Færslur: 2008 Janúar

14.01.2008 22:20

Karlmannslaus í kulda og trekki....

Jamm Svanur stakk af til Danaveldis eftir stífar æfingar á nauðsynlegum orðaforða. ( jæ vill fo en öl eller tú)
Mér tókst loksins (7-9-13) að koma tölvunni í fjósinu í samband við stjórnkerfið þar. Búið að vera vesen síðustu viku eftir að ég var að fikta e-ð í fóðurstýringarkerfinu. Atli orðinn hálf pirraður svo ekki sé meira sagt, enda ekki gott þegar alls ekki tókst að koma því inn í kerfið að einhver kvígan var borin og átti að fá fóðurbæti. "Á ég kannski að fara að standa með fötu og mata þær?" minnir mig að hann hafi sagt frekar þungur á svip. En vonandi tókst sem sagt að redda þessu. Annars hef ég setið við bókhald og svoleiðis skemmtilegheit. Og sama hvað Svanur segir, ég er ekkert mjög úrill þegar ég er að færa það, alla vega ekki ef ég er ein heima.
Veðrið frekar fúlt í dag, hvasst og snjóar, samt ekkert á við Grindavík, væri samt alveg í lagi að fá mikinn snjó, bara ef hann væri svo kyrr á sínum stað.
Þá væri bæði hægt að hreyfa snjósleða og fjórhjól. Mig vantar líka tvílembingshrúta sem ég er ekkert búin að afskrifa enn.

12.01.2008 22:28

Allt á fullu.


Það fór lítið fyrir laugardagsfríinu. Eftir morgunverkin var farið í að stokka upp hjá hrússunum .Lambhrútunum gefið a.m.k ársfrí frá störfum og féð í flatgryfjunni er aftur komið í einn hóp.  Síðan var lagt á fjórhjólið og farið vítt og breitt um fjöll sem er nú svosem alltaf frí eða þannig. Ástæða ferðarinnar var hinsvegar ekki góð því ég var að svipast um eftir hrossi sem gufaði upp á þrettándanótt trúlega vegna fjarlægra flugelda. Hvorki sást tangur né tetur af því.
 Fjórhjólafærið var gott nema það vantaði meiri snjó til að fylla lautir og gil. 
 Seinniparturinn og kvöldið fór í að aðstoða við undirbúning folaldasýningunnar sem verður í Söðulsholti kl.1 á morgun Sunnudag.
 Það stefnir í stórsýningu, búið að skrá 51  folald og spenningur í loftinu.
Það er gaman að stúdera skráningarlistann og sjá dreifinguna á stóðhestunum,folaldsfeðrunum. Það er greinilega liðin tíð að árgangurinn í héraðinu væri undan þeim tveimur hestum sem hrossaræktarsambandið bauð uppá.   Jæja en nú er það heiti potturinn.

11.01.2008 21:45

Þrettándabrenna.

 Ég er dálítið slappur í myndunum en loksins koma myndir frá þjófstartinu á þrettándabrennunni.(Ritskoðaðar.)
Flettingar í dag: 754
Gestir í dag: 80
Flettingar í gær: 294
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 414402
Samtals gestir: 37247
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 17:35:30
clockhere