12.01.2015 20:25

Allt að gerast í hækkandi sól.

 Nú er norðanáttin orðin allsráðandi á ný og í stað þess að taka góða fárviðrissveiflu og koma þessum lausasnjó( á láglendinu) út á hafsauga, lítur út fyrir skafrenningsjaganda næstu dagana.



 Með tilheyrandi snjómokstri og ófærð.

Ég er svona aðeins að koma mér tamningagírinn aftur . Fer samt rólega af stað í þeirri von að hægt verði að vinna utandyra við þetta áður en lýkur. 

   Hvolparnir dafna sérlega vel og bjartsýnin ríkir ( enn ) um að þeir eigi eftir að verða eitthvað. Nema hvað emoticon ?


 Læknisskoðunin, örmerkingin  og pavrósprautan kláruðust í dag og ormalyfstöflurnar verða gefnar 3 næstu daga samkvæmt  doksa. 

   Svo styttist í að þeir sem fara, hleypi heimdraganum. Trúlega um eða uppúr helginni.

Nú er búið að fjarlægja hrútinn úr gemlingunum  en hinir fá að standa vaktina áfram.



 Þó ótrúlegt sé tókst að ná heyinu fyrir féð ásættanlega þurru svo ekki þarf að hálma taðið enn sem komið er  7-9-13.  


Það mætti svo halda að ég sé eitthvað mikilvirkur í hrossunum því nú á ég tvo fola á námsbraut í landbúnaðarháskólanum og tvö önnur verða sett í tamningu í vikunni. Steinhætt að lítast á þetta..

 Flugarr Flákason fjær, á fjórða vetur verður tekinn inn í vikunni í mán. tamningu.
Dreyri Sigursson nær ,( á fimmta v.) er mættur í Lbhs ásamt Dökkva  bróður sínum Eldjárnssyni, þar sem þeir verða teknir til bæna, eftir bókinni.

 
 Perla Arðsdóttir  á fjórða v. sem er síðasta afkvæmið hennar Vonar, fær sinn mánaðarskammt líka. Ég var búinn að bíða lengi eftir hryssu undan Von svo það er eins gott að Perla  verði eitthvað.

 Já, já,  Sleppi því svo að væla frekar yfir veðurfari vetrarins enda snjósleðafæri um fjöllin þegar daginn fer að lengja .emoticon


Flettingar í dag: 2186
Gestir í dag: 243
Flettingar í gær: 2914
Gestir í gær: 601
Samtals flettingar: 430165
Samtals gestir: 39758
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 15:41:23
clockhere