Færslur: 2008 Desember

26.12.2008 20:50

Hestamiðstöðin. Nýjasta tækni og vísindi.


  Þessa helgina er ég bústjóri hestamiðstöðvarinnar. Svo heppilega vill til að það er lítið verið að leggja á um helgar, svo ég slepp létt út úr þeim þætti rekstursins.

 Þegar Einar var að byggja hestamiðstöðina upp, nýtti hann vel allan mannauðinn í grönnunum sem þekktu allt til gegningarvinnu og skítmoksturs og vissu hvað bar að varast í þeim málaflokkum. Meira að segja yfirsmiðurinn vissi nákvæmlega hvernig var að burðast um með fangið fullt af heyi.
Niðurstaðan var einföld og látlaus bæði í skítmokstri og gegningarvinnunni.

 

  Sjefferinn kemur með rúlluna inn og sker hana á vagninn. Hann er laufléttur í gjöfinni svo meir að segja ég fer létt með hann um húsið.



 Aðstaðan fyrir hey og hálm er í enda reiðhallarinnar og vagnarnar koma beint hér inn á ganginn.



  Það var að sjálfsögðu skilyrt við helgarráðninguna að hálmun yrði nýlokið og myndi duga um helgina.


Kjarnfóðurvagninn er hrein snilld og bygghólfið er til marks um hvaða fóður virkar best fyrir þau hross sem eru í stífri þjálfun. Áfram Ísland.

                            Já, já, Einar minn, ég endaði náttúrulega á því að sópa.

 Allir vagnarnir voru smíðaðir af yngri bóndanum í Dalsmynni og hönnunin, já það má nú deila um það hversu stóran hlut sá eldri á í henni. En sem sagt , einfalt, sparneytið, þægilegt og viðhaldið á græjunum vigtar lítið ennþá.

  Nú er bara að vona að rigni eldi og brennisteini á morgun, svo ekki þurfi að setja allt út í gerði.emoticon

25.12.2008 13:55

Jólastemmingin.


   Það kemur óneitanlega upp gamla góða jólastemmingin þegar barnabörnin mæta í jólaskreytinguna og pakkahasarinn.



  Þessi var nú ekki svona brött í skreytingunum í fyrra.



   Þetta virðist vera eitthvað meðfætt og erfist örugglega ekki frá afa í Dalsmynni.




  Þessir pakkar eiga víst að fara undir jólatréð.



  Ég var nú bara að prófa stólinn hans Arons og lenti í smáógöngum.



 Ég ætla nú að benda ykkur á að ég er hérna líka. Það gæti svo verið ágætt að fá sólgleraugu ef þessir blossar hætta ekki.



 Hérna færð þú pakka Aron minn. Það þýðir ekkert að snúa uppá sig, þó hann sé mjúkur.



   Svo er það frænku og jólakossinn. Og maður var orðinn dauðþreyttur þegar búið var að opna alla þessa pakka.


22.12.2008 23:16

Jólablogg fyrir yngri kynslóðina.


  Þetta blogg er fyrir krakkana bæði í sveit og þéttbýli, sem eru duglegir að kíkja hér inn og skoða dýramyndirnar hjá mér.


                                 Hér eru Dáð , Snilld og Vaskur

 

       Dáð og Snilld eru mjög miklar vinkonar og geta leikið sér endalaust saman.



  Ég heiti Táta og er í heimsókn í Dalsmynni um jólin.

     Ég ætla að senda Ingu Dís og Róbert jólakveðjur. Einar og Inga fá auðvitað líka kveðju og Katrín og Diemut fá svo extra góðar kveðjur .



  Nú eru allir hrútarnir komnir í heimsókn til kindanna og ætla að eyða jólunum hjá þeim.
Hér er lambhrúturinn hann Vökull Raftsson sem fékk 84,5 stig í skoðun í haust. Hann fær að vera með 6 veturgömlum í þetta sinn.



  Nú er kominn hellingur af kálfum í sveitinni sem finnst ágætt þegar krakkar koma að heilsa upp á þá.



        Og mömmurnar eru svo dálítið forvitnar eins og mömmur eru stundum  .



  Hér er mynd af honum  Funa þegar hann var lítill. Það er búið að panta rauða hálfsystir hans í vor.
Mamman sperrir eyrun þegar hún er minnt á þetta og það er góðs viti.



   Hér er Assa með got ársins í Dalsmynni. reyndar sjást bara 4 hér fyrir ofan, en hér koma þeir allir.



  Og með þeim fá allir lesendur heimasíðunnar bestu jóla og nýársóskir frá Dalsmynni, með þökkum fyrir áhorfið og kommentin á árinu sem er að líða.






Flettingar í dag: 260
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 2103
Gestir í gær: 503
Samtals flettingar: 417379
Samtals gestir: 37854
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 08:33:33
clockhere