21.09.2009 19:42

Réttað í Þverárrétt.

   
Það var spáð bæði roki og rigningu.

 En rétt eins og lausafjáreigendur fengu gott veður í bankahruninu í boði Sollu og Geira, og náttúrulega skattgreiðenda, þá fengu eigendur fjárins í Þverárrétt þetta fína veður meðan réttin stóð yfir.
 
Enda ekkert of gott fyrir vini mína á Austurbakkanum.



 Hér er safnið í girðingunni og það var alveg örugglega með flesta móti.



  Og ekki vantaði mannskapinn til að reka það inn í réttina.


 Þessi skildi ekkert í eigandanum að koma ekki í réttina að taka á móti sér.



 Og ekki þessi heldur.


 Ég kann nú enga skýringu á þessarri uppstillingu en gott mál að festa hana á filmu (eða þannig.)


 Og þessi vinur minn af Austurbakkanum hefur náð sér í næstum alvöruhrút, enda skilamaður í réttinni.



 Umboðsmaður SS var að sjálfsögðu mættur á staðinn til að gæta þess að féð rynni til réttra aðila þar sem það yrði fryst í ótiltekinn tíma. Hann er örugglega ekki syngjandi þarna, en trúlega að fullvissa réttarstjórann og umboðsmann Valtra í réttinni, um eitthvað mjög þýðingarmikið.



 Og síðan var farið í að versla sér eina gimbur til búdrýginda í kreppunni.

Fleiri myndir hér aftast  í albúminu (síða 7 og aftar). Smella hér. Þverárrétt 2008/9NÝTT

 

 
 
Flettingar í dag: 2083
Gestir í dag: 218
Flettingar í gær: 2914
Gestir í gær: 601
Samtals flettingar: 430062
Samtals gestir: 39733
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 11:28:29
clockhere