Færslur: 2010 Október

20.10.2010 22:59

Dýrbítar í Borgarfirði.

Samkvæmt Skessuhorni eru nokkrir dýrbítar á ferðinni .

Sjá hér. smella

20.10.2010 09:56

Furukönglar og fjárhundaspjall.

 Sunnudagurinn var tekinn í alvörumálefni sem fólust annarsvegar í því að ganga um skóga og safna furukönglum/fræjum og hinsvegar í bæjarflakki.



 Hér er fararstjórinn búinn að sjá út hvar vænlegast sé að ganga til skógar og snýr sér að burðardýrinu með nánari fyrirmæli.



 Sem betur fer er enn fjallasýn í hina áttina. Hún var ekki fyrir hendi þegar ég var orðinn rammvilltur í skóginum 30 mín. eftir að þessi mynd var tekin.

 Það úði og grúði af allskonar sveppum .



 Og greinilega búið að taka duglega til hendinni í gangstígum síðan í fyrra.

   Það var svo ákveðið að sníkja kaffi í Flókadalnum eftir þessar mannraunir allar og byrjað á að taka hús á Hælsbændum enda langt síðan hundaræktunin var tekin út þar.

 Þar var tíminn fljótur að líða við fjárhunda og smalasögur.

 Ef ég hefði verið í hvolpahugleiðingum myndi þessi  bráðefnilega tík hafa orðið samferða heim.



 Hún er undan innfluttu tíkinni þeirra henni Soo og Kost frá Móskógum sem er úr sama goti og Dáð mín.


 Fyrstur kemur og fyrstur fær.

 Eins og fyrri daginn féllum við á tíma og þessvegna varð fjárhúsúttektin á Hrísum að bíða betri
tíma.

 Ekki verður það síðri sögustund þegar sá dagur brestur á.emoticon

18.10.2010 04:28

Hrútasýning.- Þegar Gnarr kom sá og sigraði- , næstum.

 Héraðssýning lambhrúta var haldin hér á Nesinu á laugardaginn.

Þar sem sauðfjárvarnarlína skiptir svæðinu voru sýningarnar tvær, sitt hvoru megin girðingar í Haukatungu og Hjarðarfelli.
Dalsmynningar mættu að sjálfsögðu hjá vinum sínum á Austurbakkanum, reyndar í fyrsta sinn síðan hrútasýningar voru endurvaktar.

Allt um sýninguna, smella  hér. Búi fjárræktarfélag.


Fjárhúsin hjá Helgu og Ásbirni í Haukatungu eru glæsileg og efst á lista hjá undirrituðum í komandi fjárhúsabloggum.

 Vinir mínir á Austurbakkanum mættu hinsvegar dræmlega til sýningar annaðhvort vegna þess að hrútarnir þeirra voru ekki nógu góðir eða of góðir til að láta sjá sig.

Annar þessara svörtu vann mislita flokkinn með "aðeins" 38 í bakvöðva. Eigandinn Eyvindur í Tröð t.h.á myndinni.

 Sá sem vann hyrnda flokkinn og dæmdist besti hrútur sýningarinnar var frá Gaul í Staðarsveit og hér er Heiða með farandskjöldinn fyrir besta hrútinn.




Það mættu 46 hrútar til dóms í fl. hyrndra.
F.v. Eggert, Hofstöðum 3. s. Guðný Linda, Dalsmynni 2.s. Heiða, Gaul 1. s.



Eigendur þriggja efstu í fl mislitra en þar mættu 15 hrútar í dóm.
F.v. Þór, Hellisandi 3 sæti, Gísli, Álftavatni 2 sæti  og Eyvindur í Tröð 1 s..



 Aðeins mættu 7 kollóttir til dóms og voru þeir allir vestan girðingar.
Harpa Hjarðarfelli 3. s.  Lauga Hraunhálsi 2. s. og Guðbjartur Hjarðarfelli 1 .s.


Dalsmynningurinn sem lenti allsendis óvænt í öðru sætinu var þokkalegur ásetningshrútur á laugardagsmorguninn en er allt í einu orðin mikil  gersemi í dag.

Hann gengur undir nafninu GNARR vegna síns skjóta frama en vonandi vinnur hann sín embættisverk af meiri festu og öryggi en nafni hans.

Hann er fæddur þrílembingur undan mjög efnilegri á sem gekk með tveim lömbum gemlingsárið og hefur verið þrílemd í þau tvö skipti sem hún hefur borið síðan. Eftir tvævetluárið er hún komin með 6.90 í afurðastig.


 Bringubreiður eins og nafni sinn.



 Blái bletturinn á bakinu er náttúrulega  til þess að Vaskur þekki hann úr hópnum og geti sótt hann einan úr hópnum.




Ekki slæmt að vera kominn á blað með ræktunargúrúunum.emoticon





 

Flettingar í dag: 197
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 816
Gestir í gær: 81
Samtals flettingar: 418860
Samtals gestir: 38052
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 16:56:02
clockhere