06.09.2017 21:11

Talsvert tamin tík til sölu

                                                        Til sölu.

 Drift frá Haukholtum er 18 mán og töluvert tamin.



 Hún er einstaklega róleg og fyrirferðalítil í umgengni nema í vinnunni þar sem áhuginn er mikill og stutt í gassaganginn. Það er búið að leggja í hana mikla vinnu og mikil  vinna eftir í henni. 

.Verður trúlega nokkuð ákveðin og ef vel tekst til, öflugur fjárhundur með  auga fyrir að fara fyrir hóp og halda honum.

   Hún hentar trúlega ekki óvönum en finnist kaupandi sem sannfærir mig um að hann muni geta gert það úr Drift sem hún á inni, fer hún á frábæru verði.

 240.000 plús vsk.

 Er enn til sölu en verðið er úrelt og fer hækkandi í hlutfalli við aukin gæði vörunnar emoticon . ( En hæfniskrafan til kaupendanna fer minnkandi á móti ) emoticon  .

Upplýsingar gefnar  í síma. 6948020  og skilaboðum á fésinu. ( Svanur H. Guðmundsson)

Slóð á myndband. Smella hér.






31.08.2017 21:11

Hvolpur til sölu.

 
Hundur f. 10 -08- 2017 til sölu.

Faðir. Anglesey Sweep. 

Móðir.Korka frá Miðhrauni.

Foreldrar mjaðmamyndaðir. Niðurstaða hjá báðum  GOOD.

Foreldrar DNA testaðir fyrir ákveðnum augnsjúkdómum.
                                     Niðurstaða hjá báðum  NORMAL.

Foreldrar skráðir hjá SFÍ og ISDS.

 Hvolpurinn verður afhentur um 20 okt. örmerktur. ormahreinsaður og sprautaður með fyrstu Pavro sprautunni.

 Ræktunarmarkmiðið með þessu goti eru ákveðnir fjárhundar , með gott yfirvegað, ágengt vinnulag . Mikinn vinnuáhuga en meðfærilegir bæði í vinnu og daglegri umgengni.

 Með öðrum orðum , góðir í hausnum emoticon.

 Standist hvolpurinn ekki væntingar kaupanda  er ræktandinn að sjálfsögðu tilbúinn að taka hann til baka og endurgreiða kaupverðið. Skilarétturinn gildir  til eins árs aldurs.
 
 Ræktandi er til viðræðu um tamningu, allt frá því að koma honum af stað með viku vinnu, uppí nokkra mánuði.

 Og verðið er aðeins kr. 120.000 + vsk.

Upplýsingar í síma 6948020 eða í dalsmynn@ismennt.is
Eða í einkaskilaboðum  á fésinu. ( Svanur H Guðmundsson.)


 Nokkur vinnuskot með foreldrun

 Sweep. Smella hér. 

Sweep í tamningu 17 mán. Smella hér.

Korka.  Smella hér. 

Seldur.





31.08.2017 08:37

Hringurinn um Hafursfellið.

              Nú styttist í smalamennskurnar og eins gott að hafa menn, hesta og hunda í nothæfu formi. 

         Staðan hjá mér er þannig að aðalsmalinn hún Korka er í fæðingarorlofi fram yfir fyrstu leitir.  
 Dóttirin Bonnie sem er tveggja ára  hefur verið tamin töluvert á árinu en er samt ekki til alvöru stórræða þetta haustið.  

   Sweep  sem ég flutti inn á síðasta ári er talsvert taminn en samt ekki slípaður við alvöru fjallahark, svo nú reynir á hann emoticon.  

     Ég ákvað því að slá a.m.k. 3 flugur í einu höggi, þjálfa mann, hesta og hunda en ekki síst að venja hundana við að fylgja hestum  og sýna þeim fjalllendið. 

   Kenna þeim að berja fé augu án frekari afskipta.

    Vegna nálægðar þjóðvegar get ég ekki haft hundana með í hefðbundnum útreiðartúrum. 

  Já, það var ákveðið að skella sér í hringferð um Hafursfellið.  

    Ég vil helst hafa hundana 30 - 50 m. fyrir framan mig þegar ég er í hnakk. 
    Sweep var strax inná því en Bonnie  sem ég hafði af aulaskap vanið á að vera vel fyrir aftan þegar ég var að sækja reiðhrosssin eða færa þau milli hólfa hélt sig við það.  
 Hún var bara látin komast upp með það meðan hún lét hrossin í friði.


                   Séð suður Núpudalinn.

 Fyrsti leggurinn var inn Núpudalinn, ágætis leið með ánni.



 Hér sést í hina áttina og Sweep er alveg dolfallinn yfir flottheitunum emoticon .

 Frá Núpánni lá leiðin svo norðan við Þórarinsmúlann upp samnefndan dal yfir Núpuskarðið sem er norðurmörk Hafurfellsins.



  Fyrir þónokkrum árum þegar ég var " aðeins " yngri  voru hér kindagötur upp, niður og út á hlið. Þær eru allar horfnar. En mér líkt og skáldinu norður á Akureyri forðum, líkar ekki illa að " ganga götulausa /græna jörð . "



  Núpuskarðið  er í um 600 m. hæð og er hækkunin ásættanleg fyrir  lítið þjálfaða hesta og gönguvant gamalmenni.emoticon
   En þegar Stígandi sem kallar ekki allt ömmu sína biður um pásu fær hann hana,- nema í einhverjum algjörum undantekningartilvikum.



 Þessi rjúpa féll alveg með ólíkindum vel inni  landið þarna efst í Þórarinsdalnum . Felulitirnir höfðu samt ekki dugað fjölskyldunni, því það voru bara 3 ungar eftir hjá henni.



 Vestan Skarðsins er hækkunin, ja eða lækkunin öllu meiri niður að Laxánni. 
  Hér er alveg hægt að staldra við og renna augum vestur Löngufjörur að Snæfellsjökli og til baka með Elliða í fjallahringnum. 



 Þetta fallega gil sem ég kann ekki nafn á, kemur niður úr Núpuskarðskálinni norðan Hlíðahornsins. (Norðvestasti tindur Hafursfellsins.


           Mesta loftið úr hundunum enda nýbúnir í nokkrum hasar við að koma kindum norður úr girðingunni.

     Hér suður hlíðina lá skemmtileg gata troðin af fjárhópum gegnum aldirnar. Nú liggur hlíðin öll innan skógræktargirðingar og ekki nokkur leið að greina götuna nema þar sem hún er  notuð sem slóð vegrna skógræktar. 

Semsagt afturkræf umhverfisáhrif.emoticon

   Já, það var ekki slæmur dagur þetta emoticon


Flettingar í dag: 212
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 61
Samtals flettingar: 419169
Samtals gestir: 38116
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 08:51:58
clockhere