Færslur: 2013 Nóvember

22.11.2013 08:04

Fjölbreytileiki og flóknar spurningar.


 Veðurguðirnir kappkosta að sýna okkur allar útgáfur skammdegisveðranna af mikilli rausn nú um stundir.

 Maður Þrammar til gegninga í sjókomu og röltir til baka í hellirigningu, eða öfugt.

Og lognið sveiflast fram og til baka á öllum skölum metrakerfisins sem aldrei fyrr.

Dalsmynnisbændur hafa staðið á útkikkinu til að reyna að stilla saman Þurrum kindum og uppteknum rúningsmanni, til að ná hreinni ull af Því fé enn er óhýst.

 Þetta náðist svo að lokum, Þurrt fé inn og rúningsmaður daginn eftir.



 Svo Þessar fengu fyrstu rúllu vetrarins í gærkveldi.

Það verður síðan svindlað aðeins á loftræstingunni til að halda hitastiginu notalegu fyrir Þær fyrstu dagana.

 Það er búið að tæma haughúskjallarana hæfilega til að rúma mykju vetrarins og allt að komast í fastar skorður eftir haustamstrið.

      Hundatamningar liggja að mestu niðri framyfir áramót en munu komast á fulla ferð í áliðnum jan.



Þessar blómarósir og vinkonur,Ronja frá Dalsmynni og Frökk frá Eyvindarmúla bíða Þess með óÞreyju að hefja námið. Það verður svo spurning hvernig gengur að koma Þeim að fyrir  "aðkomunemendum" .

 Enn meiri spurning hvort Þær nái í gegnum nálaraugað inn í ræktunardeildina.

Alltaf jafn spennandi Þessar ósvöruðu spurningar í ræktunarbrasinu.

En svörin stundum lítið spennandi.emoticon

16.11.2013 08:34

Smalahundafélag Íslands og hann Snati.

 Þegar ég ákvað að koma lagi á fjárhundadæmið  og koma mér upp góðum tömdum hundi , kom ekki annað til greina en sá/sú yrði að hafa marktæka ættbók í farteskinu.
 
 Það var nú reyndar í framhaldinu sem ég uppgötvaði að örugg ættbók er kannski ekki örugg ávísun á góðan fjárhund.

En Það er nú önnur saga.

 Það hefur gengið á ýmsu hjá Smalahundafélagi Íslands í gegnum tíðina, að halda úti góðu og aðgengilegu ættarforriti fyrir félagana.

 Þar kom Þó að kröftugir stjórnarmenn spýttu í lófana, lögðust á árarnar og nú eru Þeir komnir í höfn með ættarforrit sem mun gera Það sem til er ætlast.

Ættarforritð SNATI .

 Þeir náðu samningum við bændasamtökin um samstarf við að Þróa og síðan reka forritið með líkum hætti og hjá öðrum búgreinum.

 Ég var einn Þeirra sem hafði gefist upp á skráningu gotanna í gamla kerfinu og átti Því nokkur óskráð got í handraðanum.


 Nú er stefnan sett á að rækta útaf Tinna frá Staðarhúsum. Brasið við að koma honum inní ættbók varð til af Því að í ættartölunni sem ég fékk með honum hafði afinn verið skírður upp af Þeim sem eignaðist hann. Það var mikill léttir að sá reyndist skráður í ættbók undir öðru nafni sem ræktandinn gaf honum. Til að toppa Það reyndist Skessa gamla mín frá Hæl vera amma hans með goti undan Garry.

 Eftir að hafa setið sveittur síðustu dagana eða vikurnar við að grafa upp ættir á einum sem lenti í ræktun hjá mér og koma gotunum síðan inn með tilheyrandi byrjunarörðugleikum er ég hæstánægður með sjálfan mig og tiltölulega sáttur við forritið .

 Þar er Þó eins og alltaf,  ýmislegt sem má einfalda og bæta.

 Bændasamtökin halda utanum forritið og Þar er mikil eðalkona Hallveig Fróðadóttir sem leysir hvers manns vanda. Hilmar Sturluson í Móskógum leiddi mig hinsvegar í gegnum Þetta, en Það er opinbert skotleyfi á hann í málinu, enda var ég kominn með fastan tíma hjá honum á kvöldin.  

 Það eru einungis skráðir félagar í SFÍ sem geta grúskað í forritinu en aðrir geta skoðað hundaskrána með eigendum.

  Fyrir grúskarana er aðgengilegt að leita upp einstaka hunda með Því að slá inn nafni. Síðan er hægt að slá upp öllum hundum frá tilteknum bæjum eða ræktanda. 

 Ættartré hunds í nokkra ættliði og afkvæmahóp er svo hægt að kalla fram.

 Það er ljóst að verulegur hluti BC fjárhunda á landinu er utan skráningar sem er afleitt.

Mjög oft eru Þó til ættartölur sem í sumum tilvikum ná Þó nokkuð aftur.

Gætu dugað til að koma viðkomandi í ættbók.

Og menn Þurfa ekki að vera félagar til að skrá hundinn/tíkina inn.

