02.02.2011 10:30

Framleiðslumet, liðbandsslit og gamlir húsgangar.

Eins og allir vita er landslagið hér á Nesinu ákaflega fjölbreytilegt og mannlífið ekki síður.

 Og veðurfar Nessins lætur engum leiðast enda fjölbreytileiki þess endalaus.

Þrátt fyrir það má segja að fyrsti bylur vetrarins hafi nú ekki sýnt sig fyrr en í nótt/morgun, og þó hann hafi nú kannski ekki verið eins og þeir öflugustu í gamla daga dugði hann þó til að gamla settið í Dalsmynni bjó sig extra vel í fjósið.   Síðan var skólinn blásinn af þegar harðskeyttum skólabílstjórum gekk illa að ná nemendum í skólabílana í morgunsárið.

 Fjósið gengur alveg firnavel þessa dagana. Eftir að loksins var farið að gefa réttu fóðurblönduna er útlit fyrir að fóðurplanið hennar Lenu hjá Búvest muni svínvirka, en það gengur út á að nota eins og mögulegt er af bygginu sem kjarnfóður.

Allavega 4 kýr eru að mjólka yfir 40 l. á dag og doði og súrdoði eru ekkert að angra okkur/þær.
 7 -9 - 13.

 Framleiðslumetin  per sólarhring (komið yfir 900 l.) falla nær daglega þessa dagana.

Reyndar held ég því fram að þetta sé eingöngu vegna þess að yngri bóndinn liggur ofdekraður með slitin liðbönd eftir síðasta körfubolta, en þar sem mér er algjörlega haldið frá tölvustýrðri kjarnfóðurgjöfinni, er sú skoðun ekki keypt af samrekstraraðilum búsins..
 Þessi liðbandsslit þýða það einnig (ásamt metaregninu í fjósinu) að nú verður gamli bóndinn að hafa " ívið " meira fyrir lífsbaráttunni en endranær og eins gott að hann er ekki alveg kominn í kör.

 Það var t.d. tekinn mikil törn niður í byggskemmu í gær að valsa og sekkja bygg svo nú er birgðastaðan hér heima í lagi og vigtaðir sekkir bíða svo niður í skemmu eftir að þeirra tími kemur.,

 Nú er svo beðið eftir að veðrið detti niður um miðjan daginn svo hægt sé með góðu móti að gefa rollunum í flatgryfjunni án þess að allt fyllist af snjó.

 Fjölbreytileiki veðurfarsins þessa þorradaga hefur slæm áhrif á hundatamningarnar því ekki eru í boði nein góðviðri í veðurpakkanum.

 Gömlu mönnunum í gamla daga hefðu svo ekki litist á óstöðugleikann í þorraveðrinu og myndu eflaust hafa  raulað fyrir munni sér gamla húsganginn .

Þurr skyldi Þorri,
þeysin Góa.
votur einmánuður .
Þá mun vel vora.

 Síðan hefðu þeir spáð slæmu vori þunglyndislegir til auganna.

Ég raulaði húsganginn allavega tvisvar í morgun.emoticon

30.01.2011 22:42

Folaldasýningin í Söðulsholti.

Það voru skráð yfir 40 folöld til leiks en nokkur mættu ekki vegna veðurs.

 Þetta var mikil veisla eins og alltaf áður og dómararnir ekki öfundsverðir sérstaklega í lokaröðuninni.

 Það er óhætt að segja að Hjarðarfellsbúið hafi tekið þetta með stæl því af 10 folöldum í röðun komu 3 frá þeim mæðgum, Hörpu og Sigríði.

Það var Spói frá Hjarðarfelli sem vann flokk hestfolalda.
Í öðru sæti var Ófeigur frá Söðulsholti og
Jaðrakan frá Hellnafelli í því þriðja.



 Harpa á Hjarðarfelli, Inga Dís Söðulsholti, Ásta Borgarlandi(f.h. Hellnafells),Róbert og Einar Söðulsholti.

 Í hryssuflokknum var efst Blómalund frá Borgarlandi.
Önnur  var Spurn frá Minni Borg.
Silja frá Söðulsholti var svo í þriðja sæti.



 Róbert Söðulsholti, Kata Minni Borg og Ásta í Borgarlandi.
Flottasta folaldið að mati gesta var kosinn Ófeigur frá Söðulsholti.



Hér eru video með Spói frá Hjarðarfelli  Blómalund frá Borgarlandi  Ófeigur frá Söðulsholti

   Hér er svo Dreyri frá Dalsmynni undan Sigri frá Hólabaki en til marks um það hversu úrvalsgóð folöld voru þarna komst hann ekki í úrslit.emoticon  Hópurinn undan Sigri sem mætti þarna var ákaflega jafn og skemmtilegur, vaðandi tölt og brokkgeng og voru öll með yfir 70 stig þó það dygði þeim ekki í toppsætin.



 Frábært. emoticon
Heimasæturnar á Hofstöðum og Hrossholti tóku sig líka vel út.


 Allt um folaldasýninguna hér. Hestamiðstöðin Söðulsholti.Mikið tenglasafn.

25.01.2011 20:54

Leikskólinn í Laugargerði.

 Það eru engar ofurtölur í loftinu þegar nemendafjöldinn í Laugargerðisskóla er skoðaður en velþekkt að gæðin og magnið er nú oft sitthvað.

 Leikskóladeildin er drjúgstór miðað við annað og telur 10 aldeilis frábær ungmenni.
Tvö úr Kolbeinstaðarhreppnum og átta úr Eyja og Mikl.



 Ingibjörg á Hofstöðum og Kolbrún Katla í Hrossholti ráðskast óspart með hópinn og kannski  ömmu Hefu og ömmu Möggu líka.

 Hér er amma Hefa með Friðjón Hauk Snorrastöðum, Ómó Miðhrauni, Kristínu Láru Hofsstöðum,
Tomuska Miðhrauni og Aron Sölvi Dalsmynni hefði átt að vera í bláa stólnum.


Hér er svo amma Magga með Kristínu Láru Hofsstöðum, Jón Guðni Laugargerði og Ómó Miðhrauni


 Hér er samkór leikskóladeildarinnar. F. v. Friðjón Haukur Snorrastöðum, Gísli Minni Borg, Ingibjörg Hofstöðum, Ómó Miðhrauni. Aron Sölvi Dalsmynni, Kristín Lára Hofstöðum og Kolbrún Katla Hrossholti.

 Leikskólinn að syngja. Smella hér.  Allir krakkar/ fyrst á réttunni.
 
 Leikvellinum var fórnað þegar sparkvöllurinn mætti á svæðið og síðan hafa verið miklar vangaveltur um fyrirkomulag leikvallar. Núverandi leiksvæði er heldur óhrjálegt en nú stendur þetta allt til bóta.



 Góðir hlutir gerast hægt eins og allir vita og hér er kominn skjólveggur. Nú  vantar bara endanlegt yfirlag á leikvöllinn , krakkakotið og að stilla upp .þeim leiktækjum sem til eru. 



 Eyja og Miklaholtshreppur er nokkuð leikskólavænn þó hægt gangi að klára leikvöllinn og býður upp á gjaldfrjálsan leikskóla fyrir  íbúana.
Flettingar í dag: 133
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 419090
Samtals gestir: 38095
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 08:09:44
clockhere