Færslur: 2008 Desember

01.12.2008 09:13

Folaldasýning og reiðhallargólf.


  Nú styttist í að Hrossaræktarsamband Vesturlands haldi árlega folaldasýningu sína. Að þessu sinni verður hún haldin í reiðhöllinni í Söðulsholti en á Miðfossum eru allar helgar bókaðar í námskeið og kennslu.
  Þetta setti auðvitað pressu á Hestamiðstöðvarliðið að taka upp gólfið í höllinni og gera það fínt.
Það er semsé komið á daginn að ef svona gólf á að virka, verður að rífa það reglulega upp, slétta það vel og svo þarf að halda því hæfilega röku.

  Eftir mikil heilabrot tók Dóri alvörugræjur í upprifið og svo þegar kom að fráganginum var tengdapabbinn ræstur út svo hann hefði einhvern til að skipa fyrir í tæknivinnunni.



  Gamli Deutzinn fékk meir að segja vinnu og er kominn með gólfgræjuna á Miðfossum í verkið.
Þetta var nú samt ekki að gera sig fullkomlega, svo gamla flagjöfnunaraðferðin sem virkaði vel um miðja síðustu öld var reynd .



  Reyndar var tengdapabbinn settur upp á grindina og sýndi þar hinar ótrúlegustu fimleikiæfingar, en hann laumaðist nú af til að ná mynd af þessarri tæknibrellu.



  Og þeir sem mæta á folaldasýninguna um helgina geta bókað það að þeir muni sjá gríðarleg tilþrif á þessu rennislétta gólfi, bæði hjá folöldunum og ekki síður eigendum /sýnendum,  þeirra.

 Það verður gott með kaffinu, svo er ekki bara að skella sér?emoticon
Flettingar í dag: 157
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 278
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 413511
Samtals gestir: 37144
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 14:44:40
clockhere