09.04.2018 20:37

Mánaðartamning,- hverju skilar hún ?

 

  Það er ekki einfalt að svara því. 

Engir tveir hundar eins og eigendurnir eins misjafnir og þeir eru margir.
     
  Eins og ég geri þetta í dag reyni ég að komast eins langt með hvolpinn í grunnskipunum og ég get. 

  Ég horfi samt líka á hvað ég held að henti eigandanum best að koma inn í hausinn á hvolpinum. 

  Það sem ég vil samt að sé komið, er að hægt sé að vinna við kindur án þess að þurfa taum. 
 Kalla hvolpinn til mín eða frá kindunum, vera kominn vel af stað með hliðarskipanir og byrjaður að senda hann út að sækja hóp. 

   Vel ræktaður hvolpur kemst yfirleitt létt í gegnum þennan pakka en öll vandamál, eitthvað sem þarf að venja hann af eða vinnulag sem þarf að kenna, er fljótt að setja strik í reikninginn. 

  Uppeldið getur skipt verulegu máli með árangurinn þessar vikur.

   Hvolpur sem hefur hlotið gott uppeldi, verið sinnt og látinn hlýða þó það séu ekki nema einhver smáatrið í daglega lífinu skipta máli.  

   Kennt að teymast, bíða eftir matnum, fara ekki á undan út um dyr, ekki hleypt útúr búri fyrr en hann situr kyrr o.sv. frv. skipta ótrúlegu máli.

  Svona uppeldi skilar móttækilegum hvolpi sem hlustar og hlýðir og er mun fljótari að læra. 

   Hvolpurinn sem er látinn ala sig upp sjálfur, sleppt út að morgni, -nú eða bundinn daglangt, gefið að éta en annars látinn eiga sig er lengi að læra að hlýða og hlusta og er frekar skilningssljór til að byrja með.

  Ætla að sleppa að ræða hvað það þýðir ef hvolpurinn hefur fengið röng skilaboð í uppeldinu hvernig hann eigi að umgangast kindur. Bannað eitthvað sem hann á síðan  að gera í upphafi tamningar emoticon .

   Hérna á eftir er myndband af tík sem ég er að skila af mér eftir mánaðartamningu.  Ég er mjög ánægður með hvað hún er komin langt þó óvíst sé að eigandinn verði sammála emoticon . 

   Þetta  finnst mér ágætt dæmi um að farið var eftir leiðbeiningum um uppeldi ásamt því að " hausinn á þessari var í mjög góðu lagi".

   Hún var með vinnulagið , góða heyrn og fljót að læra.  Það er alltaf að bæta í áhugann en hún er ekki með þeim harðskeyttustu undan Sweep.  Á samt eftir að læra að vaða í eftir skipun ef spilast rétt úr henni.

 Hér er svo slóðin á bíóið.SMELLA HÉR

02.04.2018 21:28

Endirinn skyldi í upphafi skoða .

  Nú er ég kominn með fyrstu hvolpana undan Sweep og Korku í tamningu. 

Þeir eru að verða 8 mán.     Í tilefni þess fór ég að grúska í gömlum myndböndum en það er til ótrúlegt magn af þeim, mislélegum að gæðum.

               Ég hafði virkilega gaman af að grafa upp þetta 5 ára gamla band af Korku tæplega tveggja ára.


 
  Rifjaðist upp fyrir mér hvað hún var auðtamin. Allt vinnulag meðfætt. Þetta vinnulag hefur svo breyst í gegnum árin. 

   Mér finnst  þessi mikla vinnufjarlægð ekki mjög praktísk á erfiðum smaladegi og hef því þrengt það , kannski ómeðvitað. 

  Finnst reyndar best að svona vinnufjarlægð sé meðfædd og koma sér síðan upp skipun sem þrengir hundinn, ef á að spara aukaspor í úthlaupi. 

Korka virtist vera mjög meðvituð um þetta sjálf, þegar hún fór að slípast í puðinu.

