14.01.2008 22:20

Karlmannslaus í kulda og trekki....

Jamm Svanur stakk af til Danaveldis eftir stífar æfingar á nauðsynlegum orðaforða. ( jæ vill fo en öl eller tú)
Mér tókst loksins (7-9-13) að koma tölvunni í fjósinu í samband við stjórnkerfið þar. Búið að vera vesen síðustu viku eftir að ég var að fikta e-ð í fóðurstýringarkerfinu. Atli orðinn hálf pirraður svo ekki sé meira sagt, enda ekki gott þegar alls ekki tókst að koma því inn í kerfið að einhver kvígan var borin og átti að fá fóðurbæti. "Á ég kannski að fara að standa með fötu og mata þær?" minnir mig að hann hafi sagt frekar þungur á svip. En vonandi tókst sem sagt að redda þessu. Annars hef ég setið við bókhald og svoleiðis skemmtilegheit. Og sama hvað Svanur segir, ég er ekkert mjög úrill þegar ég er að færa það, alla vega ekki ef ég er ein heima.
Veðrið frekar fúlt í dag, hvasst og snjóar, samt ekkert á við Grindavík, væri samt alveg í lagi að fá mikinn snjó, bara ef hann væri svo kyrr á sínum stað.
Þá væri bæði hægt að hreyfa snjósleða og fjórhjól. Mig vantar líka tvílembingshrúta sem ég er ekkert búin að afskrifa enn.
Flettingar í dag: 355
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 363
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 422751
Samtals gestir: 38519
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 04:32:05
clockhere