28.09.2011 08:09

Smalað og smalað.

 Þær  eru yfirleitt stuttar og þægilegar leitirnar á fjallajörðunum á Nesinu nema landið sé því hrikalegra.

 Dalsmynnisfjallið var leitað í gær og framundan er smölun á Hafursfellinu beggja vegna  í dag og á morgun.



Féð hélt sig ofarlega og var ekkert mjög áhugasamt að koma strax til byggða.


 Hér eru Svörtufjöllin nær og Skyrtunnan fjær sem eru innstu mörk leitarinnar.




 Hér sést vel yfir austurhliðar Hafurfellsins, Þverdalur t.v. og Seljadalurinn  t.h. en þetta svæði verður m.a. smalað í dag.



 Þesar voru hátt í Skaflahlíðinni og létu sér fátt um finnast þó einhver hávaði bærist neðan úr hlíðinni.



 Hér grillir í Dáð á bakvið þær eftir að hún hafði sýnt þeim hver réði í leitinni.



 Já , þetta gekk fljótt og vel í gær en gæti orðið strembnara
í dag og á morgun.

23.09.2011 22:36

Rollurnar og byggið.

Byggræktin og sauðfjárræktin fara ágætlega saman nema með einni smávægilegri undantekningu.

 Þessar tvær skemmilegu ræktunalínur eiga nefnilega enganveginn saman, frá því að akrarnir fara að grænka  þar til þreskingu er lokið að hausti.



 Og ef féð fer seint til fjalls að vori og akrarnir verða seint til að hausti, hrúgast upp vandamálin sem aldrei fyrr í sveitinni.

 Nú eru akrarnir seint til og þó fjalllendið falli undir heimaland og smalast því eftir þörfum, kemur óhjákvæmilega að því að smalað verði og fénu sleppt inn á túnin. Þar er svo undantekningarlaust að finna mismunandi fjölda vanþroskaðara byggakra í svona árferði..



 Þó að þessir tveir akrar sem helst voru fyrir  þetta haustið væru " fjarska " fallegir var ekki nóg með að þeir þyldu vel nokkra hlýindadaga í viðbót þroskans vegna, heldur skall á óþurrkakafli sem við á Nesinu vorum búnir að steingleyma að væri til í veðurkerfinu.



 Í uppstyttunni í dag var svindlað á því og þessir 4 ha.  þresktir í ofboði þó þurrefnisprósentan væri aðeins um 65 % og grænlituð fræ innanum.



 Það var samt komin ágætis fylling í fræin og trúlega verður uppskeran á milli 4 - 5 t. af ha. af þurru byggi sem er fínt .

Og nú eru"bara" eftir  að þreskja um 18 ha. og reyndar eru sumir þeirra lengra komnir en þessir, en  hinsvegar lítið um þurrkinn sem við fengum meira en nóg af í sumar.

 Reyndar finnst mér oft, að máttarvöldin sem skipuleggja
veðurkerfin viti ekkert hvað þau eru að gera og þessvegna sé veðurfarið svona  oft í tómu rugli.

20.09.2011 19:47

Tinni og Dáð.Myndband.

 
  Brugðið á leik með flautuskipunum.

Hér er slóðin.  http://www.youtube.com/watch?v=gDmyndInZKs&feature=share



Flettingar í dag: 403
Gestir í dag: 88
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 419360
Samtals gestir: 38160
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 11:23:41
clockhere