  Í tamningum fyrir aðra reyni ég bara að ná lágmarks vinnufjarlægð því mér finnst annað nám brýnna þessa fáu daga sem ég er með slíka hunda undir höndum.

 Hér er semsagt gamla bandið. SMELLA HÉR

 Síðan eru hér nokkur vinnuskot með henni til að sýna dæmi um litla þörf fyrir að bruðla með orku í einhver flottheit í fjallinu.emoticon


 Já , - svo gæti kannski aðeins hugsast að ég fari  yfir stöðuna á fyrra gotinu undan Sweep og kynni jafnvel eitthvað af því sem nothæft kann að finnast úr gotinu undan Korku og Sweep áður en líkur.emoticon

 Til að forðast misskilning er ekki á dagskrá að 
para Korku aftur í bráð. emoticon

21.03.2018 20:56

Hin göfugu markmið.


   Þó maður tali fjálglega um hin ýmsu markmið sem stefnt sé að með misjöfnum árangri  eru þau oftast góð í grunninn. 

Eða þannig. 

  Ég er svona pínu áhugamaður um fjárhundaræktunina en hélt mig lengi vel til hlés þar . 

  Annarsvegar vegna viðhorfs margra til ræktunarinnar og verðlagsins á velræktuðum hvolpum. 

  Hinsvegar af því að mér líkaði illa að ekkert yrði úr hvolpum frá mér.

   Þ.e.a.s þeim sem höfðu eitthvað sem hægt var að vinna úr. emoticon  

  Nú er þetta allt að verða alvöru hjá mér, komin með ræktunardýr sem ég hef trú á .  
Ásamt aðstöðu til að ræktunar, uppeldis og tamninga. 

   Hvolparnir eru helst seldir til aðila sem ég treysti til að gera eitthvað úr þeim. Annars til áhugasamra  sem eru tilbúnir að kaupa starttamningu og fylgja henni síðan eftir . 

  Starttamningunni fylgja 1 - 2 námskeið og öll sú ráðgjöf í uppeldi og tamningu sem eftir er leitað og ég get veitt. 
  
  Það var blásið til eins slíks námskeiðs á sunnudaginn þar sem mættu 2 hundar úr 13 mán . goti og fjögur st. úr því 7 mán.  

  Eigandi annars  eldri hundsins var að taka á móti honum eftir 1 mán. tamningu.Hinn er í tamningu en eigandinn tók daginn í að ná tökum á honum. 

   Þessir tveir eru með verulega mikinn áhuga. Annar ágætlega ákveðinn og hinn mjög, - með stórum staf.emoticon

   Hér er slóð á þá síðarnefndu. Verið að slípa þá saman í stoppskipuninni.  


  Í 7 mán. hópnum voru þrjú  farin að virka en sá fjórði hann Smali leit ekki vel út í morgunsárið. 

   Skottstaðan var  langt frá því sem hún átti að vera og annað eftir því.

   Það rættist samt svo vel úr honum að það var splæst á hann 4 rennslinu í lokin.

Hér er slóðin á það.   Smella hér.  

  Spái því að Smali verði ekki ólíkur mömmu sinni þegar fram líða stundir ( ekki slæmt ) og ljóst að eigandinn er fullfær um að temja hann sjálfur.

   Eigandi Skálmar mætti til að taka stöðuna á henni. 

  Hér er hann í lokarennslinu og er nokkuð sáttur enda Skálm dálítið uppáhalds á ýmsum vígstöðvumemoticon  .

Skemmtilegt myndbrot af henni . smella hér 

Já,- svo þessi langloka sé nú dregin saman eru markmiðin skýr. 

  Rækta nothæfa fjárhunda og fylgja því eftir að þeir verði tamdir og notaðir. 

Svo er það spurningin endalausa um markmiðin og árangurinn.emoticon


  • 1
Flettingar í dag: 540
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 1374
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 3012659
Samtals gestir: 439550
Tölur uppfærðar: 23.6.2018 14:32:47
clockhere