20.10.2011 22:30

Að blogga um eitthvað skemmtilegt.

 Stundum þegar ég sest niður til að koma á skjáinn einhverri frábærri blogghugdettu lendi ég á allskonar glapstigum.

 Kannski þarf ég að finna mynd til að setja með blogginu og þar sem myndasafnið er orðið ansi mikið að vöxtum og illa skipulagt, gleymi ég mér oft við að rifja upp eitthvað tengt myndum sem ég rekst á og kemst ekki lengra það kvöldið.

 Ekki gengur betur ef ég ætla að leita uppi eitthvað gamalt  blogg til upprifjunar, þá verður ekkert bloggað það kvöldið.



 Þessi mynd minnti mig á nístingskalda grenjalegunótt í norðanroki með hitastig um frostmark í liðnum júnímán. Það var hlaðið upp smáskjól fyrir versta rokinu. Þarna var legið frá kl.21 til 5 að morgni.



 Þessi mynd er mun hlýlegri af honum Flugarri mínum Flákasyni. Móðirin er Fjóla frá Árbæ sem ég á þriðjungshlut í. Allir hrossaræktendur þekkja bjartsýnistilfinninguna sem grípur eigandann  þegar fæðist folald.
.


 Hér er aðal kornræktargúrú Íslands að skoða þann akur hjá mér sem reyndist verða sá uppskeruminnsti um það er lauk, með miklu af geldfræi og hliðarsprotum.


 Seinni leitin á Rauðamelsfjallinu var erfið og köld. Hér erum við staddir við Ármótin þar sem Flatnáin og Sátudalsáin( t.h. )koma saman. Sátudalurinn er næsti dalur vestan við Heydalinn með samnefndum vegi. Þarna eru fallegar fossaraðir á báða bóga, sérstaklega uppmeð Flatnánni.

Og eins og þið eruð eflaust farin að átta ykkur á, verður ekkert úr alvörubloggi þetta kvöldið.
Flettingar í dag: 189
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 288
Gestir í gær: 26
Samtals flettingar: 423926
Samtals gestir: 38599
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 11:32:27
clockhere