Verið er að skoða leiðir til að taka inn góða hunda/tíkur með götótta ættarskrá. Þeir yrðu Þá að standast ákveðið gæðamat, sýna hæfileika til kindavinnu sem dygðu Þeim til skráningar.

 Enn hefur tekist að reka forritið á félagsgjöldum skráðra félaga án skráningargjalda.

Ef upplýsingar mínar eru réttar kostar hinsvegar skráning BC ræktenda í ISDS  um 130.000 isk. 

 Við, villimennirnir hér á skerinu myndum trúlega hiksta nokkrum sinnum á Því.

Já, nú er bara að nota skammdegið til að róta smaladýrunum sínum inn á ættbókina.

02.11.2013 21:29

Að kenna gömlum hundi að sitja. - Táta frá Brautartungu.

 Mér finnst best að fá hundana í tamningu áður en farið er að nota Þá.

Átta til  tólf mán. meðan vinnuáhuginn er á fullu og Þeir eru vel móttækilegir fyrir leiðsögninni.

Ágætt ef Þeir hafa alist upp við aga, teymast, kunna að hlusta og öll grunnvinna er góð ef menn vita hvað Þeir eru að gera.

 Táta frá Brautartungu var orðin 5 ára Þegar hún kom til mín í vetur.



 Ég hafði reyndar verið beðinn að taka hana fyrr en varðist Þá fimlega, leist ekkert á að taka 4 ára hund í tamningu sem hafði verið haldið frá kindavinnu að mestu.

 Eftir að hafa kynnst tveim afkvæmum hennar býsna vel, Korku og Smala stóðst ég Þó ekki freistinguna að vita hvað ég kæmist með hana svona gamla.

 Þar sem ég var fullbókaður hvað pláss varðaði, var ákveðið að Táta mætti til mín  Þrisvar í viku árla dags, yrði tekin í tvær kennslustundir og sótt aftur um kl 1.

 Þannig átti að nást ígildi mánaðartamningar á rúmum mánuði.

  Eins og ég reiknaði með var Þetta ekki einfalt mál. Táta var greinilega sjálfráð um býsna margt Þó að hún hlýddi öðru, mjög sjálfstæð að eðlisfari og bar minni en enga virðingu fyrir Þessu gamalmenni sem átti að gera hana að nothæfum fjárhundi.

 Það kom Þó fljótt í ljós að áhuginn fyrir kindavinnunni var enn fyrir hendi, meira að segja verulegur en orðinn talvert heftur. Ég orða Þetta oft Þannig Þegar ég er að skoða hunda sem eru orðnir nokkurra ára og hefur verið haldið frá kindavinnu með góðu eða illu að meðfæddir hæfileikar, hafi Þeir verið fyrir hendi, séu komnir inn í skáp.

 Hvort að hægt sé að opna skápinn og ná Þeim út, sé alltaf spurning, stór spurning.

 Hún var samt eldfljót að átta sig á að hjá mér væri bara gaman, og beið óÞreyjufull eftir að komast í tímana sína um leið og mætt var á svæðið .

 Og tamningarplanið var einfalt. Ná samkomulagi um stoppskipunina og innkallið til að byrja með. Það prógramm náðist fljótt í innivinnu og svo var haldið út á tún.


 Vinstri skipun æfð.

 Eins og við var að búast gekk á ýmsu að fá Tátu til að bregðast við skipunum um að fara af stað.  Það Þurfti að vera með lítið tamið, hreyfanlegt fé og áhuginn sem lifnaði stöðugt við, eftir Því sem leið á mánuðinn var driffjöðrin sem gerði Þetta mögulegt.

Ef féð stoppaði, Þá var allt stopp.

 Eins og ég hafði reiknað með var vinnulagið frábært, mjög örugg að fara fyrir hóp sem var kominn á góða siglingu og meðfædd vinnufjarlægð fín. Yfirvegunin sem hafði eflaust verið frábær í upphafi, var orðin ýkt mikil eftir að hafa Þurft að láta sér nægja að horfa á kindur í Þessi ár, án Þess að fá að spreyta sig á Þeim að nokkru gagni.

 Tamningarprógrammið var einfalt, gera Tátu sem öruggasta í útsendingu, koma með hópinn og byrja með hægri/vinstri skipanir Þegar aðstæður buðu upp á Það.


 Og hægri skipunin.

 Þó mér fyndist ganga hægt var ég persónulega mjög ánægður með árangurinn í lok mánaðarkennslu.  Það var búið að ná Því útúr skápunum sem Þurfti til að hægt væri að hafa verulegt gagn af Tátu.

Áhuginn var mikill, Þó hann væri óÞarflega agaður, ákveðnin frábær eftir að hún fór að beita sér og Þegar hún fer að slípast aðeins í alvöruvinnu eru engar líkur á að hún skilji eftir Þó úthlaupin verði löng
  
 
 Eins og ég hef alltaf sagt. Ekkert mál að kenna gömlum hundi að sitja :) .

Svo er bara að tryggja mér tík úr næsta goti emoticon .
  • 1
Flettingar í dag: 127
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 443
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 398323
Samtals gestir: 36194
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 07:00:39
clockhere