16.01.2017 21:26

RÆKTUN ÝMISKONAR.


 Það eru kannski svona 6 ár síðan ég ákvað að hætta hrossaræktun.

  Sex  - sjö ára ferli til að komast að því að uppeldið mitt yrði ekki reiðhestur fyrir mig, var einfaldlega of langur tími.

Alltsvo fyrir menn komna á minn aldur . emoticon  

  Sauðfjárræktin er miklu hraðvirkari .
 
 Þar  er hægt að gjörbreyta  kjöt og ullargæðum á nokkrum árum ef  menn tvíhenda sér í það. 

Ja ,- kannski ekki bæði í einu. emoticon  

  Hundaræktunin tekur  þó öllu fram  þegar menn fara að eldast og vilja sjá hlutina gerast  á skikkanlegum hraða. 

  Hvolpar undan tík sem væri pöruð í dag  yrðu  farnir að sýna hvað í þeim býr eftir svona 8 - 10 mán.

Það hentar mér alveg prýðilega af ástæðum sem ég ræði ekki frekar hér. emoticon 

  Þegar maður er svo kannski með 5 - 7 fjárhunda undir í tamningu, aukast gæðakröfurnar.
  Hver stendur  í því nema hafa eitthvað skemmtilegt undir ?emoticon

 Það sem ég vil sjá í lærlingunum er í stórum dráttum það sama og ég vil sjá í vinnuhundum búsins. 

 Vinnufjarlægð sem er frekar of mikil en of lítil.

 Mér finnst auðveldara að ná hundinum nær í vinnunni en ná honum frá ef hann vinnur þröngt. 
Trúlega ekki allir sammála mér með það . emoticon 
 Ég vil að áhuginn  og ágengnin sé þannig að það þurfi að herða út í bremsurnar,- ekki vera með stöðuga hvatningu á nemandann.

  Óþarfi að lýsa því hvernig kjarkgenum dýrið á að vera búið. 

 Ef ég er svo að temja fyrir mig, verður hausinn á nemandanum að vera í góðu lagi í daglegu umgengninni. 
Já ,- þetta eru ræktunarkröfurnar , en þær nást náttúrulega aldrei. emoticon

 Ræktun fjárhunda  er svo margslungin og auðvelt að lenda í ógöngum eða blindgötum ef einblínt er um of á eitthvað ákveðið.

 Nú hafðist loksins af að flytja inn hund í ræktunina hjá mér á síðasta ári 
Ég er kominn með ákveðna ræktunarlínu sem  er skyldleikaræktuð að hluta og komin að endimörkum með ákveðna hluti .

  Leitaði að hundi með tilliti til þess. Nú er stefnan sú að temja sjálfur allavega tvö got undan honum .
  Þá verð ég kominn með marktækar vísbendingar um það hvort hann virkar í ræktun.


   Þessi sýnishorn verða komin í ræktunarmatið eftir svona 7 mán. plús.emoticon
  Hér eru svo slóðir á Sweep á ýmsum þroskastigum. Efst nokkur skot  við tungumálaæfingar.  Ekki sleppa síðustu 30 sekúndunum þar .emoticon
14.01.2017 14:42

Hundarnir á bænum.

 Hér á slóðinni fyrir neðan er ýmis fróðleikur um hluta af tömdu hundunum sem hafa verið í kringum mig,allt frá 1970 til dagsins í dag.

05.01.2017 21:12

Hundaræktunin og heilbrigðiskröfurnar.


 Utanum hundaræktunina er skrautleg flóra ræktunarfélaga. Deildir bundar við ræktunarkyn, lönd o.s.frv.  Síðan eru til alþjóðleg ræktunarfélög sem bæði eru fyrir einstakar tegundir eða fjölmörg hundakyn.

 Hundurinn ( B C ) sem ég eignaðist í sumar, Anglesey Sweep,  er í fjórum ræktunarfélögum og mér finnst umhugsunarvert hversu misjafnar heilbrigðiskröfur eru gerðar milli félaganna.

1. Sweep er að sjálfsögðu orðinn félagi í SFÍ. (Smalahundafélagi Íslands )
    Þar eru nákvæmlega  engar heilbrigðiskröfur gerðar . Einungis að hann sé skráður í ættarforrit  félagsins. 

2. Hann er skráður í ISDS sem er alþjóðlegt ræktunarfélag B C vinnu/fjárhunda. Þar er gerð krafa um að ræktunardýr standist DNA prófun fyrir augnsjúkdómi og augnskoðun fyrir ákveðnum sjúkdómi.

3. FCI  eru alþjóðleg samtök fyrir fjölda hundakynja.( Þekki ekki til heilbrigðiskrafna)

4. HRFÍ ( hundaræktunarfélag Íslands)  er fyrir að ég held öll hundaræktunafélög á klakanum sem uppfylla kröfur HRFÍ um heilbrigðisskoðanir og hreinræktun. 

 Þar er gerð krafa um að samþykkt ræktunardýr standist myndatöku af mjöðmum, DNA og augnskoðun. Til að dýr haldi ræktunarleyfi þarf síðan að endurnýja augnskoðunarvottorð á tveggja ára fresti.

 Ég hef stundum velt því fyrir mér að fáum sögum fer af þessum hefðbundnu sjúkdómum í íslenska B C stofninum. Þ.e.a.s þeim sem er utan HRFÍ.

Þekki aðeins örfá dæmi um blindu og mjaðmalos af afspurn. 

 Tel mig þó mörgum fróðari um hvað er í gangi í íslensku ræktuninni hvort heldur er hjá skráðum eða óskráðum BC.

  Rétt er þó að taka fram að ég held að það sé orðið fyllilega tímabært að við förum að velta fyrir okkur heilbrigðinu. Nú erum við þónokkur orðin félagar í ISDS og skráðum hundum frá okkur fjölgar þar jafnt og þétt. 
 Líklega munum við halda okkur því meira innan þess félags með ræktunina sem ISDS skráðum dýrum fjölgar.  Eykur heilbrigðisöryggi smá .

 En samt aðeins fyrir ákveðnum augnsjúkdómum.


 
Og þó mér finnist nákvæmnin hjá HRFÍ vera fullmikil er ég þó hæstánægður með að Sweep skuli hafa staðist heilbrigðiskröfurnar hjá þeim.


Flettingar í dag: 326
Gestir í dag: 64
Flettingar í gær: 762
Gestir í gær: 232
Samtals flettingar: 2752507
Samtals gestir: 404684
Tölur uppfærðar: 18.1.2017 15:32:24
clockhere