég hinsvegar eins og handarbakið á mér. Þegar kom að Litla Langadal var ljóst að lægðin góða hafði líka tekið daginn snemma, aðeins byrjað að rigna og veðurhljóð komið í fjallgarðinn. 

 Ég þekkti það að suðaustan áttin er ekki heppilegasta útreiðarveðrið suður Langadalinn og Flatirnar.  Þar sem hún treður sér gegnum skarðið niður dalinn. 

  Það var því allt gert klárt fyrir langan legg.  Fengið sér af nestinu og öflugustu hrossin tekin undir hnakkinn.
 
   Við vorum síðan rétt komin af stað þegar lægðin kom í fangið á okkur, úrhellisrigning og bætti sífellt í vind eftir því sem sunnar dró.  

  Jóel hafði bent okkur á að ef  við  myndum lenda í slæmu suður dalinn væri möguleiki að stoppa hópinn í giljum innst í dalnum vestanverðum.

   Það var  hæfileg fyrsta áning.   Ég mat það hinsvegar þannig að ekki væri viðlit að stoppa hópinn þarna. .

   Reksturinn var ekki á neinni lestarferð á eftir okkur Dóra og spurningin var einfaldlega um það hversu lengi við gætum haldið honum fyrir aftan okkur.
   Það var svo sprautast uppúr Drögunum og suður Flatirnar í sama úrhellinu og hávaða roki. Allt á yfirferð . emoticon  

  Sunnan Flatanna er leiðinda reiðvegur , grýttar götur með Flatnánni en eftir því sem við lækkuðum okkur sló aðeins á veðrið. Þarna náðum við að hægja aðeins á rekstrinum og síðan  að stoppa  vestan árinnar neðan Illagilsins. 



Þetta er nú ekki hefðbundinn áningastaður  og ekki lögðum við í að reyna að ná hrossum til skipta þó áfanginn væri orðinn óhóflega langur.

   En fljótfarinn var hann.  emoticon

  Þarna kom í ljós að Arnar var alblóðugur í framan. 

  Í sviftingum við að komast af stað hafði klárinn náð að berja hausnum í hann þannig að sprakk fyrir á augnbrún.    

 Þó ég sé sjaldnast með kvíðahnút  í ferðalögum þá velti ég því fyrir mér þarna, hvernig myndi ganga með reksturinn niður með Flatnánni að ármótunum. 
 
 Þar eru frekar ógreiðar götur en allt niður í móti og ljóst að það yrðu engin grið gefin af rekstrinum. 

 En nú dugði ekkert væl bara að drífa sig í hnakkinn og láta vaða . Og þetta slapp til en tæpt var þetta allt emoticon.
 
  Þegar niður var komið, ármótin að baki, ( riðin á harðastökki emoticon  ) og allt fylgdi sem átti að fylgja, andaði ég léttar.

  Fannst eins og nú væru engin vandamál til lengur.  

 Vissi af stað framundan  þar sem ef vel tækist til, yrði hægt að stoppa hópinn og komast á minna þreytt hross. 

  Það gekk eftir , hár árbakki á aðra hliðina og stokkalækur sunnanvið. Þarna tókst að hafa hestaskipti og klára nestið .  Þó úrhellið væri það sama var  veðrið að öðru leiti snöggtum skárra.

  Leggirnir 3 sem eftir voru gengu smurt. 

En Iðunn hefur ekki fengist í hestaferð með mér síðan. emoticon

09.04.2017 20:53

Fínn fyrsti hundur, - eða þannig. .

 Hann var mættur á námskeið hjá mér fyrir nokkrum árum. 

 Ja eða kannski þó nokkuð mörgum árum. emoticon  

   Ungur piltur með fyrsta hundinn sinn, fullur áhuga að koma sér upp góðum fjárhundi. 
Eftir fyrsta tímann spurði hann mig hvernig mér litist á hundinn. 
 
 Það voru alveg punktar í hundinum og ég gerði dálítið úr því sem mér leist á. 

 Minntist ekkert á hitt. 

  Þetta var tveggja daga námskeið og við fórum fjórum sinnum í kindur.
  
Hundurinn var tæpur með áhugann en fór ágætlega  að fénu.

  Alveg kjarklaus en þetta gekk fínt með tömdu kindunum  og allir ánægðir um það er lauk. 

   Eftir námskeiðið þegar ég var að koma hundi og dóti í bílinn átti pilturinn leið hjá og við tókum lokaspjallið. 

 Ég gaf lítið út á það þegar hann vildi fá mig til að hæla hundinum sínum en hvatti hann til að vinna vel í hundinum og fá eins mikið útúr honum og hann gæti.  

  Það kæmi svo kannski að því að hann myndi langa í öflugri hund með þessum. 
 Þá skyldi hann vanda sig eins og hægt væri , fyrst við valið og síðan tamninguna.
  Ef það gengi vel skyldi hann svo æfa þá saman í vinnu og þá myndi þetta verða verulega skemmtilegt.  

 Það var síðan nokkurnveginn ári seinna sem pilturinn hringdi í mig.

  Hann minntist ekkert á hundinn sinn en sagðist vera að spá í hvolp. Væri að skoða tvö got og langaði að vita hvort ég þekkti eitthvað til þeirra. 
( Svo langt síðan að ég lét enn hafa mig í að gefa álit á gotum emoticon)  
  Það hittist svo á að ég taldi mig þekkja til beggja gotanna og þurfti ekki að hugsa mig um, sagði honum bara hvað ég myndi gera ef ég væri að leita að hvolpi.

 Ekkert heyrt í honum síðan. 

  Veit bara að  hann er með gott fjárbú , - og til þess tekið að hann sé alltaf með afbragðs fjárhunda.   

  Fyrir þá sem hafa lesið alla leið hingað en eiga eftir að koma sér upp góðum fjárhundi þá er þetta leiðin. emoticon  

  Hafa áhuga á málinu og vinna að því í alvöru emoticon.
Flettingar í dag: 49
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 443
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 398245
Samtals gestir: 36183
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 03:42:47
clockhere