01.06.2017 21:07

Að rækta út " augað ".

Ég segi stundum ( en hugsa það oft ) að ekki sé nóg að hafa einhver stór nöfn í ættinni. 

    Þá er ég að tala um fjárhundaræktunina en ætli það eigi samt ekki við um fleira emoticon . 
  Þegar svo örvæntingin grípur mig heljartökum með einhvern vitleysinginn í kennslustund í smalahólfinu, grunar mig oft að í ættinni leynist eitthvað görótt sem hafi yfirtekið stóru nöfnin. 

   Reyndar læðist líka stundum að mér sá grunur að röngu genin erfist betur en þau góðu en þá er nú oftast tímabært að taka sér gott frí frá hundaþjálfun .emoticon 

   Eftir því sem ég verð eldri og værukærari  legg ég meiri áherslu á meðfædda góða hæfileika í hundunum sem ég er að fást við. Af fjórum helstu áherslunum hjá mér vigtar  " augað "  eða vinnulagið þungt .  


         Vaskur frá Dalsmynni var með allskonar á milli eyrnanna ;)

  Þessum eiginleika eins og ég sé hann, fylgir mikið öryggi í að fara fyrir, halda hóp saman og vinna af yfirvegun þó vinnuáhuginn sé mikill,- eða jafnvel mjög mikill. 


                       Korka frá Miðhrauni með allt á hreinu.

Það verður svo bara að segjast af fullri hreinskilni að þetta er eiginleiki sem ég hef saknað of oft í tamningum liðinna ára. 

   Á síðasta ári og það sem af er þessu hef ég t.d. verið með nokkur eintök sem eru sæmilega ákveðin, mjög áhugasöm en síðri í vinnulaginu. 
  Samt gengið sæmilega að ná ásættanlegri vinnufjarlægð í nærvinnunni. 
  Þegar farið hefur verið að lengja úthlaupin kemur í ljós mjög einbeittur brotavilji í því að þrengja sig inní hópinn og ráðast á það sem tönn er næst  en gefa skít í annað í hópnum. 
  Í sumum tilvikanna liggur gríðarleg vinna í að vinda ofanaf þessu ef það er þá hægt. 
  Í þessum tilvikum öllum, vantar augað / vinnulagið sem einkennir velheppnaðan  BC. 


 Tinni frá Staðarhúsum og Lukka frá Hurðabaki.

  Þetta eru dýr sem lækka sig ekki í vinnunni,- hafa ekki í sér öryggið og yfirvegunina. Það sem fylgir oftast hæfilegu " auga " og fjarlægðargeninu sem oft fylgir með.  

  Hundarnir sem voru með of mikið " auga " svo næmir að þeir " frusu " einhverstaðar úti á mörkinni og högguðust ekki nema kindahópurinn hreyfði sig voru líka hvimleiðir,- en í hina áttina. 

  Lítið af slíkum í tamningadýrum í dag.

Já, einhverra hluta vegna virðast of margir  ekki vera að leita að eða halda þessum eiginleika við í dag. emoticon

15.05.2017 04:52

Morgunvaktin.

 Það er stafalogn og hlýtt.  

Klukkan að verða fjögur. Algjör kyrrð í fjárhúsum og fæðingardeild utan kumrið í tveim nýbornum sem eru að kara lömbin sín.
 Önnur á eftir að skila því seinna en gefursér ekki tíma til þess. 

Krafsar , setur sig í stellingar til að leggjast. 

Hættir við. 

  Stússast aðeins meira í því nýfædda. Þegar það er komið á spena  gefst loksins næðisstund.
 Leggst, rembist og  seinni gimbrin rennur átakalítið í heiminn.  

Sólin er í þann mund að láta sjá sig yfir fjöllin í austri og fuglarnir láta í sér heyra úr öllum áttum. Tjaldurinn sem er væntanlega að koma sér upp ódýrum verkamannabústað einhversstaðar við afleggjarann er á vappi við snúrustaurana. Lambærnar sem fóru út í gær, eða í fyrradag reyndar, eru komnar heim undir hús á næturröltinu. Þær  verða svo settar niður fyrir veg í vorhólfið sitt seinnipartinn í dag. 

   Í " Hundahöllinni " steinsofa 3 tíkur og Sweep ræktunarhundur. 

 Tíkurnar hafa fengið alltof langt frí frá tamningunum en nú stendur það til bóta. Tvær þeirra ræktunarhæfar og eru ekki á förum héðan í bráð. Þeirri þriðju verður fundið gott framtíðarheimili í sumar ef tekst að vinna hana útúr vandamálunum sem hún hefur hlotið í vöggugjöf. 

  Ætli það sé ekki vegna alls þessa plús allt hitt sem ég hef í kringum mig, sem mér líður svona vel inní mér, með kaffibollann við tölvuna. 

11.05.2017 05:10

Sauðburðurinn.

Nú fer að síga á seinni hluta sauðburðar, um þriðjungur óborinn. Gengið þokkalega. 

   Reyndar mjög vel miðað við síðasta ár sem var dapurt með miklu lambaláti og allskonar. T.d. einungis 5 % gemlinga með lömbum. 
  
Nú er ekki nóg með að allir gemsar sónuðust með lömbum heldur hefur gengið mjög vel með þá .


              Fylgst með seinna lambi koma í heiminn.

  
                    Orðið rúmt um það óborna .  Þessi á 2 í vændum og uppfyllir þar með ræktunarmarkmið búsins hvað frjósemi varðar. emoticon  Lilja frá Bassastöðum  sem átti hæst dæmda kollótta hrút í Snæf og Hnapp. í fyrrahaust er hinsvegar að spá í að skila 3 lömbum í ár. Skuggadís hennar Kolbrúnar Kötlu lætur ekkert raska ró sinni á hefðbundnum hvíldartíma. Enda innan ræktunarstefnunnar í frjóseminni.


 Það varð alveg gríðarleg breyting þegar þessari sauðburðaraðstöðu var komið upp.  góður dagur í að skella henni upp og nokkrar klst. að taka niður. Vegnar sérlega góðs vetrar var nýtingin á aðstöðunni í hundatamningum vetrarins hinsvegar sáralítil.emoticon 

  Nú er bara beðið eftir að kuldakastið gangi yfir svo  hægt verði að drífa féð út í vorið. 
  Ræktunarmarkmiðið með frjósemina er svo aðeins að klikka því framboðið af einlembum  er ekki í takt við þrílemburnar svona á lokasprettinum.
Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 204
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 2812673
Samtals gestir: 416752
Tölur uppfærðar: 24.6.2017 00:25:26
clockhere