24.10.2011 22:56

Fjárhundakeppni Snæfellinga.



                                                   
Hin árlega keppni Smalahundadeildar Snæfellinga verður haldin að Kaldármelum sunnudaginn 30 okt nk.

Reiknað er með að keppni hefjist kl. 1 en verði góð þátttaka mun byrjað fyrr.
 (skýrist á fimmtudag)

Keppt verður í þrem flokkum.

Flokki unghunda, yngri en þriggja ára.

B flokki fyrir eldri hunda sem ekki hafa náð 50 stiga rennsli í B.fl.

A flokki. Opinn flokkur og fyrir þá sem hafa fengið yfir 50 stig í rennsli, í B fl.

 Skrá þarf hundana fyrir n.k. föstudag hjá Svan í s. 6948020 eða á netfangið dalsmynn@ismennt.is

Reiknað er með sterku og skemmtilegu móti þar sem ekki einungis allir núverandi íslandsmeistarar  mæta til leiks, heldur muni mæta þarna til keppni hundar/tíkur sem hafa alla burði til að veita þeim harða keppni .

 Allir áhugamenn og konur um ræktun og tamningar Border Collie fjárhunda hefðu gaman af að kíkja á þessa keppni.
 
 Þarna munu sjást í krefjandi og erfiðri vinnu, nokkur af bestu ræktunardýrum landsins, hver með sín sérkenni og vinnutakta.

 Fésararnir sem kíkja hér inn mega svo alveg vera duglegir að like þetta fyrir mig.

23.10.2011 20:12

Haustfagnaður með sviðaívafi í Dölum vestur.

  Loksins var látið verða af því að skella sér á hausthátíð sauðfjárbænda í Dölum.

Í þetta sinn var látið duga að mæta í sviðaveisluna á föstudagskvöldinu en með sviðunum var boðið uppá klassa hagyrðingadagskrá ásamt Geirmundi sjálfum að lokum.


                                                                                      Mynd Björn A Einarsson.
 Svona leit salurinn(Íþróttarhúsið út áður en gleðin tók völdin.


                                                                                     Mynd Björn A Einarsson.
 Áður en lauk var hvert sæti skipað eða 450 mann plús eitthvað.


                                                                                 Mynd Björn A Einarsson.
 Hlaðborðið var einfalt og þægilegt enda gekk diskahleðslan alveg ótrúlega hratt fyrir sig.


                                                                           Mynd Björn A Einarsson.
 Hér eru svo andans og orðsnillingarnir, Pétur , Jóhannes, Helgi,  Helga Guðný og hún Ninna í Smábæ. Þau héldu þarna uppi heillangri dagskrá og fóru á kostum undir stjórn Bjarna Harðarsonar. Frábært hjá þeim.


       Stjórn félags sauðfjárbænda.                                     Mynd Björn A Einarsson.

 Það voru sauðfjárbændur í Dölum sem sáum um matseldina og rollukallarnir stóðu sig auðvitað frábærlega við borðhaldið enda vanir að gefa á garðann.

 

20.10.2011 22:30

Að blogga um eitthvað skemmtilegt.

 Stundum þegar ég sest niður til að koma á skjáinn einhverri frábærri blogghugdettu lendi ég á allskonar glapstigum.

 Kannski þarf ég að finna mynd til að setja með blogginu og þar sem myndasafnið er orðið ansi mikið að vöxtum og illa skipulagt, gleymi ég mér oft við að rifja upp eitthvað tengt myndum sem ég rekst á og kemst ekki lengra það kvöldið.

 Ekki gengur betur ef ég ætla að leita uppi eitthvað gamalt  blogg til upprifjunar, þá verður ekkert bloggað það kvöldið.



 Þessi mynd minnti mig á nístingskalda grenjalegunótt í norðanroki með hitastig um frostmark í liðnum júnímán. Það var hlaðið upp smáskjól fyrir versta rokinu. Þarna var legið frá kl.21 til 5 að morgni.



 Þessi mynd er mun hlýlegri af honum Flugarri mínum Flákasyni. Móðirin er Fjóla frá Árbæ sem ég á þriðjungshlut í. Allir hrossaræktendur þekkja bjartsýnistilfinninguna sem grípur eigandann  þegar fæðist folald.
.


 Hér er aðal kornræktargúrú Íslands að skoða þann akur hjá mér sem reyndist verða sá uppskeruminnsti um það er lauk, með miklu af geldfræi og hliðarsprotum.


 Seinni leitin á Rauðamelsfjallinu var erfið og köld. Hér erum við staddir við Ármótin þar sem Flatnáin og Sátudalsáin( t.h. )koma saman. Sátudalurinn er næsti dalur vestan við Heydalinn með samnefndum vegi. Þarna eru fallegar fossaraðir á báða bóga, sérstaklega uppmeð Flatnánni.

Og eins og þið eruð eflaust farin að átta ykkur á, verður ekkert úr alvörubloggi þetta kvöldið.
Flettingar í dag: 608
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 419565
Samtals gestir: 38188
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 14:24:15
clockhere