24.09.2009 07:20

Þresking, ótíð og húllumhæ um helgina.


 Það viðrar illa fyrir uppskeruvinnuna og ekkert lát á lægðakerfinu sen virðist endalaust í kortunum.

 Mánudagurinn nýttist illa en þriðjudagurinn hékk þurr, og þó við  hjá Yrkjum séu kröfuharðir á að ná bygginu sem þurrustu fórum við á fullt í þreskingunni.

 Það náðust um 110 tonn í hús( umreiknað í fullþurrkað) en við höfum aldrei tekið svona illa þurrt bygg inn á kæligólfið hjá okkur.

 Nú verður spennandi að sjá hvernig gengur að halda því köldu framyfir þurrkun.

  Það er síðan trúlega annað eins eftir óþreskt og vonandi að gefi veður fyrir það áður en frýs, því nú á að reyna að ná sáðbyggi fyrir næsta vor.

 Til þess að það gangi, þarf þroskinn að vera góður og byggið sem þurrast við þreskingu til að lágmarka hýðisskemmdir.

 Það lítur út fyrir metuppskeru og ekkert farið að tjónast enn hvorki vegna foks né gæsa.

 Sumarið hefur hinsvegar greinilega verið óvanaleg köfnunarefnislosandi á mýrarökrunum sem veldur  gríðarlegum hálmvexti, seinkun á lokaferlinum í þroskanum og aukinni hættu á legum í ökrunum.

 Áhættan í því sem eftir er, liggur því í foki og legum en stóri rokhvellurinn sem hefur oft tjónað hjá okkur um miðjan sept. er ekki farinn að herja á okkur enn.


 Svo er stefnt að stóðsmölun, réttum og rekstri í Skagafirðinum um helgina en það er alltaf tilhlökkunarefni að komast þangað.



 Það á líka að vera ennþá meiri sól og blíða í firðinum um helgina en vanalega og fínt að komast aftur í kynni við þannig veður eftir þessar óþurrkavikur hér.

  Við munum svo taka þurrkinn með okkur að norðan til að klára þetta byggævintýri fyrir seinni leitina og sláturstússið.

 Skál fyrir því og hafið það gott um helgina.emoticon

 

23.09.2009 18:58

Bananalýðveldið okkar.


  Áhugavert myndband í boði meistara Geralds.

Hægt er að sjá myndbandið
hér.

 

21.09.2009 19:42

Réttað í Þverárrétt.

   
Það var spáð bæði roki og rigningu.

 En rétt eins og lausafjáreigendur fengu gott veður í bankahruninu í boði Sollu og Geira, og náttúrulega skattgreiðenda, þá fengu eigendur fjárins í Þverárrétt þetta fína veður meðan réttin stóð yfir.
 
Enda ekkert of gott fyrir vini mína á Austurbakkanum.



 Hér er safnið í girðingunni og það var alveg örugglega með flesta móti.



  Og ekki vantaði mannskapinn til að reka það inn í réttina.


 Þessi skildi ekkert í eigandanum að koma ekki í réttina að taka á móti sér.



 Og ekki þessi heldur.


 Ég kann nú enga skýringu á þessarri uppstillingu en gott mál að festa hana á filmu (eða þannig.)


 Og þessi vinur minn af Austurbakkanum hefur náð sér í næstum alvöruhrút, enda skilamaður í réttinni.



 Umboðsmaður SS var að sjálfsögðu mættur á staðinn til að gæta þess að féð rynni til réttra aðila þar sem það yrði fryst í ótiltekinn tíma. Hann er örugglega ekki syngjandi þarna, en trúlega að fullvissa réttarstjórann og umboðsmann Valtra í réttinni, um eitthvað mjög þýðingarmikið.



 Og síðan var farið í að versla sér eina gimbur til búdrýginda í kreppunni.

Fleiri myndir hér aftast  í albúminu (síða 7 og aftar). Smella hér. Þverárrétt 2008/9NÝTT

 

 
 
Flettingar í dag: 240
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 419197
Samtals gestir: 38127
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 09:13:25
clockhere