12.01.2008 22:28

Allt á fullu.


Það fór lítið fyrir laugardagsfríinu. Eftir morgunverkin var farið í að stokka upp hjá hrússunum .Lambhrútunum gefið a.m.k ársfrí frá störfum og féð í flatgryfjunni er aftur komið í einn hóp.  Síðan var lagt á fjórhjólið og farið vítt og breitt um fjöll sem er nú svosem alltaf frí eða þannig. Ástæða ferðarinnar var hinsvegar ekki góð því ég var að svipast um eftir hrossi sem gufaði upp á þrettándanótt trúlega vegna fjarlægra flugelda. Hvorki sást tangur né tetur af því.
 Fjórhjólafærið var gott nema það vantaði meiri snjó til að fylla lautir og gil. 
 Seinniparturinn og kvöldið fór í að aðstoða við undirbúning folaldasýningunnar sem verður í Söðulsholti kl.1 á morgun Sunnudag.
 Það stefnir í stórsýningu, búið að skrá 51  folald og spenningur í loftinu.
Það er gaman að stúdera skráningarlistann og sjá dreifinguna á stóðhestunum,folaldsfeðrunum. Það er greinilega liðin tíð að árgangurinn í héraðinu væri undan þeim tveimur hestum sem hrossaræktarsambandið bauð uppá.   Jæja en nú er það heiti potturinn.

Flettingar í dag: 355
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 363
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 422751
Samtals gestir: 38519
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 04:32:05
clockhere